bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Netflix á Íslandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=54977
Page 1 of 2

Author:  SteiniDJ [ Sat 28. Jan 2012 20:01 ]
Post subject:  Netflix á Íslandi

Sælir,

Þið kannski vitið þetta flestir, en ákvað samt að deila þessu með ykkur.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Netflix vefsíða þar sem þú borgar $7.99 á mánuði og færð aðgang að ótrúlegum fjölda af hágæða bíómyndum og öðru sjónvarpsefni, löglega og oft í háskerpu. Það hefur ekki verið hægt að nýta sér þetta á Íslandi útaf einhverjum leiðindar ástæðum og mun það örugglega ekki breytast á næstunni.

Það eru síður á netinu (ég veit um tvær) sem bjóða upp á hliðardyr inn í Netflix og aðrar sambærilegar þjónustur, oftast gegn vægu gjaldi. Þær síður sem ég hef notað eru:

Playmo.TV og Unblock-US. Playmo TV er í betu og þ.a.l. ókeypis eins og staðan er í dag, en Unblock-US er með $4.99 áskriftargjald en hægt er að fá viku-trial. Báðar styðja hin og þessi tæki, allt frá PC upp í PS3, en reynslan mín er sú að Unblock-US styður meira en Playmo TV.

Búinn að tengja þetta við símann minn, tölvuna og sjónvarpið ("Smart" sjónvörp styðja oft þessar krókaleiðir) - algjör snilld! :mrgreen:

Skelfilega einfalt að nota og stundum hefur verið hægt að fá frítt trial á Netflix. Látið á þetta reyna!

Kv, Steini

Author:  Atli93 [ Sat 28. Jan 2012 20:22 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

piratebay og eztv er lika gott :thup:

Author:  SteiniDJ [ Sat 28. Jan 2012 20:28 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Atli93 wrote:
piratebay og eztv er lika gott :thup:


Já já, ég stunda netrán af og til líka. Þetta er samt svo hlægilega lítil upphæð (1650 / mán) að ég sé engan tilgang í því að vera að bíða eftir seeders eða halda í vonina um að þessi tiltekni þáttur eða mynd sem ég vil horfa á sé til á netinu. Heavy fínt að geta hlammað sér upp í sófa, valið efni og ýtt á play.

Author:  Astijons [ Sat 28. Jan 2012 21:06 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

ég fila þetta netflix...

þegar þetta er orðið léttara enn að downloada þá er komið vit í þetta...
og gæði og hraði lika...

og plús hlægilega ódýrt...

skil ekki til hvers að downloada og vera þjófur fyrir svona lítin pening...

svo í noregi er spotify... sem er bara mesta snilld í heimi...
bara tónlistar spilari... skrifar niður nafn á laginu og það eru bara öll lög í heimi geimi(fyrir utan íslensk)
ekkert lagg og ekkert vesen... borgar bara eitthvað á mánuði... og reyndar líka frítt með auglýsingu í lok lags...

Author:  íbbi_ [ Sat 28. Jan 2012 22:33 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

tja... á ennþá eftir að rekast á mynd eða þátt sem er ekki til á torrent, og á ljósleiðaranum er þetta flest allt komið meðan ég er að hella í kókglasið

Author:  gstuning [ Sat 28. Jan 2012 22:55 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Ég er búinn að vera pæla í Netflix hérna hjá mér, hjá mér er það 6.99pund , sem myndi nú þægja samviskuna aðeins einna helst.

Mér finnst samt verst að hafa ekki séns á að sjá hvaða myndir og þættir eru áður enn maður stendur í því að fá ókeypis mánuð.

Author:  Bjarkih [ Sun 29. Jan 2012 01:59 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Einnig hægt að nota https://www.torproject.org/ til að losna undan njósnum um staðsetningu.

Author:  gardara [ Sun 29. Jan 2012 02:04 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Bjarkih wrote:
Einnig hægt að nota https://www.torproject.org/ til að losna undan njósnum um staðsetningu.


Þú ert samt ekkert að fara að streyma neinu efni eða að hala niður neinu efni í gegnum tor, hraðinn er bara of lítill til þess að það sé raunhæft... Auk þess sem þú hægir á öðrum.

Author:  Bjarkih [ Sun 29. Jan 2012 04:19 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Er ekki líka hægt að tengja sig í gegnum VPN server? kostar að vísu einhverja 3$ á mánuði held ég.

Author:  gardara [ Sun 29. Jan 2012 05:08 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Júbb, vpn/ssh tunnel ætti að virka fínt :)

Það væri klárlega lausnin sem ég myndi nota, því í gegnum slíkt kæmist maður ekki bara á netflix heldur allt annað líka.
Það er hægt að fá vpn á hinum ýmsu verðum, ábyggilega allt frá 1$ upp í 100$, fer allt eftir fídusum/tengihraða/gagnamagni osfrv.

Author:  HAMAR [ Sun 29. Jan 2012 12:04 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Svo er líka gott úrval af VHS spólum í Bónusvideo, ég er nokkuð viss um að netið sé bara bóla.

Image

Author:  Grétar G. [ Sun 29. Jan 2012 15:22 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Er meira vit í að gera þetta en að setja upp Apple TV ?

Author:  Jón Ragnar [ Sun 29. Jan 2012 16:39 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Held að Apple TV virki ekki hérna nema með mods?

Author:  SteiniDJ [ Sun 29. Jan 2012 19:38 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Grétar G. wrote:
Er meira vit í að gera þetta en að setja upp Apple TV ?


Ég hef aldrei notað Apple TV og fatta eiginlega ekki tilganginn í því tæki. Einföld vanþekking.

Ég veit þó um nokkra sem hafa fengið Netflix í gegnum Apple TV og það er vissulega ein leið til þess að gera þetta. Samt er úrvalið á Netflix svo gífurlegt að ég hef í raun enga þörf til þess að nota eitthvað annað.

Author:  Jón Ragnar [ Sun 29. Jan 2012 19:44 ]
Post subject:  Re: Netflix á Íslandi

Apple TV með XBMC er awesome

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/