bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW stolið erlendis - ekki bætt
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53804
Page 1 of 2

Author:  thisman [ Tue 08. Nov 2011 18:06 ]
Post subject:  BMW stolið erlendis - ekki bætt

Skrambi sárt að lenda í þessu: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett ... se-i-kasko

Ágætt að hafa í huga ef maður er að þvælast á bílnum erlendis. Er annars nokkuð mál að kaupa sérstaka tryggingu ef maður er á leið út?

Author:  bimmer [ Tue 08. Nov 2011 18:26 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Það var amk. hægt fyrir nokkrum árum.

Author:  jeppakall [ Tue 08. Nov 2011 19:04 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

æ æ , ég myndi byrja á að leita hjá ráðherrunum í Makedóníu http://www.motorauthority.com/news/1027 ... n-minister

Svo kostar nú ekki mikið að fá aukatryggingu hjá þýsku tryggingafyrirtæki eða spænsku til að covera þetta.

Author:  Kristjan [ Tue 08. Nov 2011 19:09 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Eða svartfjallalandi...

Author:  Alpina [ Tue 08. Nov 2011 19:21 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

jeppakall wrote:
æ æ , ég myndi byrja á að leita hjá ráðherrunum í Makedóníu http://www.motorauthority.com/news/1027 ... n-minister

Svo kostar nú ekki mikið að fá aukatryggingu hjá þýsku tryggingafyrirtæki eða spænsku til að covera þetta
.


Ef bíllinn er ekki skráður í Þýskalandi eða á Spáni ,, finnst mér afar hæpið að hægt sé að kaupa svona tryggingu

Author:  Giz [ Tue 08. Nov 2011 19:39 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Nú eða Grikklandi, einn Grískur ráðherrann var tekinn á landamærum fyrir nokkrum árum síðan á sínum offissjal bíl, sem var jú stolinn og eftirlýstur sem slíkur. :)

Bíó. Maður hefur séð ansi margt í þessu á þessum slóðum...

Author:  fart [ Tue 08. Nov 2011 20:31 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Einhver dæmi hefur maður heyrt um að ISL skráðum bílum sé "stolið" erlendis.. og svo þegar tryggingafélögin biðji um aukalyklana þá finnist þeir ekki. Það var eitthvað trend hérna í gangi að stelja þá erlendis og claima tryggingaféð, sel það ekki dýrara.

Author:  Dóri- [ Tue 08. Nov 2011 21:23 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

það eiga ekkert allir aukalykla af bíl

Author:  fart [ Tue 08. Nov 2011 21:36 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Dóri- wrote:
það eiga ekkert allir aukalykla af bíl

Enda ekki nein trygging fyrir því að fá hlutina bætta að eiga þá, en ég var meira að vísa í það að menn tóku allt draslið með sér erlendis í augljósum tilgangi.

Author:  íbbi_ [ Wed 09. Nov 2011 00:14 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

þessi ráðherra var víst frá albaníu

Author:  fart [ Wed 09. Nov 2011 07:38 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

íbbi_ wrote:
þessi ráðherra var víst frá albaníu

og maður fokkar ekki í mönnum frá því landi.

Author:  Giz [ Wed 09. Nov 2011 09:39 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

fart wrote:
íbbi_ wrote:
þessi ráðherra var víst frá albaníu

og maður fokkar ekki í mönnum frá því landi.


Þessi Gríski var jú Grískur, og bíllinn var offissjal bíll í eigu ráðuneytis með bílstjóra osfr.

Albanía er annað mál, þar er margt á ská... eins og víða. Tirana er samt glettilega fyndin borg.

Author:  Fatandre [ Mon 14. Nov 2011 17:18 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Er þetta eithvað sem að öll tryggingarfélögin eru með?
Hversu mikið bull er þetta samt. Þú ert að borga þessum aðilum fyrir að hafa bílinn trygðar. Svo viltu skella þér til útlanda með familíunni og bílnum er stolið og færð ekkert bætt. Kerfið á Islandi er nú bara að verða verera in í vestur evrópu :lol: :lol:

Author:  Alpina [ Mon 14. Nov 2011 19:02 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Fatandre wrote:
Er þetta eithvað sem að öll tryggingarfélögin eru með?
Hversu mikið bull er þetta samt. Þú ert að borga þessum aðilum fyrir að hafa bílinn trygðar. Svo viltu skella þér til útlanda með familíunni og bílnum er stolið og færð ekkert bætt. Kerfið á Islandi er nú bara að verða verera in í vestur evrópu :lol: :lol:


Ert þú með þetta á hreinu spyr ég...... þetta var virkt þar til 2008

en þá kom í ljós að GRÍÐARLEGT magn bíla hafði verið stolið erlendis,, og voru þeir nær allir ef ekki allir á 100% fjármögnunarleigu.... :roll:

Nei ,, tryggingafélögin tóku sig saman ,, sökum mikilla affalla og feldu erlenda tryggingu .. þeas stolinn bíll úr gildi..

þessa ákvörðun er BARA gráðugum og óheiðarlegum almenningi um að kenna,,,,,,,,

Þetta veit ég fyrir víst

Author:  Fatandre [ Mon 14. Nov 2011 20:32 ]
Post subject:  Re: BMW stolið erlendis - ekki bætt

Alpina wrote:
Fatandre wrote:
Er þetta eithvað sem að öll tryggingarfélögin eru með?
Hversu mikið bull er þetta samt. Þú ert að borga þessum aðilum fyrir að hafa bílinn trygðar. Svo viltu skella þér til útlanda með familíunni og bílnum er stolið og færð ekkert bætt. Kerfið á Islandi er nú bara að verða verera in í vestur evrópu :lol: :lol:


Ert þú með þetta á hreinu spyr ég...... þetta var virkt þar til 2008

en þá kom í ljós að GRÍÐARLEGT magn bíla hafði verið stolið erlendis,, og voru þeir nær allir ef ekki allir á 100% fjármögnunarleigu.... :roll:

Nei ,, tryggingafélögin tóku sig saman ,, sökum mikilla affalla og feldu erlenda tryggingu .. þeas stolinn bíll úr gildi..

þessa ákvörðun er BARA gráðugum og óheiðarlegum almenningi um að kenna,,,,,,,,

Þetta veit ég fyrir víst



Þrátt fyrir það er þetta engan veginn í lagi. Það er verið að skerða rétt einstaklingsins.
Sjálfur hef ég ekkert kannað þetta frekar en þetta er verulega óheiðarlegt ef það er verið að taka þann rétt af öllum að geta farið út á eigin bifreið og verið trygður. Aftur á móti mættu þeir neita þeim sem eru með bílasamning á sínum bíl um að fá tryggingu.
Þó að þú vitir eithvað fyrir víst er það ekki réttlátt. Þú ert enginn almáttugur :lol: :lol:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/