bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tollur á tölvukubb?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=55171
Page 1 of 1

Author:  ömmudriver [ Fri 10. Feb 2012 10:18 ]
Post subject:  Tollur á tölvukubb?

Hefur einhver hér flutt inn tölvukubb í bíl og veit hver tollurinn er af honum?

Kubburinn sem ég vill flytja inn myndi kosta 35.000kr. hingað heim með flutningskostnaði.

Author:  Danni [ Fri 10. Feb 2012 10:25 ]
Post subject:  Re: Tollur á tölvukubb?

Er nokkuð viss um að tölvukubbur í bíla flokkist undir tölvuvöru og það er enginn tollur af þeim, bara 25.5% VSK.

Gjöld sem leggjast ofaná þetta komið heim yrði í kringum 9000kr ss. kubburinn mun kosta þig ca 44þús.

Author:  hauksi [ Fri 10. Feb 2012 10:59 ]
Post subject:  Re: Tollur á tölvukubb?

var að fá einn kubb í dag og það er bara virðisauki af þessu.

Author:  Maggi B [ Fri 10. Feb 2012 11:32 ]
Post subject:  Re: Tollur á tölvukubb?

Ef það kemur einhverstaðar fram á þessu að þetta sé í bíl verður þetta flokkað sem aukahlutur í bíl. þeir eru hrikalega anal á þetta í póstinum.

Author:  hauksi [ Fri 10. Feb 2012 11:42 ]
Post subject:  Re: Tollur á tölvukubb?

Maggi B wrote:
Ef það kemur einhverstaðar fram á þessu að þetta sé í bíl verður þetta flokkað sem aukahlutur í bíl. þeir eru hrikalega anal á þetta í póstinum.


Það er líka bara virðisauki af vélarhlutum og á sendingunni hjá mér stóð BMW DINAN ENGINE COMPUTER CHIP.

Spurning hvort að vélartölva eða hlutir í svoleiðis falli ekki undir vélarhlut?

Author:  ömmudriver [ Fri 10. Feb 2012 19:55 ]
Post subject:  Re: Tollur á tölvukubb?

Ok, takk fyrir upplýsingarnar piltar :thup:

Author:  gstuning [ Fri 10. Feb 2012 19:57 ]
Post subject:  Re: Tollur á tölvukubb?

total bull að borga varahluta gjöld af þessu.

Þetta gæti verið að fara í hvað sem er. Mér hefur alltaf skilst það þannig að allur tölvubúnaður sé bara krafinn af VSK greiðslu.

Author:  HAMAR [ Sat 11. Feb 2012 10:45 ]
Post subject:  Re: Tollur á tölvukubb?

Minn tölvukubbur kom bara í póstkassann án allra eftirmála.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/