bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Iðnnám
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53580
Page 1 of 4

Author:  Misdo [ Tue 25. Oct 2011 00:42 ]
Post subject:  Iðnnám

Hef verið að spá í að skrá mig í iðnnám eftir áramót það kemur allt til greina svosem nema trésmiðurinn og bifvélavirkinn.
Langar helst að læra eitthvað sem gefur vel að sér og er skemmtileg vinna þar á móti.
Ég er stúdent svo ég myndi sleppa við allt bóklegt sem tengist greininni þannig allt kemur til greina svosem.
semsagt t.d þessar greinar.

Rafvirkji-
Vélvirkji-
vélstjóri- (þarf að melta þetta aðeins með að vera útá sjó enn þetta er mjög vel launað)
stálsmíði-
Reinnismíði-

osfrv.
Hljóta nú að vera eitthverjir snillingar hérna sem eru menntaðir í eitthverjum af þessum greinum hérna sem geta mælt með sinni grein og afhverju.

Author:  sh4rk [ Tue 25. Oct 2011 00:50 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Ég er vélvirki og það er óhætt að segja að þetta sé svolítið vítt svið sem maður er að vinna við, allt frá nýsmíði úr járni og upptektir á stórum Diesel vélum, en það ég hrópa semt ekki húrra fyrir laununum í þessari grein því það er bara borgað sakvæmt samningum sem eru nú ekki háir

Author:  Misdo [ Tue 25. Oct 2011 00:54 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

sh4rk wrote:
Ég er vélvirki og það er óhætt að segja að þetta sé svolítið vítt svið sem maður er að vinna við, allt frá nýsmíði úr járni og upptektir á stórum Diesel vélum, en það ég hrópa semt ekki húrra fyrir laununum í þessari grein því það er bara borgað sakvæmt samningum sem eru nú ekki háir


og ég hélt að það væru svo fáir sem útskrifast sem vélvirkjar að þeir væru á mjög fínum launum.

Author:  sh4rk [ Tue 25. Oct 2011 01:00 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

tökum dæmi þú ert búin að vera með sveinspróf í vélvirkjun í 3 ár og þá er taxtinn 1498 kr á tímann.
Og já að því sem ég veit best þá eru ekki margir að læra þetta kannski vegna þess að þetta er oft á tíðum þannig að þú ert drullugur upp fyrir haus og erfið vinna og þá eru þetta ekkert of góð laun.
Ég var að vinna í Héðinn í hfj og það var bara borgað eftir taxta og flestir sem voru á samning hjá þeim létu sig hverfa um leið og þeir voru komnir með sveinsprófið

Author:  BirkirB [ Tue 25. Oct 2011 03:16 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Ef þú endar í einhverju af þessu, þá mæli ég sterklega með því að skipuleggja allar annirnar fram í tímann. Ég feilaði harkalega á því, kláraði stúdent fyrst eins og þú og fór svo í vélskólann og það er bara búið að vera hell að komast í áfanga.
Annars er vélstjórn sniðugt nám. Endalaust af atvinnumöguleikum bæði á sjó og í landi, hæstu launin í boði af því sem þú telur upp, nokkrir áfangar í viðbót og þú ert orðinn rafvirki og það sama gildir eiginlega með renni- og stálsmíði.

Author:  Misdo [ Tue 25. Oct 2011 10:45 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

BirkirB wrote:
Ef þú endar í einhverju af þessu, þá mæli ég sterklega með því að skipuleggja allar annirnar fram í tímann. Ég feilaði harkalega á því, kláraði stúdent fyrst eins og þú og fór svo í vélskólann og það er bara búið að vera hell að komast í áfanga.
Annars er vélstjórn sniðugt nám. Endalaust af atvinnumöguleikum bæði á sjó og í landi, hæstu launin í boði af því sem þú telur upp, nokkrir áfangar í viðbót og þú ert orðinn rafvirki og það sama gildir eiginlega með renni- og stálsmíði.



já Vélstjórinn heillar mann soldið bróðir minn er vélstjóri og er að vinna útá sjó að vísu og er með mjög góð laun.
Enn held ég fari með rétt að þú verður að fara útá sjó til að klára samningin.
Allavegana þá kemur vélstjórinn mikið til greina útáf atvinnumöguleikunum. Fórst þú í vélstjórann eða ?

Enn hvað áttu við með að skipuleggja annirnar fram í tímann og afhverju var erfitt að komast í áfangana ?

Author:  Eggert [ Tue 25. Oct 2011 11:33 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Misdo wrote:
BirkirB wrote:
Ef þú endar í einhverju af þessu, þá mæli ég sterklega með því að skipuleggja allar annirnar fram í tímann. Ég feilaði harkalega á því, kláraði stúdent fyrst eins og þú og fór svo í vélskólann og það er bara búið að vera hell að komast í áfanga.
Annars er vélstjórn sniðugt nám. Endalaust af atvinnumöguleikum bæði á sjó og í landi, hæstu launin í boði af því sem þú telur upp, nokkrir áfangar í viðbót og þú ert orðinn rafvirki og það sama gildir eiginlega með renni- og stálsmíði.



já Vélstjórinn heillar mann soldið bróðir minn er vélstjóri og er að vinna útá sjó að vísu og er með mjög góð laun.
Enn held ég fari með rétt að þú verður að fara útá sjó til að klára samningin.
Allavegana þá kemur vélstjórinn mikið til greina útáf atvinnumöguleikunum. Fórst þú í vélstjórann eða ?

Enn hvað áttu við með að skipuleggja annirnar fram í tímann og afhverju var erfitt að komast í áfangana ?


Hann meinar örugglega að það séu kannski ekki allir áfangar í náminu í boði allar annirnar, svo þú þyrftir að setjast niður og sjá hvaða áfanga þú þarft að taka, og skipuleggja námið þitt vel svo þú sért ekki að taka þrjá kúrsa á önn og ert heila eilífð að klára þetta.

Ég segi fyrir mitt leyti að þá sá ég alltaf eftir að hafa ekki farið í Vélskólann... hef séð atvinnutækifærin sem vinur minn (sem er útskrifaður þaðan) fær inn hvert af öðru, og hann hefur haft flott laun alla háskólagönguna sína. Þú þarft ekki endilega að fara á sjó til að klára samninginn, þú getur líka klárað það í vélsmiðju held ég örugglega.

Author:  Jón Ragnar [ Tue 25. Oct 2011 11:36 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

En hvað með Tölvunarfræði? :thup:

Author:  Grétar G. [ Tue 25. Oct 2011 12:37 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Vélstjórar vinna ekki bara á sjó !

Myndi halda að meiri hlutinn af þeim séu vinnandi í landi.

Vélstjórinn er hrikalega flott og gott nám uppá áframhaldandi nám eins og tækni eða verkfræði

Author:  Stevens [ Tue 25. Oct 2011 13:30 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Til að fá full réttindi sem vélstjóri þarftu að vera 18 mánuði í smiðju og 18 mánuði sem vélstjóri á sjó. Eða þannig var það allavega, það má vera að það hafi breyst eitthvað.

Og svo er það rétt sem að var sagt hér að ofan. Það er betra að skipuleggja námið vel í vélskólanum, því að það getur verið erfitt að komast í ákveðna áfanga og námið getur þ.a.l. lengst.

Author:  burger [ Tue 25. Oct 2011 13:32 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Ég er að læra vélstjórnina eins og er og það er fínt .

ætlaði að læra bifvélarvirkjann en hætti við það þegar ég var búinn með 1 ár í því . margfalt sniðugra nám !

Author:  Misdo [ Tue 25. Oct 2011 13:38 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

John Rogers wrote:
En hvað með Tölvunarfræði? :thup:



Er í HR núna að læra Tölvunarfræðina og er alveg búinn að átta mig á því að þetta á enganveginn við mig.

Enn já ég sendi póst á þann sem sér um deildina í Vélskólanum og fékk þetta til baka Sæll Stefán, þú sækir um eins og aðrir á menntagatt.is. Þeir áfangar sem þú hefur lokið og eru hluti af vélstjóranáminu verða metnir. Til að fá fyllstu vélstjóraréttindi þarft þú auk vélstjóranámsins að ljúka sveinsprófi í vélvirkjun og öðlast reynslu sem vélstjóri (siglingatíma). Atvinnuhorfur vélstjóra eru mjög góðar og ekki fyrirsjáanlegt að það breytist á næstunni.

þannig þú semsagt tekur sveinspróf í vélvirkjun og tekur eitthverja mánuði útá sjó.

Allavegana þegar maður horfir á bróðir sinn jújú hann er fáranlega mikið útá sjó og missir af mörgu hér í bænum enn er það ekki þess virði fyrir sirka 2- 3 milljónir á mánuði ég bara spyr.

Veit að þú ert ekki alveg með svona góð laun þegar þú ert að vinna í landi enn getur samt sem áður haft það mjög gott.

Author:  siggir [ Tue 25. Oct 2011 14:26 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Vélstjórn, ekki spurning. Þú sleppur reyndar alls ekki við bóklegar greinar en þær snúast allar um vélar og rafmagn o.þ.h. Svo vinna vélstjórar ekki bara á sjó, þeir eru nánast allsstaðar þar sem er einhvers konar vélbúnaður; virkjanir, verksmiðjur, vatnsveitur o.s.frv.
Þá þarftu ekki að bæta miklu við þig í skóla til að ná þér í sveinspróf í greinunum sem þú nefnir.

Author:  BirkirB [ Tue 25. Oct 2011 15:01 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Eggert wrote:
Misdo wrote:
BirkirB wrote:
Ef þú endar í einhverju af þessu, þá mæli ég sterklega með því að skipuleggja allar annirnar fram í tímann. Ég feilaði harkalega á því, kláraði stúdent fyrst eins og þú og fór svo í vélskólann og það er bara búið að vera hell að komast í áfanga.
Annars er vélstjórn sniðugt nám. Endalaust af atvinnumöguleikum bæði á sjó og í landi, hæstu launin í boði af því sem þú telur upp, nokkrir áfangar í viðbót og þú ert orðinn rafvirki og það sama gildir eiginlega með renni- og stálsmíði.



já Vélstjórinn heillar mann soldið bróðir minn er vélstjóri og er að vinna útá sjó að vísu og er með mjög góð laun.
Enn held ég fari með rétt að þú verður að fara útá sjó til að klára samningin.
Allavegana þá kemur vélstjórinn mikið til greina útáf atvinnumöguleikunum. Fórst þú í vélstjórann eða ?

Enn hvað áttu við með að skipuleggja annirnar fram í tímann og afhverju var erfitt að komast í áfangana ?


Hann meinar örugglega að það séu kannski ekki allir áfangar í náminu í boði allar annirnar, svo þú þyrftir að setjast niður og sjá hvaða áfanga þú þarft að taka, og skipuleggja námið þitt vel svo þú sért ekki að taka þrjá kúrsa á önn og ert heila eilífð að klára þetta.

Ég segi fyrir mitt leyti að þá sá ég alltaf eftir að hafa ekki farið í Vélskólann... hef séð atvinnutækifærin sem vinur minn (sem er útskrifaður þaðan) fær inn hvert af öðru, og hann hefur haft flott laun alla háskólagönguna sína. Þú þarft ekki endilega að fara á sjó til að klára samninginn, þú getur líka klárað það í vélsmiðju held ég örugglega.


:thup: Er núna í 17 einingum og með ömurlega stundarskrá því ég var ekki nógu frekur...
Minnir að ég hafi fengið 60 einingar metnar af 150 sem ég kláraði í framhaldsskóla og þetta nám er 210 einingar ca.
Og er siglingatíminn ekki orðinn miklu lengri en 18 mánuðir?

Author:  Rafnars [ Tue 25. Oct 2011 15:06 ]
Post subject:  Re: Iðnnám

Vélstjórn. Klárlega!

Getur lesið þér eitthvað til um þetta hér
http://www.tskoli.is/skolar/veltaekniskolinn/

Annars mæli ég með því að þú setjir þig í samband við hann Egil skólastjóra (upplýsingar um hann neðar á síðunni) og skoðir hvernig fyrrverandi nám yrði metið, hve mikið þú viljir læra og svo framvegis.

Fátt sem stoppar vélstjórana af 8)

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/