bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hvert er Ísland eiginlega að fara???? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55532 |
Page 1 of 5 |
Author: | fart [ Tue 06. Mar 2012 09:38 ] |
Post subject: | Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Tvisvar í síðustu viku var reynt ræna stelpum upp í sendibíl sem að hópur manna var í, sem betur fer mistókst það. Öðrum manni var stungið í skottið á bíl, fótbrotinn og handleggsbrotinn og laminn í spað. Og svo þetta mál í gær http://www.visir.is/rolegur-i-yfirheyrs ... 2120309404 Mér lýst ekkert á þessa þróun, og ég ætla að kenna allavega einu um varðandi þessa þróun. Það eru opin commentakerfi fjölmiðlana. Þar fær fólk að tjá sig um hluti, oft á tíðum mjög sóðalega, eins og commentin frá einum í gær við frétt blóðbankanns að hann myndi aldrei fara að gefa blóð til að hjálpa einhverjum lögmönnum.. svona komment gera það að verkum að hugsun fólks breytist í rólegheitum og normið færist yfir í eitthvað abnorm. |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 06. Mar 2012 09:40 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Hlaut nú bara að koma að því að einhver yrði stunginn, skotinn eða drepinn. |
Author: | fart [ Tue 06. Mar 2012 09:42 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Axel Jóhann wrote: Hlaut nú bara að koma að því að einhver yrði stunginn, skotinn eða drepinn. Af hverju? Þessi maður sem var stunginn er ekki einu sinni hluti af hinum svokölluðu undirheimum Manni líður eins og það sé bara eðlillegt að fara og reyna að drepa mann útaf skuld á mótorhjóli.. ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Tue 06. Mar 2012 09:47 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Ég er ekkert að segja að þetta hafi verið réttlátt en fólk er komið með alveg uppí kok á því hvernig allt er. |
Author: | Eggert [ Tue 06. Mar 2012 10:22 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Ég skil ekki alveg hvernig opin kommentakerfi fjölmiðlanna (þú ert væntanlega að tala um DV.is) hafi áhrif á hegðun fólks. Vissulega hefur þetta kerfi smávægileg áhrif í líkingu við Arabíska vorið, á þann hátt að fólk talar sig saman og býður yfirvöldum byrginn, en að tengja ofbeldisglæpi við þetta hljómar kjánalega. Hef oft orðið var við þessa hugsun; s.s. að það að kæfa crowdið muni skila sér í löghlýðnari borgurum... held að því sér akkúrat öfugt farið. |
Author: | Jón Ragnar [ Tue 06. Mar 2012 10:31 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Axel Jóhann wrote: Ég er ekkert að segja að þetta hafi verið réttlátt en fólk er komið með alveg uppí kok á því hvernig allt er. Axel, maður gerir ekki svona samt. Eitt að vera reiður en að fara á lögfræðistofu og STINGA fólk ítrekað |
Author: | Saxi [ Tue 06. Mar 2012 10:50 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Ég lærði lög á sínum tíma. Get ekki sagt að atburðir síðasta sólarhrings hvetji mann sérstaklega til að veifa þeirri gráðu eitthvað. Ég hef velt því fyrir mér upp á síðkastið af hverju manni þykir allt vera að breytast svona hratt núna. Margt mis gáfulegt kemur upp í kollinn en gæti verið að það að lifa í samfélagi manna sé ekki eins sjálfsagt og það var? Menn fóru jú að lifa í samfélögum af einhverri ástæðu. Hagsmunum fólks var betur borgið í samfélagi sem laut lögum þess en þar sem frumskógarlögmáið eitt gilti. Ég hef stundum á tilfinningunni að við séum að tapa trúnni á vernd samfélagsins og þegar það gerist hlýtur margt misjafnt að grassera. Eins og ég sagði, mis gáfulegt ![]() |
Author: | fart [ Tue 06. Mar 2012 10:50 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Eggert wrote: Ég skil ekki alveg hvernig opin kommentakerfi fjölmiðlanna (þú ert væntanlega að tala um DV.is) hafi áhrif á hegðun fólks. Vissulega hefur þetta kerfi smávægileg áhrif í líkingu við Arabíska vorið, á þann hátt að fólk talar sig saman og býður yfirvöldum byrginn, en að tengja ofbeldisglæpi við þetta hljómar kjánalega. Hef oft orðið var við þessa hugsun; s.s. að það að kæfa crowdið muni skila sér í löghlýðnari borgurum... held að því sér akkúrat öfugt farið. Þetta snýst um að breyta norminu, í svona commentakerfum tjá sig oftar þeir sem eru með öfgaskoðanir, og þeir sem lesa geta fengið það á heilann að eitthvað sem er alveg út úr kú sé allt í einu orðið normal, t.d. að HATA lögmenn svo heiftarlega að það sé í raun bara fínt að fara og stinga þá útaf mótorhjóli sem þú borgaðir ekki. Menn eru missterkir á svellinu þegar kemur að því að gera sér grein fyrir því hvar á að draga mörkin. Fyrir utan að þetta getur oft komið mjög illa við aðstandendur, tek sem dæmi comment í gær undir frétt um alvarlegt umferðarslys í garðabæ, þar sem að 5 slösuðust þar af 2 alvarlega. Þá var einhver snillingur sem commentaði "svona er að keyra of hratt".. AF HVERJU þarf að leyfa comment á fréttir, skil það ekki. Að mínu mati eiga ekki allir að hafa svona auðveldan aðgang að alþjóð. Það er eitt að linka fréttina á facebook og senda þá sín heimskulegu comment á vinnina, sem geta þá ákveðið að blokkera viðkomandi í framhaldinu, en að geta póstað að því virðist gersamlega hugsunarlaust á vinsælustu fréttamiðla landsins mun á endanum í minnsta lagi særa einhvern, og í versta lagi sannfæra einhvern um að morðtilraun sé réttlætanleg. |
Author: | bimmer [ Tue 06. Mar 2012 10:53 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Svona ofbeldi er ekki hægt að afsaka. Hins vegar kemur þetta manni ekki á óvart. Framkoma stjórnvalda og banka með her lögfræðinga gagnvart fólki er bara þannig að á endanum brestur stilling, þolinmæði og langlundargeð. |
Author: | Giz [ Tue 06. Mar 2012 10:53 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
fart wrote: Axel Jóhann wrote: Hlaut nú bara að koma að því að einhver yrði stunginn, skotinn eða drepinn. Af hverju? Þessi maður sem var stunginn er ekki einu sinni hluti af hinum svokölluðu undirheimum Manni líður eins og það sé bara eðlillegt að fara og reyna að drepa mann útaf skuld á mótorhjóli.. ![]() Fólk komið með upp í kok já, það má vera. En hvernig væri að hætta að væla og líta í kringum sig? Ísland er á allann hátt mjög vel í sveit sett m.v. víðast hvar. Öll þessi reiði er líka ansi skrýtin, maður skilur þetta a.m.k. ekki svona utanfrá, og langar svo sem ekki til beint. Finnst þetta oft einskonar Útvarps Saga hystería allt saman. Spurning vera ánægður með það sem maður hefur, sem á Íslandi er ansi hreint margt. Grasið er síður en svo grænna hinum megin! Svo er annað að vera voða reiður og vilja fara að meiða fólk, nú eða sjálfann sig út af e-m peningum, það er svo útí kú að maður skilur það ekki. Líkt og það nennti enginn að vera lengur í Occupy dótinu á Íslandi, mistókst þessum sjúklingi ætlunarverk sitt, a.m.k. ef honum var svona í nöp við lögfræðinga. Viðkomandi er ekki lögfræðingur þó starfsmaður skrifstofunnar sé. Ég þekki mjög vel til þarna nota bene og þetta er hræðilegt mál. Að fólk víða, sem og Axel hér að ofan kemur kannski aðeins inná, að það hljóti að koma að því að einhver verði limlestaður er svo röng, skökk og fáránleg hugsun í alla staði að fólk ætti að leita sér hjálpar, eða láta loka sig kannski inni bara. Sakleysið er svo sem löngu horfið á margann hátt á Íslandi, og það kemur Schengen, ESB eða öðru akkúrat ekkert við, nú er kominn tími til að horfa í eigin barm, þjóðarinnar það er. En það má væntanlega ekki ... |
Author: | jonthor [ Tue 06. Mar 2012 15:10 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Ég er sammála fart og vil benda á ábyrgð fjölmiðla í svona málum. Þ.e. fjölmiðlar hafa hreinlega gert upp úr því að afsaka ofbeldi og hótanir gagnvart einhverjum tengdum fjármálageiranum. Einmitt með þeirri afsökun að ástandið sé svo slæmt og fólk svo reitt. Þetta er nákvæmlega það sem færir "norm-ið" til. Afskaplega lágkúrulegar athugasemdir í gegnum comment kerfi fjölmiðla hjálpa svo ekki til. Þór Saari, Marínó G. Njálsson og fleiri hafa nú skrifað afar ósmekklega pistla um að atvikið hefði ekki komið þeim á óvart og að gerendur séu nú orðnir þolendur. Ég á hreinlega ekki orð. Umræddur framkvæmdarstjóri virðist hafa verið valinn af handahófi og tilraun gerð til þess að drepa hann, sem vafalaust hefði tekist ef samstarfsaðili hans hefði ekki skipt sér af. Það er málinu algerlega óviðkomandi hvernig ástandið er í þjóðfélaginu. Maðurinn var að vinna vinnuna sína, hann á ekki skuldina (ekki að það skipti nokkru máli). Árásin hefði eins getað verið á þjónustufulltrúa í Banka, nú eða hvaða annan löghlýðinn borgara samfélagsins sem er. Hvar ætlum við að draga mörkin í umræðunni? Fleiri virðast afsaka árásina en fordæma hana. Hvernig skilaboð eru það? |
Author: | fart [ Tue 06. Mar 2012 15:55 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
jonthor wrote: Þór Saari, Marínó G. Njálsson og fleiri hafa nú skrifað afar ósmekklega pistla .... Mikið er ég ánægður að ég er ekki einn þessarar skoðunar. Svona comment frá þjóðþekktum mönnum eru ekki til að bæta það, þau eru einfaldlega til þess gerð að aðrir sem eru tæpir á því munu finna réttlætingu fyrir sínum voðaverkum. Auðvitað er fólk pissed off og margir mjögulega gersamlega í rúst fjárhagslega, fjölskildum sundrað og annað, það er bara allt önnur umræða. Hvað ef einhver myndi nú ráðast á alþingismann, hvað myndi Þór Saari segja þá? Er bara fínt að fara heim til Steingríms J. Sigfússonar og stinga hann að því að hann hefur ekki gert nóg eða mögulega of mikið rangt Kæmi ekkert á óvart ef einhver myndi skjóta þjónustufulltrúann í bankanum í hausinn að því að hann reynir að vinna vinnuna sína. Kæmi ekkert á óvart ef að heimavarnarliðið myndi kanski bara hengja fulltrúa sýslumanns næst þegar eitthvað verður boðið upp.. Þessir menn eru augljóslega mun heimskari en þeir líta út fyrir að vera. Menn eins og þeir eiga ALDREI að finna réttlætingu fyrir ofbeldi, þeir hefðu átt að segja að þó svo að fólk í þjóðfélaginu sé pirrað, langþreytt, reitt eða illa farið er ALDREI rétt leið að fara fram með ofbeldi, óréttlæti er ekki veiðileyfi á ofbeldi. ... hvað næst? |
Author: | Dóri- [ Tue 06. Mar 2012 18:35 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
er þetta allt önnur umræða ? málið er að þessi maður var greinilega eitthvað tæpur, svona atvik gerast. Og að þetta hafi verið lögfræðingur er tilviljun. Þetta mál er vegna innheimtunar á skuld, persónulega finnst mér innheimtustofnanir vera hreint út sagt dónalegir og siðblint fólk næstum því upp til hópa, þetta hefur mikið breyst eftir hrun og innheimtuferlið er viðbjóður í dag. |
Author: | Aron M5 [ Tue 06. Mar 2012 20:22 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Þetta kemur ekki á óvart, og sérstaklega þar sem það var verið að dæma þessi erlendu lán ólögleg og margir búnir að missa allt sitt útaf þeim. Hefði samt frekar mátt stinga Steingrím víst að það þurfti að vera einhver.. |
Author: | Schulii [ Tue 06. Mar 2012 23:46 ] |
Post subject: | Re: Hvert er Ísland eiginlega að fara???? |
Vil bara segja að þessir póstar frá fart eru að mínu mati þarft innlegg bara í þjóðfélagið. Alveg einstaklega vel orðað og hjartanlega sammála! |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |