bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Stolnar BMW felgur, komnar í skúrin MINN aftur.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=54395
Page 1 of 12

Author:  saemi [ Fri 16. Dec 2011 21:49 ]
Post subject:  Stolnar BMW felgur, komnar í skúrin MINN aftur.

Sælir félagar.

Jólaandinn er kominn yfir sumt fólk núna í skammdeginu. það var brotist inn í gám hjá mér og stolið felgum og dekkjum.

Þetta gerðist á tímabilinu frá 7.12 til 15.12 (sennilega kringum helgina síðustu). Klippt var á 2 lása og farið inn í gáminn.
Það sem tekið var er:

Image

20" BBS felgur, koma undan E65. Passa ekki undir E39 nema með því að láta renna úr þeim. Það eru nákvæmlega þessar felgur, pólerað lipp og matt svartar í miðjunni. Þær eru hér undir E39 með spacerum, þessvegna passa þær. Dekkin eru splunku ný Kumho sumardekk.


Allar ábendingar eru vel þegnar, hvort sem er til mín eða lögreglunnar þar sem þetta mál er til vinnslu

Sæmi - 699-2268 / smu@islandia.is

Author:  SteiniDJ [ Fri 16. Dec 2011 22:06 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Djöfullinn sjálfur, þetta er engin smá fjárhæð sem þú hefur tapað þarna. :shock: Mikið vona ég innilega að þú komist í þetta sem allra fyrst.

Author:  Alpina [ Fri 16. Dec 2011 23:22 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Sææælllll :shock: :shock:

Author:  Aron M5 [ Sat 17. Dec 2011 01:56 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Þetta er hrikalegt :? vonandi finnst þetta.

Author:  srr [ Sat 17. Dec 2011 01:58 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Ég hef augun opin fyrir þessu,,,,,,,,

Author:  Danni [ Sat 17. Dec 2011 02:04 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Djöfull er svona lagað fúlt :( Vona að þú finnir eitthvað af þessu...

Author:  hjolli [ Sat 17. Dec 2011 03:45 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

fffffffuck yrði maður reiður!

Author:  fart [ Sat 17. Dec 2011 06:17 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Nokkuð ljóst að þetta verður ekki notað á íslandi. Sæmi þú þarft insider hjá skipafélögunum.

Djöfull verður maður reiður að sjá svona... Vonanadi ertu tryggður. Það var brotist inn hjá mér í sumar og húsið hreynsað af búnaði og skarti, en ég var 100% tryggður, en það fauk rúmlega í mig.

Author:  gardara [ Sat 17. Dec 2011 11:31 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

fart wrote:
Nokkuð ljóst að þetta verður ekki notað á íslandi. Sæmi þú þarft insider hjá skipafélögunum.



Er ekki hægt að tilkynna svona til skipafélaganna?

Author:  Jón Ragnar [ Sat 17. Dec 2011 11:43 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Enn ein ástæðan fyrir að nota ekki þetta fokking geymslusvæði!

Virðist vera besti staðurinn til að láta stela frá sér




Ég skal hafa augun opin Sæmi minn

Author:  Alpina [ Sat 17. Dec 2011 11:51 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

John Rogers wrote:
Enn ein ástæðan fyrir að nota ekki þetta fokking geymslusvæði!

Virðist vera besti staðurinn til að láta stela frá sér





Ég skal hafa augun opin Sæmi minn


Er oft að heyra þessar sögur,, BARA pirrandi

Author:  saemi [ Sat 17. Dec 2011 15:04 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Já, þetta er frekar leiðinlegt. Ég er að verða vel þreyttur á þessu Geymslusvæði. Búið að stela slatta undanfarið og skemma.

En vonandi að maður finni þetta, það er eini sénsinn að fara með þetta út ef þetta á ekki að finnast. Ég er að vona að þetta finnist, efast um að tryggingarnar mínar dekki þetta þar sem ég var ekki með þetta sérstaklega tryggt.

Author:  fart [ Sat 17. Dec 2011 17:27 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

saemi wrote:
Já, þetta er frekar leiðinlegt. Ég er að verða vel þreyttur á þessu Geymslusvæði. Búið að stela slatta undanfarið og skemma.

En vonandi að maður finni þetta, það er eini sénsinn að fara með þetta út ef þetta á ekki að finnast. Ég er að vona að þetta finnist, efast um að tryggingarnar mínar dekki þetta þar sem ég var ekki með þetta sérstaklega tryggt.

Hljómar eins og einhver á geymslusvæðinu sé að fá umboðslaun fyrir að benda á réttu gámana..... :?

Author:  arnibjorn [ Sat 17. Dec 2011 17:44 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Sendu tölvupóst á útflutningsdeildirnar og þjónustudeildirnar(sem sjá um búslóðir) hjá Samskip, Eimskip og öllum þeim fyrirtækjum sem eru í svona útflutningi.

Við fengum stundum svona tilkynningar þegar ég var að vinna hjá Samskip.

Ömurlegt að lenda í svona!

Author:  Zed III [ Sat 17. Dec 2011 20:39 ]
Post subject:  Re: Stolnar BMW felgur 20" BBS 20" X5 16"BBS Desember 2011

Hörmulegt,

ég fylgist sérstaklega með hvort X5 felgurnar poppi einhverstaðar upp.

Page 1 of 12 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/