bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

viðgerð á fartölvu, vantar uppls
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=54118
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Sun 27. Nov 2011 20:35 ]
Post subject:  viðgerð á fartölvu, vantar uppls

er með dell latitude d830, einhver besta fartölva sem ég hef átt reyndar, en nú er hún búinn að vera með vesen,

stuttu eftir að maður kveikir á henni er eins og það komi vökvi e-h inn í skjáinn og skjárinn lýsist alveg upp og allt á bakvið frýs, stundum virkar hún ef maður hreyfir skjáinn ekki neitt, virðist vera e-h tengi á milli skjásins og tölvunar,

kannast einhver við þetta?

Author:  Flinkur [ Sun 27. Nov 2011 22:19 ]
Post subject:  Re: viðgerð á fartölvu, vantar uppls

Gæti verið jarðar skermingin sem er að valda þessu, oft er það svona eins og stífur álpappír sem er skerming í vinstra horni uppi. en það er misjafn eftir tölvum.

Author:  iar [ Sun 27. Nov 2011 22:23 ]
Post subject:  Re: viðgerð á fartölvu, vantar uppls

Er með svona vél, sammála að þetta eru snilldargræjur. :-)

Ég hef ekki lent í þessu sem þú talar um en það borgar sig örugglega að fara yfir tengingarnar á skjánum. Það eru mjög góðar leiðbeiningar hjá Dell hér: http://support.dell.com/support/edocs/s ... /index.htm

Ef þú ert að hræra í vélinni þá myndi ég taka hana í sundur og blása burt ryki og tékka á hitaleiðurunum að þeir séu vel fastir (þessir hérna). Vélin mín var aðeins farin að hitna og það kom í ljós að það var ekki ryk og þessháttar eins og venjulega þegar ferðatölvur fara að hitna heldur var þessi leiðari orðinn aðeins laus.

Author:  KFC [ Sun 27. Nov 2011 22:56 ]
Post subject:  Re: viðgerð á fartölvu, vantar uppls

Þú ættir að fá einhverja hér http://spjall.vaktin.is/

Author:  íbbi_ [ Mon 28. Nov 2011 01:35 ]
Post subject:  Re: viðgerð á fartölvu, vantar uppls

held að ég þurfi bara að fara með hana í viðgerð, hún er farin að hitna og blása líka og virðist þurfa orðið yfirhalningu,

er svo gjörsamlega glær í tölvum að ég get ekkert gert sjálfur

Author:  Mazi! [ Mon 28. Nov 2011 03:55 ]
Post subject:  Re: viðgerð á fartölvu, vantar uppls

Getur komið með hana til mín í kísildal síðumúla 15 :)

ég get bilanagreint og lagað þetta

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/