bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Stilling hf.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5523
Page 1 of 2

Author:  Benzari [ Sat 17. Apr 2004 02:04 ]
Post subject:  Stilling hf.

Komst að þessu áðan, frétt síðan í febrúar en ég hafði ekki heyrt af þessu áður :roll: :roll: :roll:


"2004-02-05
Hamann-Motorsport
Stilling hf. hefur fengið umboð fyrir þýska bílabreytingar fyrirtækinu Hamann. Á næstu dögum verður myndum og verðlistum bætt við heimasíðuna. "

Author:  bebecar [ Sat 17. Apr 2004 09:25 ]
Post subject: 

Noh - það munar ekki um það, kannski nokkrir ýktir bimmar á leiðina á göturnar þá :roll:

Author:  hostage [ Sat 17. Apr 2004 14:02 ]
Post subject: 

fyrir alla ultra lazy gaura eins og mig.

vantru.is

Author:  gstuning [ Mon 19. Apr 2004 09:16 ]
Post subject: 

Þar sem að ég er nú umboðsaðili Hamann Motorsport á Íslandi og er ekki rótt þegar ég sé svona yfirlýsingar þá er ég búinn að athuga málið og búinn að fá það staðfest að þeir eru ekki umboðsaðiliar heldur við



Ég er búinn að senda stillingu póst um þetta

Þið getið farið að sjá Hamann Vörur á síðunni okkar bráðum

Hvað viljiðið sjá fyrst frá Hamann og á hvaða bíl

Author:  Jss [ Mon 19. Apr 2004 09:18 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Þar sem að ég er nú umboðsaðili Hamann Motorsport á Íslandi og er ekki rótt þegar ég sé svona yfirlýsingar þá er ég búinn að athuga málið og búinn að fá það staðfest að þeir eru ekki umboðsaðiliar heldur við



Ég er búinn að senda stillingu póst um þetta

Þið getið farið að sjá Hamann Vörur á síðunni okkar bráðum

Hvað viljiðið sjá fyrst frá Hamann og á hvaða bíl


Ég vil sjá Hamann vörurnar á mínum bíl. ;)

"Demo vehicle" ;) :D

Er ekki rétt munað hjá mér að Hamann vörurnar kosta ófáan skildinginn?

Author:  Benzari [ Mon 19. Apr 2004 09:38 ]
Post subject: 

:oops: :? :shock:
Þá skulum við bara eyða þessum þræði. . . .

Author:  bebecar [ Mon 19. Apr 2004 10:18 ]
Post subject: 

Og hvað - er þá ekkert hæft í þessari yfirlýsingu hjá Stillingu.

Ég reyndar held að umboð séu úr sögunni í dag, það getur hver sem er selt vörur frá Hamann þó einn aðili sé með "umboðið".

Author:  gstuning [ Mon 19. Apr 2004 11:15 ]
Post subject: 

Bebecar,

Við erum með exclusive dealer,

Það er bara bull að umboð séu úr sögunni í dag
Það er rétt að mörg fyrirtæki eru að opna fyrir alla,,
En aftur á móti eru sum að fara í að hafa exclusive dealera til að viðhalda ákveðnum standard og að það sé miðlæg hæf þjónusta ekki bara jói spói útí bæ,,

Author:  bebecar [ Mon 19. Apr 2004 11:35 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Bebecar,

Við erum með exclusive dealer,

Það er bara bull að umboð séu úr sögunni í dag
Það er rétt að mörg fyrirtæki eru að opna fyrir alla,,
En aftur á móti eru sum að fara í að hafa exclusive dealera til að viðhalda ákveðnum standard og að það sé miðlæg hæf þjónusta ekki bara jói spói útí bæ,,


já, þeir geta haft exclusive díler en þeir geta samt ekki stoppað að hver sem er selji vörur frá þeim og þeir mega ekki banna það. Það er nákvæmlega það sama sem gerðist rétt áður en Ræsir missti umboðið fyrir Benz...

Það má hver sem getur komist í það að selja nýja Benz bíla selja þá.

Author:  gstuning [ Mon 19. Apr 2004 12:39 ]
Post subject: 

Hamman sendir þeim ekki vörur. þeri verða að kaupa þær hjá einhvrjum öðrum, þanni að þeir geta útvegað vöruna en eru ekki Dealer

Author:  arnib [ Mon 19. Apr 2004 12:39 ]
Post subject: 

GStuning: Getið þið ekki bara selt þeim dótið? :)

Author:  bebecar [ Mon 19. Apr 2004 12:43 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Hamman sendir þeim ekki vörur. þeri verða að kaupa þær hjá einhvrjum öðrum, þanni að þeir geta útvegað vöruna en eru ekki Dealer


Já, þannig virkar það. EN það þýðir auðvitað að það er engin einkaumboðsaðili lengur, eða í það minnst ahefur umboðsaðili allt aðra merkingu en áður.

Author:  gstuning [ Mon 19. Apr 2004 18:20 ]
Post subject: 

Umboðs aðili er sá sem hefur einn aðgang að því að flytja inn beint frá framleiðanda,

Við erum umboðsaðilar Hamann á íslandi,
ef einhver hefur samband við Hamann um vörur þá fáum við það áframsent til okkar og sjáum um rest, það hefur oft komið fyrir

Ég sé ekki að það hafi einhvern tímann verið lög um að ekki megi flytja hvað sem er inn,

Ég meina ef ég kæri mig um þá ætti ég að geta flutt inn nýjar Toyotur frá Þýskalandi, en ég fæ ekki þann afslátt sem umboð fær frá Framleiðenda

Author:  bebecar [ Mon 19. Apr 2004 18:25 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Umboðs aðili er sá sem hefur einn aðgang að því að flytja inn beint frá framleiðanda,

Við erum umboðsaðilar Hamann á íslandi,
ef einhver hefur samband við Hamann um vörur þá fáum við það áframsent til okkar og sjáum um rest, það hefur oft komið fyrir

Ég sé ekki að það hafi einhvern tímann verið lög um að ekki megi flytja hvað sem er inn,

Ég meina ef ég kæri mig um þá ætti ég að geta flutt inn nýjar Toyotur frá Þýskalandi, en ég fæ ekki þann afslátt sem umboð fær frá Framleiðenda


Það er ekki svo langt síðan að með einkaumboði væri tryggður réttur til einkasölu. sirka 10 ár kannski.

Author:  fart [ Mon 19. Apr 2004 19:11 ]
Post subject: 

það geta allir flutt allt inn, en.. það var þannig að menn gátu lokað á ákveðna markaði, t.d. með því að stíla seljendum hér inn á ákveðna supplyera úti.

ég veit allavega um eitt umboð hér heima sem er exclusive.. og það er Rolex. Frank Michaelsen er eini úrsmiðurinn sem er certified til að selja frá verksmiðjunni og gefa út world wide ábyrgðarskýrteini.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/