bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

hvað kostar að gelda kött?!?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53958
Page 1 of 8

Author:  íbbi_ [ Fri 18. Nov 2011 21:55 ]
Post subject:  hvað kostar að gelda kött?!?

helvítis kvikindið mýgur ammoníaki.. ég get ekki lifað við þetta mikið lengur..

Author:  gardara [ Fri 18. Nov 2011 21:58 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Ertu að láta hann míga inni hjá þér? :shock:

Author:  Omar_ingi [ Fri 18. Nov 2011 21:59 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Losa sig við köttin? :alien:

Author:  -Hjalti- [ Fri 18. Nov 2011 22:09 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

íbbi_ wrote:
helvítis kvikindið mýgur ammoníaki.. ég get ekki lifað við þetta mikið lengur..


:lol: :lol: :lol:

Author:  íbbi_ [ Fri 18. Nov 2011 22:36 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

ég væri búnað snúa þetta kvikindi úr hálsliðnum ef það væri option, það er mér hulin ráðgáta hvað fólk sér við þessi dýr, en þar sem ég er eina karldýrið á heimilinu fyrir utan kisa, þá verður hann víst að vera

hann er innikisi, þannig að já hann mígur inná baðherbergi eins og við hin, í svona kattasandhús með hurð, en það dugir ekki til, þvílík fýla maður,

Author:  Jón Ragnar [ Fri 18. Nov 2011 22:38 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Skiptiru sjaldan um sand?

Author:  Djofullinn [ Fri 18. Nov 2011 22:59 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Það er frítt ef þú átt góðar garðklippur :D

Author:  Omar_ingi [ Fri 18. Nov 2011 23:01 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Djofullinn wrote:
Það er frítt ef þú átt góðar garðklippur :D

:lol:

Author:  íbbi_ [ Fri 18. Nov 2011 23:05 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

það er stanslaust skipt um sand, lyktin er kominn eftir 1-2 daga,

Author:  demi [ Fri 18. Nov 2011 23:17 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

ég hringdi á nokkra staði þegar ég stóð í þessu sama
Dýró Garðabæ - dýrastir minnir mig
Dýró Víðidal - hagstæðir
Dýralæknastofa Dagfinns hafa líka komið vel inn sambandi við hundinn á heimilinu.

Annars væri bara helvíti ódýrt að fylla hann af höglum

Author:  Maggi B [ Fri 18. Nov 2011 23:34 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Manni er nú bara eginlega ekki sama um hversu alvarlega skaddaðir margir eru hérna inni.

Dýraspítalinn í víðidal er mjög fínn mæli með honum

Author:  Hreiðar [ Fri 18. Nov 2011 23:47 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Svo er líka málið oft að finna góðan sand. Það er til kattarsandur sem lyktar ekki jafn mikið af. Svo er líka hægt að kaupa eitthvað sprey til þess að sprauta á þetta. En ef þetta er innikisi þá um að gera að gelda hann, annars verður hann líka endalaust mjálmandi og reynir að sleppa út útaf greddu :lol:

Author:  gardara [ Sat 19. Nov 2011 01:11 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Ég myndi nú bara kenna þessum ketti að míga úti, inniköttur hvað?


Getur ekki verið að þetta séu líka "anal glands" sem kötturinn angar af? Hugrakkir menn geta flett því upp á youtube hvernig losna skal við slíkt :lol:

Author:  BirkirB [ Sat 19. Nov 2011 01:16 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

Þó að þetta sé inniköttur myndi ég gelda hann...
Kettir eru snilld...einstakir persónuleikar...eins asnalegt og það hljómar....sennilega eins og hundar samt en bara sjálfstæðari og þarf minna að hugsa um...

Author:  íbbi_ [ Sat 19. Nov 2011 02:47 ]
Post subject:  Re: hvað kostar að gelda kött?!?

kötturinn getur ekki migið úti þar sem hann býr á 3ju hæð í blokk og hefur ekki og mun ekki á sinni ævi fara út úr húsi.

jújú, þetta er alveg karakter og langt frá því að vera illa gefið dýr. mjög mikil tilfinningavera og allt það. en ég alveg hata þetta dýr ogég hata ennþá meira að hafa hann hérna inni

nei þetta er bara hlandlykt, hann er nýorðinn kynþroska og þessi ammoniakslykt fylgir því víst. og ég er ekkert að djóka með ammoniaks lykt

Page 1 of 8 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/