bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ný radar/laser tækni? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53690 |
Page 1 of 2 |
Author: | gardara [ Mon 31. Oct 2011 21:50 ] |
Post subject: | Ný radar/laser tækni? |
Getur verið að það sé komin einhver ný radar eða laser tækni til hraðamælinga hjá lögreglunni? Nú var ég stoppaður af lögregluþjóni sem stóð úti í kanti og á að hafa skotið á mig, það sem ég er að furða mig á er af hverju radarvarinn minn hafi ekki vælt á mig... Ekki að ég hefði náð að bremsa hvorteðer en mér þykir þetta bara undarlegt þar sem ég hef nokkrum sinnum fengið laser viðvaranir áður. |
Author: | Alpina [ Mon 31. Oct 2011 22:02 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
![]() ![]() |
Author: | Einarsss [ Mon 31. Oct 2011 22:04 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
![]() |
Author: | sosupabbi [ Mon 31. Oct 2011 22:09 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Ég var sömuleiðis stoppaður fyrir of hraðan akstur af ómerktri lögreglu bifreið sem var lögð á bílastæði með öll ljós slökkt, hvítur subaru jepplingur alveg ómerktur og alveg dautt á honum, er það löglegt eða? ég sem hélt að þeir mættu ekki gera þetta á þessum ómerktu bílum, hvað þá í felum. |
Author: | Kristjan PGT [ Tue 01. Nov 2011 00:22 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Hér er eitthvað... http://www.logreglan.is/upload/files/30-9-2002-1503.pdf 9. gr. 2. mgr. : Heimilt er að nota lögreglubifhjól og ómerktar lögreglubifreiðar við hraðamælingar. |
Author: | saemi [ Tue 01. Nov 2011 00:34 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Nemur radarvarinn þinn líka lazer? Allir nútíma radarvarar hélt ég að væru með öllum lazer böndunum lika... kannski er ekki svo! |
Author: | kelirina [ Tue 01. Nov 2011 00:47 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
gæti verið POP sem er k-band... nánar hér http://www.007radardetectors.com/pop_radar.htm |
Author: | gardara [ Tue 01. Nov 2011 00:49 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
saemi wrote: Nemur radarvarinn þinn líka lazer? Allir nútíma radarvarar hélt ég að væru með öllum lazer böndunum lika... kannski er ekki svo! kelirina wrote: gæti verið POP sem er k-band... nánar hér http://www.007radardetectors.com/pop_radar.htm Jájá hann nemur þetta allt, og það er kveikt á þessu öllu. Er nýbúinn að skipta uppfæra í Beltronics GX-65, frá því að hafa verið með RX-65 í mörg ár.... Er ekki sáttur ef nýja fína græjan er að bregðast mér svona illilega ![]() |
Author: | kelirina [ Tue 01. Nov 2011 01:03 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
það þarf að kveikja á pop í Beltronics gx-65. Virkar fínt hjá mér. |
Author: | gardara [ Tue 01. Nov 2011 03:24 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Já ég kveikti sérstaklega á því, og yfirfór svo allar stillingarnar eftir að ég var stoppaður.. Og það var kveikt á öllu. Getur verið að lögreglan sé að notast við einhverja ágiskunartækni? ![]() |
Author: | Berteh [ Tue 01. Nov 2011 07:45 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Fékstu ekki að sjá töluna á skjánum hjá þeim ? |
Author: | kalli* [ Tue 01. Nov 2011 08:47 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Heyrði að þeir eiga til að hafa ekkert endilega mælirinn alltaf í gang.....Setja í gang, læsa hraða, slökkva. Sá sem að sagði mér þetta var lögreglumaður í mörg mörg ár. |
Author: | gardara [ Tue 01. Nov 2011 12:45 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Berteh wrote: Fékstu ekki að sjá töluna á skjánum hjá þeim ? Nei þeir sögðu mér bara hraðann sem ég var á, fór ekki að spá í þessu fyrren eftirá... Hefði kannski átt að biðja þá um að skjóta á mig aftur til þess að sjá hvort græjan mín virki ![]() kalli* wrote: Heyrði að þeir eiga til að hafa ekkert endilega mælirinn alltaf í gang.....Setja í gang, læsa hraða, slökkva. Sá sem að sagði mér þetta var lögreglumaður í mörg mörg ár. Radarvarinn mundi samt skynja það ef skotið yrði á hann, maður hefur einmitt lent í þessu... Keyrt að lögreglubíl og ekki séð neinn signal fyrr en allt í einu fullan signal þegar maður er kominn alveg upp að bílnum. |
Author: | kalli* [ Tue 01. Nov 2011 14:06 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Stendur ekki einmitt í reglugerðinni að þeir VERÐA að sýna þér hraðann sem þú varst mældur á ? Spurning hvort það sé hægt að nýta það eitthvað. |
Author: | Grétar G. [ Tue 01. Nov 2011 14:32 ] |
Post subject: | Re: Ný radar/laser tækni? |
Fáðu þér lögfræðing |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |