bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55460
Page 1 of 2

Author:  Fatandre [ Thu 01. Mar 2012 12:01 ]
Post subject:  Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Langar að gefa gamla ferðatölvu. Eithvað basic til að fara á netið, vinna í word og excell. Er alveg dottinn út úr þessu þannig að það væri flott ef þið gætuð mælt með einhverju.

Author:  gardara [ Thu 01. Mar 2012 14:45 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Thinkpad ef þú vilt eitthvað sem endist

Author:  Jón Ragnar [ Thu 01. Mar 2012 15:16 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

gardara wrote:
Thinkpad ef þú vilt eitthvað sem endist



Þetta :thup:

Author:  SteiniDJ [ Thu 01. Mar 2012 15:19 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Pabbi keypti ThinkPad í gamla, gamla daga þegar að DVD var fyrst að koma í tölvur. Sú vél var mikið notuð í alveg 6 ár og var þá auðvitað farið í annan ThinkPad og dýrasta týpan valin. Svipuð notkun, en sú vél var algjört drasl. Örugglega með þeim síðustu sem skartaði "IBM" lógóinu.

Það sem pirrar mig einstaklega mikið við ThinkPad (a.m.k. ódýrari týpur, vinnutölvan mín er ekki svona og hún er heldur dýr) eru shortcut takkarnir sem búið er að festa á F1 til F12. Það er örugglega hægt að taka þá af, en þeir eru leiðinlega tilgangslausir til að byrja með og tölvurnar stútfullar af draslforritum sem að maður mun seint nota. Get ekki ýtt á F2 til þess að rename-a skjöl eða F6 til þess að hoppa beint upp í address bar í browsernum. Get ekki heldur ýtt á Alt + F4, sem er auðvitað verst í heimi. :aww:

Author:  ///M [ Thu 01. Mar 2012 15:29 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

SteiniDJ wrote:
Pabbi keypti ThinkPad í gamla, gamla daga þegar að DVD var fyrst að koma í tölvur. Sú vél var mikið notuð í alveg 6 ár og var þá auðvitað farið í annan ThinkPad og dýrasta týpan valin. Svipuð notkun, en sú vél var algjört drasl. Örugglega með þeim síðustu sem skartaði "IBM" lógóinu.

Það sem pirrar mig einstaklega mikið við ThinkPad (a.m.k. ódýrari týpur, vinnutölvan mín er ekki svona og hún er heldur dýr) eru shortcut takkarnir sem búið er að festa á F1 til F12. Það er örugglega hægt að taka þá af, en þeir eru leiðinlega tilgangslausir til að byrja með og tölvurnar stútfullar af draslforritum sem að maður mun seint nota. Get ekki ýtt á F2 til þess að rename-a skjöl eða F6 til þess að hoppa beint upp í address bar í browsernum. Get ekki heldur ýtt á Alt + F4, sem er auðvitað verst í heimi. :aww:


Vá, uninstallaðu þá þessu dóti :lol:

Author:  SteiniDJ [ Thu 01. Mar 2012 15:35 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Ég á ekki þessa tölvu. Væri löngu búinn að því annars. :(

Author:  gardara [ Thu 01. Mar 2012 15:49 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

SteiniDJ wrote:
Pabbi keypti ThinkPad í gamla, gamla daga þegar að DVD var fyrst að koma í tölvur. Sú vél var mikið notuð í alveg 6 ár og var þá auðvitað farið í annan ThinkPad og dýrasta týpan valin. Svipuð notkun, en sú vél var algjört drasl. Örugglega með þeim síðustu sem skartaði "IBM" lógóinu.


Var þessi seinni vél ekki bara Thinkpad-E eða Thinkpad-ideapad?

Author:  SteiniDJ [ Thu 01. Mar 2012 16:23 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

gardara wrote:
SteiniDJ wrote:
Pabbi keypti ThinkPad í gamla, gamla daga þegar að DVD var fyrst að koma í tölvur. Sú vél var mikið notuð í alveg 6 ár og var þá auðvitað farið í annan ThinkPad og dýrasta týpan valin. Svipuð notkun, en sú vél var algjört drasl. Örugglega með þeim síðustu sem skartaði "IBM" lógóinu.


Var þessi seinni vél ekki bara Thinkpad-E eða Thinkpad-ideapad?


Þessi seinni var Thinkpad T42, ef að ég man rétt.

Author:  Einarsss [ Thu 01. Mar 2012 16:39 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

T60 var með síðustu IBM thinkpad vélunum.. frekar fínar vélar.. er með 2 svoleiðis í notkun heima :)

Author:  íbbi_ [ Thu 01. Mar 2012 17:14 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

DELL latitude D830 er besta fartölva sem ég hef átt. búnað þola botnlausa notkun í á 4a ár, dóttir mín búinn að skella henni oftar en einu sinni í gólfið af eldhúsborðinu og flr í þeim dúr. þarf reyndar orðið tune up, en er að ég held búinn að skila fínu ævistarfi fyrir löngu

Author:  Fatandre [ Thu 01. Mar 2012 17:25 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Sjálfur á ég Thinkpad T410s og er ekki ánægður. Er með hátíðnihljóð sem gerir mann brjálaðan. Þar að auki er þjónustan í Nýherja drasl.

Hvað finnst ykkur um Toshiba C660?

Author:  IceDev [ Thu 01. Mar 2012 17:50 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Asus eða toshiba. Besta quality vs price sem hægt er að finna

Author:  Bjarkih [ Thu 01. Mar 2012 18:00 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Skoðaðu http://www.bodeind.is/ hef bara heyrt góða hluti um þá síðan snemma 90's og ef eitthvað kemur uppá þá er því reddað mjög hratt.

Author:  BjarkiHS [ Thu 01. Mar 2012 21:43 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

Sammála nafna með að þjónustan hjá Boðeind er 1st class..

Author:  gardara [ Thu 01. Mar 2012 23:38 ]
Post subject:  Re: Vantar hjálp hvað varðar kaupa á ferðatölvu.

IceDev wrote:
Asus eða toshiba. Besta quality vs price sem hægt er að finna



ASUS er alveg ágætis bang for the buck, fínir speccar á lágum prís.... Eeeen build quality er stórlega ábótavant.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/