bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Veit einhver hvar Porsche 968 bíllinn er??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5371
Page 1 of 2

Author:  Leikmaður [ Tue 06. Apr 2004 18:44 ]
Post subject:  Veit einhver hvar Porsche 968 bíllinn er??

Veit einhver hvar þessi bíll er niðurkominn í dag, man að hann var til sölu upp á höfða fyrir fáum árum, dökkblár að lit, mjög fallegur bíll!!

PS: þekkir einhver hvernig þessir bílar eru, virkni, bilanatíðni o.fl.??

Author:  bebecar [ Tue 06. Apr 2004 18:54 ]
Post subject:  Re: Veit einhver hvar Porsche 968 bíllinn er??

Leikmaður wrote:
Veit einhver hvar þessi bíll er niðurkominn í dag, man að hann var til sölu upp á höfða fyrir fáum árum, dökkblár að lit, mjög fallegur bíll!!

PS: þekkir einhver hvernig þessir bílar eru, virkni, bilanatíðni o.fl.??


Ég vissi um einn dökkgráan sjálfskiptann...

Þetta eru almennt taldir bestu akstursbílar Porsche, sérstaklega CS útgáfan. Virka VERULEGA vel, bilanatíðni með því allra lægsta.

Author:  iar [ Tue 06. Apr 2004 18:55 ]
Post subject: 

Hefurðu prófað að spyrja íslenska Porsche klúbbinn?

www.porsche-island.is

Author:  fart [ Tue 06. Apr 2004 21:14 ]
Post subject: 

Bílabúð Benna bílasalan, sá hann þar fyrir 2 vikum.

Author:  Spiderman [ Wed 07. Apr 2004 13:08 ]
Post subject: 

Mér sýndist ég mæta honum í gær hér í borginni. Spurðu um hann á Bílfang, hann var þar svo hrikalega lengi, gæti verið að einhver af starfsmönnunum hafi átt hann.

Author:  bebecar [ Wed 07. Apr 2004 13:12 ]
Post subject: 

Spiderman wrote:
Mér sýndist ég mæta honum í gær hér í borginni. Spurðu um hann á Bílfang, hann var þar svo hrikalega lengi, gæti verið að einhver af starfsmönnunum hafi átt hann.


Bíllin sem var hjá Bílfangi var dökkgrár og í eigu Trausta á sölunni.

Fínn bíll fyrir utan það að vera ssk :roll:

Author:  Svezel [ Wed 07. Apr 2004 13:14 ]
Post subject: 

Ha ssk!!!! Var hann ekki bara tiptronic?

968 eru svakalega flottir bílar og þar þykir mér 924/928/944/968 lookið hafa fullkomnast.

Gulur 968 ClubSport og þá erum við að tala saman 8)

Author:  bebecar [ Wed 07. Apr 2004 13:27 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Ha ssk!!!! Var hann ekki bara tiptronic?

968 eru svakalega flottir bílar og þar þykir mér 924/928/944/968 lookið hafa fullkomnast.

Gulur 968 ClubSport og þá erum við að tala saman 8)


Tiptronic jú - það er sjálfskipting með handskipti möguleika. Samt sjálfskiptur er það ekki? :?

968 er HÖRKU græja og HVÍTANN CLUBSPORT fyrir mig takk :lol:
Image

Author:  Svezel [ Wed 07. Apr 2004 13:41 ]
Post subject: 

Já nokkuð til í því, en maður getur samt hringlað aðeins í gírunum. Það munar öllu þótt venuleg bsk. sé auðvitað ideal.

Uss suss suss þessi hvíti er flottur, en ég myndi samt vilja hafa hann gulan sko
Image

Author:  bebecar [ Wed 07. Apr 2004 13:48 ]
Post subject: 

Rauði og svarti eru reyndar líka flottir - þeir eru bara flottir sama hvernig er.

ÉG myndi halda að þetta væri "eðlilegt" næsta skref fyrir þig :wink:

Author:  Svezel [ Wed 07. Apr 2004 14:00 ]
Post subject: 

Þeir virðist "taka" alla liti, á ennþá eftir að sjá ljótan lit á 968.

Vonandi getur maður keypt 968 næst, eða a.m.k. á næstu árum

Author:  Dr. E31 [ Wed 07. Apr 2004 14:38 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
Þeir virðist "taka" alla liti, á ennþá eftir að sjá ljótan lit á 968.

Vonandi getur maður keypt 968 næst, eða a.m.k. á næstu árum


Eða bara líka. :wink:

Author:  Leikmaður [ Wed 07. Apr 2004 15:03 ]
Post subject: 

...þetta eru nefnilega sóðalega falleg kvikindi, en er þessi umræddi grái bíll ekki sá eini hér á landi eða............

Er ekki um að gera að fara að fjölga þeim hérna??

Author:  bebecar [ Wed 07. Apr 2004 15:33 ]
Post subject: 

Leikmaður wrote:
...þetta eru nefnilega sóðalega falleg kvikindi, en er þessi umræddi grái bíll ekki sá eini hér á landi eða............

Er ekki um að gera að fara að fjölga þeim hérna??

Þegar ég fór að rifja upp þá minnir mig að ég hafi séð einn dökkbláan líka... en hann stóð allavega ekki uppí Bílfang. Það var þessi grái.

Author:  Bjarki [ Wed 07. Apr 2004 16:17 ]
Post subject: 

Aðeins út fyrir efnið en þekkir einhver þennan bíl:
http://porsche.runson.com/
Þetta er íslenskt project.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/