bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

'Oráðsía í stjórn Mbkí?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53753
Page 1 of 3

Author:  Gummco [ Fri 04. Nov 2011 15:53 ]
Post subject:  'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Daginn eftirtalin umræða var tekinn úr spjalli stjarna.is


Hvernig stendur á því að allir stjórnarfundir Mbkí fara fram á Ruby Tuesday eða Grillhúsi, Matur og drykkir á kostnað á félagsmanna! Er þetta eðlilegt ? Skilst að það sé mætting í kvöld ,fyrir bjórkvöldið á Grillhúsinu í kvöld þar sem stjórnin mættir að borða ofl,og við borgum,gæti trúað að svona kvöld kostar um 30 til 40 þús!!!
Þetta gerist allavega 3 til 4 sinnum á ári.
Þetta finnst mér vera óráðsía


Hvernig er þetta hagað hjá Bmwkrafti?
Væri gaman að vita

Author:  Misdo [ Fri 04. Nov 2011 16:03 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

MBKÍ ? fyrir hvað stendur það ?

Author:  Mazi! [ Fri 04. Nov 2011 16:13 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Misdo wrote:
MBKÍ ? fyrir hvað stendur það ?



Leigubíla klúbbur íslands

Author:  Gummco [ Fri 04. Nov 2011 16:36 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Misdo wrote:
MBKÍ ? fyrir hvað stendur það ?


Mercedes Benz klúbbur 'Island :santa:

Author:  Misdo [ Fri 04. Nov 2011 16:38 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Mazi! wrote:
Misdo wrote:
MBKÍ ? fyrir hvað stendur það ?



Leigubíla klúbbur íslands


Haha :lol:


enn já þetta er frekar skítlegt.

Author:  saemi [ Fri 04. Nov 2011 17:16 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Þeir fundir sem ég hef mætt á hafa gjarnan verið á Stælnum.

Hver og einn borgar fyrir sig :santa:

Author:  Benz [ Fri 04. Nov 2011 18:10 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Sem fyrrum stjórnarmeðlimur í þessum klúbbi þá get ég fullyrt að upphæðin sem minnst er á í fyrsta innleggnu er ekki rétt sem og að þráðurinn var ekki fjarlægður heldur fluttur yfir á lokað svæði fyrir félagsmenn - sem eru greiðendur í klúbbnum og hafa eðlilega rétt á því að ræða þessi mál sín á milli.

M.v. þau gögn sem ég hef í mínum höndum þá er upphæðin heildarupphæðin 62.860,- árið 2010 og það eru 3 skipti (því um 20.953,- í hvert skipti = deilist á 7 aðila = 2993,- pr. mann). Klúbburinn hefur enga aðstöðu svo að þessi leið var valin á sínum tíma. Það má svo sem deila um hvort þetta sér rétt eður ei.
Félagsmenn hafa rétt til þess að gagnrýna þetta á aðalfundi stjórnar - sem er n.b. lýðræðislega kjörin á aðalfundi sem haldin er ár hvert - sem og að ræða þetta sín á milli á svæði félagsmanna á spjallþræði MBKÍ.

Þá finnst mér nú frekar óþarft hjá þér Gummi að setja þetta inn á alla mögulega spjallþræði :lol:
En það breytir því ekki að við skálum yfir bjór í kvöld :cheers: á bjórkvöldi MBKÍ.

Author:  Benz [ Fri 04. Nov 2011 18:11 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Mazi! wrote:
Misdo wrote:
MBKÍ ? fyrir hvað stendur það ?



Leigubíla klúbbur íslands



Author:  Kristjan PGT [ Fri 04. Nov 2011 18:12 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

saemi wrote:
Þeir fundir sem ég hef mætt á hafa gjarnan verið á Stælnum.

Hver og einn borgar fyrir sig :santa:


Svoleiðis á þetta líka að vera. Hélt að það gerðu sér lang flestir grein fyrir því að störf í svona klúbbum ættu að vera sjálfboðavinna. Ég var stjórn nemendafélags Háskólans á Bifröst og það var nú töluverð vinna en ALDREI datt nokkrum í hug að láta nemendafélagið borga eitthvað fyrir okkur stjórnarmeðlimi.

Author:  Mazi! [ Fri 04. Nov 2011 18:20 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

QQ

Author:  Alpina [ Fri 04. Nov 2011 18:45 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Ef að menn leggja á sig vinnu í svona ,, geri ráð fyrir að bensínkostnaður osfrv osfrv ,, sé allt í þágu félagsins ,, á kostnað þess er vinnur verkið

þá finnst mér ekkert að því að nefndarmenn fái eitthvað fyrir sinn snúð,,,,,,,,

driftdeildin með Andrew Jóni Ragnari Einarsss Árna Birni ofl góðum mönnum .. hafa lyft grettistaki í að gera hvað þetta er ,,

Ef að þeir gera slíkt á þeim bænum þá er sannarlega innistæða til að umbuna þeim,., ósérhlífni sem á sér fáa líka

en víkjum aðeins að bmwkraftur.is

Þar hafa meðlimir sem borga ársgjöld ofl EKKERT AÐ GERA með hverjir eru í stjórn osfrv .. við erum gjörsamlega fótum troðnir af mao stjórnarmennsku,,,,,, svo að maður taki léttan trylling á þetta

Ég hef alla tíð gagnrýnt þetta HEIFTARLEGA ,, og ég veit að stjórnin fór og lét búa til lagalegt umhverfi svo þetta sé hægt

ATH,, ég er ekki á móti þeim aðilum sem standa að þessum klúbbi,, topp menn allir saman en fyrir mína parta er þetta svo brenglað á skjön við allt sem heitir eðlilegur klúbbur þar sem félagsgjöld eru rukkuð og meðlimir hafa ekkert vægi í ákvörðunartökum.

Ég veit vel að þeir sem eru í stjórn bmwkrafts hafa gert vel ,, og trúi því að þeir vilja halda slíku áfram,,
en ég neita því ekki að svona einræðis klúbbur sem er með svona stefnuskrá ,, er ekkert annað en hreinn yfirgangur yfir aðra ,,


nenni ekki að skrifa meira ,, gjörsamlega búinn að gera sjálfann mig vitstóla yfir þessu :evil:

Author:  saemi [ Fri 04. Nov 2011 18:52 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Alpina wrote:
Ef að menn leggja á sig vinnu í svona ,, geri ráð fyrir að bensínkostnaður osfrv osfrv ,, sé allt í þágu félagsins ,, á kostnað þess er vinnur verkið

þá finnst mér ekkert að því að nefndarmenn fái eitthvað fyrir sinn snúð,,,,,,,,

driftdeildin með Andrew Jóni Ragnari Einarsss Árna Birni ofl góðum mönnum .. hafa lyft grettistaki í að gera hvað þetta er ,,

Ef að þeir gera slíkt á þeim bænum þá er sannarlega innistæða til að umbuna þeim,., ósérhlífni sem á sér fáa líka

en víkjum aðeins að bmwkraftur.is

Þar hafa meðlimir sem borga ársgjöld ofl EKKERT AÐ GERA með hverjir eru í stjórn osfrv .. við erum gjörsamlega fótum troðnir af mao stjórnarmennsku,,,,,, svo að maður taki léttan trylling á þetta

Ég hef alla tíð gagnrýnt þetta HEIFTARLEGA ,, og ég veit að stjórnin fór og lét búa til lagalegt umhverfi svo þetta sé hægt

ATH,, ég er ekki á móti þeim aðilum sem standa að þessum klúbbi,, topp menn allir saman en fyrir mína parta er þetta svo brenglað á skjön við allt sem heitir eðlilegur klúbbur þar sem félagsgjöld eru rukkuð og meðlimir hafa ekkert vægi í ákvörðunartökum.

Ég veit vel að þeir sem eru í stjórn bmwkrafts hafa gert vel ,, og trúi því að þeir vilja halda slíku áfram,,
en ég neita því ekki að svona einræðis klúbbur sem er með svona stefnuskrá ,, er ekkert annað en hreinn yfirgangur yfir aðra ,,


nenni ekki að skrifa meira ,, gjörsamlega búinn að gera sjálfann mig vitstóla yfir þessu :evil:


:mrgreen:

Prinsipp maðurinn hann Sveinbjörn....

Ég get alveg tekið undir þetta með Sveinka, lýðræðisleg kosning væri betur útlítandi fyrir félagið opinberlega. En þetta var og er ákvörðun þess sem stofnaði klúbbinn og hann ræður þessu einfaldlega :)

Er líka sammála Sveinbirni um að þetta hljómar ekki eins og eitthvað mega-scam á Stjörnunni. Þetta hljómar bara innan eðlilegra marka að mér finnst.

Þó svo að þetta sé ekki með þessu sniði hér hjá okkur á kraftinum þá er örugglega hægt að gagnrýna aðra hluti sem gerum.

Author:  gardara [ Fri 04. Nov 2011 18:59 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Gummco wrote:
Hvernig stendur á því að allir stjórnarfundir Mbkí fara fram á Ruby Tuesday eða Grillhúsi, Matur og drykkir á kostnað á félagsmanna! Er þetta eðlilegt ? a



Nei leigubílstjórarnir eiga auðvitað að hittast á BSÍ yfir sviðakjamma :mrgreen:

Author:  Aron Andrew [ Fri 04. Nov 2011 19:04 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Alpina wrote:
driftdeildin með Andrew Jóni Ragnari Einarsss Árna Birni ofl góðum mönnum .. hafa lyft grettistaki í að gera hvað þetta er ,,

Ef að þeir gera slíkt á þeim bænum þá er sannarlega innistæða til að umbuna þeim,., ósérhlífni sem á sér fáa líka


Vill bara taka það fram að driftdeildin er algjörlega sjálfboðavinna, það eina sem við höfum leyft okkur að "launa" okkur með er að við höfum fengið frí félagsgjöld :lol:

Author:  slapi [ Fri 04. Nov 2011 19:10 ]
Post subject:  Re: 'Oráðsía í stjórn Mbkí?

Hvað segirðu Sv.H??
Eigum við ekki að fara að gera eitthvað í þessu?

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/