bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=54297
Page 1 of 3

Author:  Misdo [ Sat 10. Dec 2011 22:39 ]
Post subject:  Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Hvaða símum eru menn að mæla með sem er ekki að kosta 90 þús +

Búinn að vera skoða um á netinu á erlendum síðum og þar er fullt í boði sem er ekki selt hér á landi skil ekki hvað' er málið með það eins og

Image
Nokia Lumia

Image
og Samsung Focus

Langar mikið í Windows Síma enn hvað eru menn að mæla með ?

Author:  Einarsss [ Sat 10. Dec 2011 22:42 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Var nokkuð sáttur með htc wildfire s :)

Author:  IceDev [ Sat 10. Dec 2011 23:40 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Galaxy Nexus eða Samsung Galaxy SII.

Held að það sé ekki sniðugt að taka Windows síma vegna hversu nýr hann er og þar af leiðandi fáir sem þróa hugbúnað fyrir það platform.

http://www.winrumors.com/gartner-window ... n-q3-2011/ - http://www.inquisitr.com/165543/google- ... s-with-28/

Það skiptir litlu máli að vera með flottan síma ef að enginn sé að gera apps fyrir hann.

Author:  Bjarkih [ Sun 11. Dec 2011 00:05 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Nokia er ekki of góður kostur, þrátt fyrir að síminn sjálfur sé solid þá eru of miklar takmarkanir út af stýrikerfinu, enginn annar að nota það. Ég er búinn að vera með Galaxy Gio núna í nokkra mánuði og er bara nokkuð sáttur, hann gerir allt sem ég þarf en það skal alveg viðurkennast að hann mætti vera öflugri.

Author:  Misdo [ Sun 11. Dec 2011 03:05 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Ok held ad valid standi a milli Samsung galaxy ace, galaxy w eda HTC wildfire s hvern af thessum maelidi mest med ?

Author:  Danni [ Sun 11. Dec 2011 03:35 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Veit ekki með hina tvo en ég á Galaxy Ace og er mjög sáttur!

Einn pirrandi galli við hann samt er að ef maðru er alltaf með WiFi kveikt þá lendir maður oft í að skjárinn kveikir ekki á sér og eina leiðin til að laga er að restarta með að taka batteríið úr og setja í aftur.

Hef leyst það vandamál með því að slökkva bara á WiFi þegar ég er ekki að nota það.

Author:  SteiniDJ [ Sun 11. Dec 2011 11:20 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Danni wrote:
Veit ekki með hina tvo en ég á Galaxy Ace og er mjög sáttur!

Einn pirrandi galli við hann samt er að ef maðru er alltaf með WiFi kveikt þá lendir maður oft í að skjárinn kveikir ekki á sér og eina leiðin til að laga er að restarta með að taka batteríið úr og setja í aftur.

Hef leyst það vandamál með því að slökkva bara á WiFi þegar ég er ekki að nota það.


Ég var einmitt að fá Galaxy Ace og kannast við þetta vandamál. Nóg fyrir mig að halda power takkanum inni í 10 - 15 sek og þá fer hann aftur í gang, en þetta vandamál er heldur leiðinlegt þegar hann tekur upp á þessu.

Batterí-lífið er líka fjandi stutt. Við erum að tala um sólahring max undir venjulegum kringumstæðum. Ég sótti forrit sem heitir ScreenFilter og það lengdi þennan tíma í ~2 sólahringa ef ég er ekki graður á aukabúnaðinum.

Fyrir utan það er þetta góður sími. Ætla sjálfur að bíða eftir nýja google símanum.

Author:  Berteh [ Sun 11. Dec 2011 11:53 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Þið strákar með Ace, þið lagið þetta með að laga sleep-policy á wifi, en annars *á* þetta að vera fixed með 2.3 uppfærslunum sem Samsung kom með í Júlí, ég lenti amk ekki í því eftir það

Back on topic, ég hef farið gegnum nokkra android síma í ár og stærsta letdownið við flesta þeirra var by far skjárinn stærð, upplausn og skerpa sadly er enginn sími undir 50þúsund með decent skjá (nema þá nokia síminn) ég hef reyndar fundið undantekningu á því og það er ZTE blade hann er bæði með 3,5" skjá og 480p upplausn hann er með sömu cpu/gpu spekka og flestir low-end android símarnir aswell hann er að keyra Android eins og það kemur frá kúnni líka sem þýðir að hann er bara frekar snöggur og laus við *ALLT* bloatware sem framleiðendur bæta við.
Það skal tekið fram að ég á ekki svona síma og er því nokkuð hlutlaus en stærsti kosturinn við hann by far er price-point'ið sem er undir 30þúsund og frábært ef menn vilja dýfa litlu tánni í android/snjallsíma laugina :)

Author:  Misdo [ Sun 11. Dec 2011 13:14 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Versta er að manni langar helvíti mikið í Iphone 4 enn verst hvað þetta er dýrt.

Author:  Bjarkih [ Sun 11. Dec 2011 13:14 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Juicedefender virkar líka fínt til að lengja battery-life. Ef menn vilja góðan skjá þá er ég að heyra góða hluti um sony, en þá er maður náttúrulega komin upp að 100k

Author:  Danni [ Sun 11. Dec 2011 14:30 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

SteiniDJ wrote:
Danni wrote:
Veit ekki með hina tvo en ég á Galaxy Ace og er mjög sáttur!

Einn pirrandi galli við hann samt er að ef maðru er alltaf með WiFi kveikt þá lendir maður oft í að skjárinn kveikir ekki á sér og eina leiðin til að laga er að restarta með að taka batteríið úr og setja í aftur.

Hef leyst það vandamál með því að slökkva bara á WiFi þegar ég er ekki að nota það.


Ég var einmitt að fá Galaxy Ace og kannast við þetta vandamál. Nóg fyrir mig að halda power takkanum inni í 10 - 15 sek og þá fer hann aftur í gang, en þetta vandamál er heldur leiðinlegt þegar hann tekur upp á þessu.

Batterí-lífið er líka fjandi stutt. Við erum að tala um sólahring max undir venjulegum kringumstæðum. Ég sótti forrit sem heitir ScreenFilter og það lengdi þennan tíma í ~2 sólahringa ef ég er ekki graður á aukabúnaðinum.

Fyrir utan það er þetta góður sími. Ætla sjálfur að bíða eftir nýja google símanum.


Battery life er rubbish á öllum snjallsímum :D Ég hef átt tvo, annan frá Samsung og hinn frá Sony Ericcsson, og það var nánast identical notkun á rafhlöðunni. Aðeins betri á Samsung meira að segja.

Author:  arnibjorn [ Sun 11. Dec 2011 14:48 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

Safnaðu meiri penign og fáðu þér iPhone. Ég er búinn að eiga minn 3Gs í rúmlega 2 ár núna og hann er ennþá mega solid, sé sko EKKI eftir því að hafa keypt hann á 3.5milljónir á sínum tíma. :D

Author:  Misdo [ Sun 11. Dec 2011 16:06 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

arnibjorn wrote:
Safnaðu meiri penign og fáðu þér iPhone. Ég er búinn að eiga minn 3Gs í rúmlega 2 ár núna og hann er ennþá mega solid, sé sko EKKI eftir því að hafa keypt hann á 3.5milljónir á sínum tíma. :D



Er virkilega að gæla við það að láta sig bara hafa það :)

Author:  Einarsss [ Sun 11. Dec 2011 16:07 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

ef þú ætlar að safna meiri pening þá er ég ástfanginn af samsung galaxy S II símanum mínum :loveit:

Author:  SteiniDJ [ Sun 11. Dec 2011 17:36 ]
Post subject:  Re: Bestu símarnir undir 60 þúsund kallinum

arnibjorn wrote:
Safnaðu meiri penign og fáðu þér iPhone. Ég er búinn að eiga minn 3Gs í rúmlega 2 ár núna og hann er ennþá mega solid, sé sko EKKI eftir því að hafa keypt hann á 3.5milljónir á sínum tíma. :D


Ég hætti að nota iPhone 2G þegar ég fékk mér Galaxy Ace. Þá var hann orðinn 4 ára gamall og ekkert að honum fyrir utan að 10% af pixlunum á monitornum voru steindauðir.

Ákvað samt fljótlega eftir að ég fékk iPhone að ég myndi aldrei versla frá tittunum í Apple og hef staðið við það síðan þá.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/