bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=54715 |
Page 1 of 3 |
Author: | ppp [ Thu 12. Jan 2012 13:33 ] |
Post subject: | Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Enn og aftur er ég ofrukkaður því þeir vita ekki hversu mikið bíllinn mengar. Það tekur mig sirka 5 sek að flétta upp co2 g/km töluna á Google, en það þekkist greinilega ekki að ríkisstarfsmenn vinni vinnuna sína. Er ekki orðið meira en ár síðan að þeir töluðu um að þeir væru að "vinna í því" að fá þessar upplýsingar inn? Hvaða þvæla er þetta að vera rukka fyrir útblástur þegar þeir vita ekki einusinni hversu mikill útblástur er. /rant |
Author: | demi [ Thu 12. Jan 2012 13:40 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Hvar gat maður reiknað bifreiðagjöld? |
Author: | ppp [ Thu 12. Jan 2012 13:45 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
demi wrote: Hvar gat maður reiknað bifreiðagjöld? http://www.rikisskattstjori.is/reiknive ... jald_1.asp Svo eru hérna official tölur frá UK gov. http://carfueldata.dft.gov.uk/ -- En þær eru víst ekki nógu trúverðugar, því ég frétti að maður verður að koma með einhverja vottaða pappíra til þess að þeir taki mann trúanlegan. Þetta blessaða bureaucracy er yndislegt. |
Author: | ValliFudd [ Thu 12. Jan 2012 15:38 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Mæla þeir þetta samt ekki alltaf þegar maður fer með bílinn í skoðun? |
Author: | birkire [ Thu 12. Jan 2012 16:25 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
ValliFudd wrote: Mæla þeir þetta samt ekki alltaf þegar maður fer með bílinn í skoðun? Ekki gramm á kílómeter bara hlutfall CO(eða CO2, man ekki) í útblæstri |
Author: | jeppakall [ Thu 12. Jan 2012 17:25 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Ég fýla þetta google ekki nógu vel, það munar 5þús á reikniaðferð. WRX 2006: Ef þeir reikna útfrá þyngd: 18þús. Útfrá uppgefnum útblæstri: 23þús. ![]() |
Author: | kristjan535 [ Thu 12. Jan 2012 23:46 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Ég var að fá á hemabankan hjá mér bifreiðagjöld en er ekki með neitt á nr hvernig getur það staðist hef ekki lent í því áður? |
Author: | Jónas Helgi [ Fri 13. Jan 2012 00:01 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Þetta er að gerast fyrir mig núna, ég er á nýjum bíl frá því í ég borgaði þessi blessuðu bifreiðagjöld í fyrra. En ég kemst bara ekki til botns í mínu máli, ég er á Chrysler Crossfire, og á eina Crossfire-num sem ég hef flett upp með uppgefna CO2 tölu samkvæmt us.is Ég fann réttar CO2 tölur nokkrum traustum erlendum síðum síðum og það er alltaf 240 eða 243gr/km. En á us.is er það skráð 343gr/km á mínum bíl.. ? WAD! (Og svona til viðmiðunar þá er Porsche 911 GT3 RS á milli 300-310gr/km.) Allaveganna ég er búinn að fá reikning uppá 33.500Kr.- sem á í raun að vera 20.977Kr.- meðað við þyngd bílsins (1382kg) og rétta koltvísýrings tölu sem er 243gr/km. Samkvæmt reiknivél ríkisskattstjóra: http://www.rsk.is/fagadilar/reiknivelar Tekið af http://www.althingi.is Quote: Jafnframt er lagt til að liggi upplýsingar um skráða losun koltvísýrings (CO2) viðkomandi ökutækis ekki fyrir skuli losun ökutækis ákvörðuð sem eigin þyngd þess í kílógrömmum margfölduð með 0,12 að viðbættum 50 grömmum af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra. Til skýringar þýðir þetta að bifreið sem vegur 1.400 kg og er ekki með þekkta losun mun greiða bifreiðagjald eins og losunin næmi 218 g CO2/km. Losun er skráð fyrir um það bil helming ökutækja sem eru í notkun hér á landi Ég reiknaði bílinn minn svona í ganni: 0,12gr *1382kg = 165 + 50 = 215gr/km - Sem er allnær rauntölunni annað er 343gr/km sem er áætlað á mig ! |
Author: | siggir [ Fri 13. Jan 2012 18:38 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Hálfsárslegi bifreiðagjaldanöldurþráðurinn... |
Author: | Dóri- [ Fri 13. Jan 2012 19:00 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
þeir sem segja að amerískir bílar mengi meira en aðrir bílar eru kjánar. huge ass hvarfar í þessum amerísku og svo eru reglurnar í CA svo strangar og þeir reyna að hafa sem flesta bíla þannig að það sé hægt að skrá þá í CA. |
Author: | SteiniDJ [ Fri 13. Jan 2012 19:21 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Ég er að borga 22.000 af M5. Kveðja, Einn sáttur. ![]() |
Author: | Dorivett [ Sat 14. Jan 2012 09:29 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
skil ekki alveg hvernig þeir geta fengið hinar og þessar niðurstöður, er t.d. að borga 23þús af ræplega 3tonna patrol 3.0L dísil en snilldin er tæðlega 5þús af yaris dísil, ætla ekkert að kvarta yfir þessu ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sat 14. Jan 2012 10:36 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
ég er búnað fá nokkuð steddý 10-12k á nokkra 2.0l mid size fólksbíla |
Author: | Bjarkih [ Sat 14. Jan 2012 16:03 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Dóri- wrote: þeir sem segja að amerískir bílar mengi meira en aðrir bílar eru kjánar. huge ass hvarfar í þessum amerísku og svo eru reglurnar í CA svo strangar og þeir reyna að hafa sem flesta bíla þannig að það sé hægt að skrá þá í CA. Gera hvarfarnir nokkuð gagn hér, þar sem þeir taka svo langan tíma að hitna og ná fullri virkni? |
Author: | íbbi_ [ Sun 15. Jan 2012 02:33 ] |
Post subject: | Re: Bifreiðagjöld. Djöfulsins fífl eru þetta. |
Bjarkih wrote: Dóri- wrote: þeir sem segja að amerískir bílar mengi meira en aðrir bílar eru kjánar. huge ass hvarfar í þessum amerísku og svo eru reglurnar í CA svo strangar og þeir reyna að hafa sem flesta bíla þannig að það sé hægt að skrá þá í CA. Gera hvarfarnir nokkuð gagn hér, þar sem þeir taka svo langan tíma að hitna og ná fullri virkni? vacumdæla sem hitar kútinn upp í kjörhita |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |