bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

ML 320
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=54649
Page 1 of 1

Author:  Fjarki [ Sun 08. Jan 2012 15:12 ]
Post subject:  ML 320

Sælir félagar,

hvernig hafa þessir bílar verið að koma út, ML 320, það er verið að bjóða mér svona bíl uppí annann. Þetta er 2000 módel, ekinn 200þ, lítur vel út og virðist vera þokkalegasti bíll, innfluttur frá Ameríku. Leður, lúga og þetta venjulega, er eitthvað sem ber að varast, hvernig er bilanatíðni á svona bíl, eyðsla. Og hvernig er með verðlagningu og endursölu.

kv,

Author:  Spiderman [ Sun 08. Jan 2012 16:18 ]
Post subject:  Re: ML 320

Liggur þetta ekki á bilinu 700-900 þús í verði.

Author:  Angelic0- [ Sun 08. Jan 2012 16:48 ]
Post subject:  Re: ML 320

Ef að þetta er eldri ML... þá eru þetta algjörar druslur finnst mér :!:

Author:  Stefan325i [ Mon 09. Jan 2012 01:49 ]
Post subject:  Re: ML 320

Búinn að eiga svona bíl í 4 ár núna og búinn að reynast mér nokkuð vel, bíllinn hjá mér er reyndar ekki ekinn svona mikið.

Bíllinn minn var ekinn um 90þ þegar ég kaupi hann er í um 140þ núna

Búinn að skipa um Báða gorma að aftan voru brotnir, fóðringar í ballanstöng að framan, bremsudiska og klossa allan hringinn, drifskaptsupphengu en þessir bílar eru gjarnir á að skemma þær, stýrisendi, kerti og svo lenti ég í lyklaveseni.

Eðslan hjá mér er 16-17 innanbæjar og 11-13 á lagkeyrlsu náði honum samt í sumar í 10,eithvað í sumarfírinu með tjaldvagninn en það var líka visakstur og ekki yfir 80 kmh til að sjá hvað ég gæt komið honum í.

Author:  batti [ Mon 09. Jan 2012 02:02 ]
Post subject:  Re: ML 320

Sambærilegar ML bílar eru að fara á rúma milljón staðgreitt. Mér finnst það allt of mikið.

Author:  Fjarki [ Mon 09. Jan 2012 09:13 ]
Post subject:  Re: ML 320

já hef nú aldrei haft neitt gríðarlegt álit á þessum bílum, en hef það svosem ekkert nema frá sjálfum mér. sýnist vera sett á þetta svona milljón til kannski 1,6 á bílasölunum, og var einmitt búinn að ýminda mér að þetta væri kannski milljón króna bíll ef það næði því, sem er jú fullmikið ef maður fer að skoða eitthvað sambærilegt eins og cherokee.

Þettta eru háar tölur hjá þér stefán en kannski alveg við þeim að búast, þungur bíll og svona. En hvernig er með varahlutaverð, er þetta lúxusbílaverð á þessu?

kv,

Author:  Stefan325i [ Mon 09. Jan 2012 13:00 ]
Post subject:  Re: ML 320

Eyðslan er nú bara sambærileg td 3l X5, en jú þetta er 2 tonna fjórhjóladirfinn sjálfskiptur bíll og þeri eyða bara svona mikklu.

Varahlutir hafa verið ekkert dýrir, en ég hef líka ekki lent í neinu stórvægilegu nema lykklaveseninu og var það yfir 100þ kr, ég fékk afturdemparana með gormum notað en ef gormur brotnar þá verður að kaupa demparan líka og kostar þetta saman um 80þ hornið.

Mér persónulega finnst þessi eysla ekkert hræðileg en ég keyri líka ekki mikið.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/