bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Landsdómur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55562
Page 1 of 1

Author:  Zed III [ Thu 08. Mar 2012 09:44 ]
Post subject:  Landsdómur

Hafa menn séð eitthvað sem gefur tilefni til þess að þessi réttarhöld eigi rétt á sér ? Það virðist allt hafa verið gert sem unnt var að gera.

Hvernig meirihluta alþingis finnst rétt að þessi skrípaleikur fari fram er ofar mínum skilning.

Author:  gardara [ Thu 08. Mar 2012 10:21 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

Þetta er auðvitað bara ljót pólítísk hefnd fremur en nokkuð annað

Author:  Svezel [ Thu 08. Mar 2012 10:36 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

http://landsdomur.is/

Bein útsending :lol:

Author:  Jón Ragnar [ Thu 08. Mar 2012 11:00 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

Svezel wrote:
http://landsdomur.is/

Bein útsending :lol:



Bahaha

:edit:

Author:  Benz [ Thu 08. Mar 2012 11:21 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

Þetta er ekkert annað en pólitísk hefnd, nokkuð sem á ekki að líðast í lýðræðisríki :!:

Er þjóðinni til háborinnar skammar. :aww:

Niðurstaðan er fyrir löngu ljós, þeir geta ekki sakfellt Geir fyrir þetta og því er þetta peningasóun.
Sama má segja um Stjórnlagaráðið, stjórnarflokkarnir ekki ánægðir með niðurstöðuna og þá verður þetta ekkert notað.

:thdown: :thdown: :thdown: :thdown: :thdown: :thdown:

Author:  ppp [ Thu 08. Mar 2012 11:47 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

Quote:
„Sakborningurinn gengur um salinn eins og stórstirni og spjallar við vitni. Fréttamaður ríkissjónvarpsins talar við vitni í réttarsal eins og erindreki sakborningsins. Eitt vitnið, eiðsvarið, reytir af sér brandara, og hæstaréttardómararnir í landsdómnum veltast sumir um af hlátri,“


http://www.dv.is/frettir/2012/3/8/thorv ... -og-farsi/



Þetta er nú meira bananalandið.

Author:  Benz [ Thu 08. Mar 2012 12:01 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

ppp wrote:
Quote:
„Sakborningurinn gengur um salinn eins og stórstirni og spjallar við vitni. Fréttamaður ríkissjónvarpsins talar við vitni í réttarsal eins og erindreki sakborningsins. Eitt vitnið, eiðsvarið, reytir af sér brandara, og hæstaréttardómararnir í landsdómnum veltast sumir um af hlátri,“


http://www.dv.is/frettir/2012/3/8/thorv ... -og-farsi/

Þetta er nú meira bananalandið.


Þetta er nú ekki hlutlaust mat hjá Þorvaldi :lol:

Author:  ///M [ Thu 08. Mar 2012 12:24 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

Benz wrote:
ppp wrote:
Quote:
„Sakborningurinn gengur um salinn eins og stórstirni og spjallar við vitni. Fréttamaður ríkissjónvarpsins talar við vitni í réttarsal eins og erindreki sakborningsins. Eitt vitnið, eiðsvarið, reytir af sér brandara, og hæstaréttardómararnir í landsdómnum veltast sumir um af hlátri,“


http://www.dv.is/frettir/2012/3/8/thorv ... -og-farsi/

Þetta er nú meira bananalandið.


Þetta er nú ekki hlutlaust mat hjá Þorvaldi :lol:


Nei, maður þarf að passa sig töluvert á þessari uglu :lol:

Author:  fart [ Thu 08. Mar 2012 12:42 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

Þetta hefði samt algerlega átt að vera í beinni útsendingu á RUV

Allir íslendingar ættu að hafa jafnan aðgang á því að hlusta á þetta, ef þeir hafa áhuga, nákvæmlega eins og mikilvægar umræður á alþingi.

Author:  Zed III [ Thu 08. Mar 2012 13:02 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

fart wrote:
Þetta hefði samt algerlega átt að vera í beinni útsendingu á RUV

Allir íslendingar ættu að hafa jafnan aðgang á því að hlusta á þetta, ef þeir hafa áhuga, nákvæmlega eins og mikilvægar umræður á alþingi.


true, en það hefur líka verið bent á að vitni eigi ekki að geta samræmt sig milli vitnisburða og því er ekki heimilt að senda þetta út http://andriki.is/post/18876063052. Það er þó hálf kjánaleg rök þar sem fjölmiðlar birta upplýsingar jafn óðum.

Best hefði verið að þetta væri sent út þ.a. allir gætu fylgst með þessu..

Author:  Vlad [ Thu 08. Mar 2012 18:12 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

Það fyndna er að fylgjendur X-D halda virkilega að Geir verði dæmdur.

En það eru stjarnfræðilegir möguleikar að það gerist, nema það verði beitt valdi eða mútum.

Author:  jonthor [ Fri 09. Mar 2012 09:38 ]
Post subject:  Re: Landsdómur

ppp wrote:
Quote:
„Sakborningurinn gengur um salinn eins og stórstirni og spjallar við vitni. Fréttamaður ríkissjónvarpsins talar við vitni í réttarsal eins og erindreki sakborningsins. Eitt vitnið, eiðsvarið, reytir af sér brandara, og hæstaréttardómararnir í landsdómnum veltast sumir um af hlátri,“


http://www.dv.is/frettir/2012/3/8/thorv ... -og-farsi/



Þetta er nú meira bananalandið.


Beint quote í ÞG: " segir Þorvaldur og bætir við að þannig fari réttarhöld ekki fram í siðuðum löndum."

Ég ætla að fá að færa nokkur orð í setningunni svo hún sé rétt:

...svona réttarhöld fara ekki fram í siðuðum löndum :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/