bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Road Rally & Auto Cross í sumar???
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5480
Page 1 of 2

Author:  bebecar [ Wed 14. Apr 2004 22:48 ]
Post subject:  Road Rally & Auto Cross í sumar???

Ég rakst á nokkuð sem kallað er Road Rally hjá sportbílaklúbbi ameríku og fannst þetta sniðugt til að heimfæra á Ísland.


Hvenær verður næsta Auto X?

http://www.scca.org/amateur/roadrally/index.html

Author:  Svezel [ Wed 14. Apr 2004 23:40 ]
Post subject: 

Er ég að skilja rétt að þarna sé ekki verið að reyna að keyra sem hraðast tiltekna leið heldur bara á föstum ákveðnum tíma þ.a. það er engin þörf á því að brjóta umferðalög? Hljómar nú ekkert rosalega spennansdi....

Veit ekki hvenær næsta AutoX er það mætti alveg fara að líða að því, væri alveg maður í að taka þátt aftur. Fínt ef það væri hægt að halda þetta aftur á Reisbrautinni í Keflavík.

Author:  gunnar [ Wed 14. Apr 2004 23:47 ]
Post subject: 

Er ekki alveg helvíti skemmtilegt að taka þátt í svona AutoX, Bebecar tókst þú ekki þátt í svona ?

Author:  Svezel [ Thu 15. Apr 2004 00:05 ]
Post subject: 

AutoX er snilld, ég tók þátt einu sinni síðasta sumar og skemmti mér MJÖG vel.

Author:  bebecar [ Thu 15. Apr 2004 08:30 ]
Post subject: 

Nei, ég hef ekki tekið þátt. Það var hann Logi sem tók þátt á E21 bílnum. Ég mætti á M5 á sínum tíma en þóttist sjá að hann kæmist ekki fyrir í brautinni, það var svo staðreynt af 928 bíl sem átti í mesta basli með að keyra brautina vegna stærðar sinnar.

Þessar brautir þurfa að vera dálítið víðari til að gefa mönnum færi á að komast á milli keilna á hvaða bíl sem er.... þetta var augljóslega sniðið fyrir litla bíla allavega í það skiptið.

Svona Road Rally byggist upp á því að komast á sem næst ákveðnum tíma, það byggist vissulega á því að maður þurfi ekki að brjóta hraðareglur en að sama skapi þá er þetta oftast dágóður spölur og leiðbeininga oft þörf, þessvegna gæti maður nú þurft að gera ýmislegt til að ná á réttum tíma.

Það er líka skemmtun í þessu þar sem þú ert samt í keppni og tveir saman í bíl.

Lang skemmtilegast væri auðvitað að halda bara "Gumball" hér heima 8)

Hver er fyrstur á Egilsstaði eða hringinn :lol:

Author:  gstuning [ Thu 15. Apr 2004 09:54 ]
Post subject: 

Það er búið að nefna íslenskt Gumball ;)

Auto-X verður í sumar það er á hreinu, segjum bara í Maí einhvern tímann

Hvar það verður haldið kemur í ljós seinna

Author:  bebecar [ Thu 15. Apr 2004 09:57 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Það er búið að nefna íslenskt Gumball ;)

Auto-X verður í sumar það er á hreinu, segjum bara í Maí einhvern tímann

Hvar það verður haldið kemur í ljós seinna


Og verður brautin ekki í breiðara lagi 8) þannig að fleiri flekar komist með?

Author:  hlynurst [ Thu 15. Apr 2004 11:06 ]
Post subject: 

Ég væri game í Auto-X... og vonandi sem flestir hér á kraftinum. :)

Author:  bebecar [ Thu 15. Apr 2004 11:10 ]
Post subject: 

Ég mæti núna - sætti mig við síðasta sæti :lol: áhuginn á að fá að spreyta sig er keppnisskapinu ríkari :wink:

Author:  Jss [ Thu 15. Apr 2004 11:30 ]
Post subject: 

Ég býst við því að mæta ef þetta Auto-X verður, býst að vísu ekki við miklu. :D

Author:  bebecar [ Thu 15. Apr 2004 11:38 ]
Post subject: 

Jss wrote:
Ég býst við því að mæta ef þetta Auto-X verður, býst að vísu ekki við miklu. :D


Sama segi ég - það eru nokkrir ansi sterkir í þessu og maður þarf eflaust nokkur skipti til að ná tökum á þessu....

Author:  gstuning [ Thu 15. Apr 2004 12:40 ]
Post subject: 

Við gerum eitthvað gott, það er leiðinlegt hvað eru lítill bílastæðin á íslandi

Author:  fart [ Thu 15. Apr 2004 12:54 ]
Post subject: 

Skemmtilegast væri að fá lánað eitthvað svæði á Reykjavíkurflugvelli einn góðan sumardag til að handa svona autoX

Author:  bebecar [ Thu 15. Apr 2004 13:02 ]
Post subject: 

fart wrote:
Skemmtilegast væri að fá lánað eitthvað svæði á Reykjavíkurflugvelli einn góðan sumardag til að handa svona autoX


Það væri lang flottast. Ég veit að Hekla fékk flugbraut undir æfingarakstur fyrir nokkrum árum, þetta er líklega hægt en kannski ekki líklegt.

Svo er spurning hvort að Eimskip geti skaffað pláss, eða Samskip - það eru stór svæði þarna hjá þeim.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 15. Apr 2004 15:38 ]
Post subject: 

Langar svo að testa autox, þó að maður sé ekki með drifið á réttum enda né kraftinn, væri samt gaman að testa 8)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/