Misdo wrote:
BirkirB wrote:
Ef þú endar í einhverju af þessu, þá mæli ég sterklega með því að skipuleggja allar annirnar fram í tímann. Ég feilaði harkalega á því, kláraði stúdent fyrst eins og þú og fór svo í vélskólann og það er bara búið að vera hell að komast í áfanga.
Annars er vélstjórn sniðugt nám. Endalaust af atvinnumöguleikum bæði á sjó og í landi, hæstu launin í boði af því sem þú telur upp, nokkrir áfangar í viðbót og þú ert orðinn rafvirki og það sama gildir eiginlega með renni- og stálsmíði.
já Vélstjórinn heillar mann soldið bróðir minn er vélstjóri og er að vinna útá sjó að vísu og er með mjög góð laun.
Enn held ég fari með rétt að þú verður að fara útá sjó til að klára samningin.
Allavegana þá kemur vélstjórinn mikið til greina útáf atvinnumöguleikunum. Fórst þú í vélstjórann eða ?
Enn hvað áttu við með að skipuleggja annirnar fram í tímann og afhverju var erfitt að komast í áfangana ?
Hann meinar örugglega að það séu kannski ekki allir áfangar í náminu í boði allar annirnar, svo þú þyrftir að setjast niður og sjá hvaða áfanga þú þarft að taka, og skipuleggja námið þitt vel svo þú sért ekki að taka þrjá kúrsa á önn og ert heila eilífð að klára þetta.
Ég segi fyrir mitt leyti að þá sá ég alltaf eftir að hafa ekki farið í Vélskólann... hef séð atvinnutækifærin sem vinur minn (sem er útskrifaður þaðan) fær inn hvert af öðru, og hann hefur haft flott laun alla háskólagönguna sína. Þú þarft ekki endilega að fara á sjó til að klára samninginn, þú getur líka klárað það í vélsmiðju held ég örugglega.