bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Suðuvinna
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53412
Page 1 of 1

Author:  gardara [ Fri 14. Oct 2011 12:50 ]
Post subject:  Suðuvinna

Sælir kraftsmenn/konur.

Mig langar til þess að fara að æfa mig aðeins í suðuvinnu. Maður snerti þetta aðeins á sínum tíma í grunnskóla, en er annars alveg reynslulaus.

Ég veit að það eru til alls kyns týpur af þessum græjum, tig og mig og hvað þetta allt saman heitir.
Er bæði að spá í ryðviðgerðum á body, ásamt almennri stál suðu í pústi osfrv.

Hvað a græjur væri best fyrir mig að hafa?

Author:  BirkirB [ Fri 14. Oct 2011 14:52 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Fara á suðunámskeið hjá tækniskólanumog læra þetta almennilega?

Fá lánaða migmag einhversstaðar? Notar væntanlega ekki pinna til að sjóða í boddý? og kannski frekar dýrt að kaupa mig/mag vél...

Kaupa transa sem er hægt að nota í tig líka?

Author:  gardara [ Fri 14. Oct 2011 16:22 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

BirkirB wrote:
Fara á suðunámskeið hjá tækniskólanumog læra þetta almennilega?

Fá lánaða migmag einhversstaðar? Notar væntanlega ekki pinna til að sjóða í boddý? og kannski frekar dýrt að kaupa mig/mag vél...

Kaupa transa sem er hægt að nota í tig líka?



Suðunámskeið væri náttúrulega langsniðugast, en það er ekkert gífurlega mikill tími fyrir slíkt þegar maður er í 100% námi og 100% vinnu :lol: Hafði hugsað mér að fikta eitthvað við þetta um helgar og sjá hvort það væri hægt að ná einhverri æfingu með þetta sjálflært.

Hver er munurinn á migmag og tig? Er hægt að fá vél sem gerir bæði?

Author:  BirkirB [ Fri 14. Oct 2011 16:36 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Alltaf best að læra grunninn og hafa hann réttann, eins og að spila á hljóðfæri...en svo eru líka margir mjög góðir sem eru sjálflærðir.
Örugglega til vélar fyrir bæði tig og mig en þær kosta líklega helling.
info um mig/mag og tig o.fl. þarna :arrow: http://www.aga.is/international/web/lg/is/like35agais.nsf/docbyalias/mig_mag_welding

Author:  gardara [ Fri 14. Oct 2011 16:57 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Ég skil, þannig að TIG er fyrir grófari hluti, svosem púst og mig/mag fyrir fínni hluti eins og body.

Ég ætla að hella mér á ebay og sjá hvort ég geti ekki fundið einhverja flotta græju :)

Author:  birkire [ Fri 14. Oct 2011 17:02 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Verða sér út um góða MIG vél, tig er aðallega notað í ryðfrítt og ál og svipr meira til logsuðu þar sem þú býrð til poll og potar í hann fylliefni. Hver sem er getur lært að búa til ágætar mig suður.. gætir keypt þér kennslubók í Hlífðargassuðu í Iðnú brautarholti ef þú kemst ekki á námskeið, ágætis leið til að læra grunninn DO's and Dont's. Finna bara forums, kíkja á youtube eða torrenta kennsluvideo

TIG er meira fyrir fínni hluti, enda hægt að búa til mun fínni suður og hafa miklu meiri stjórn á öllu, en mig er soddan ruddi

Author:  Axel Jóhann [ Fri 14. Oct 2011 17:03 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

TIG er fínni suða,oftast notað rústfrítt. MIG er besta overall, virkar á allt. Hentar sérstaklega vel í púst og boddý :)

Helv. hann Birkir skaut sér þarna inna á milli. :mrgreen:

Author:  tinni77 [ Fri 14. Oct 2011 17:17 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Vita basic hluti, svo sem stilla vírhraða og spennu/straum, annars er suða bara æfing...

Myndi kaupa stóra plötu af 0.8-1 mm efni, klippa niður og sjóða tvær og tvær plötur saman í æfingu :thup:

Author:  bimmer [ Fri 14. Oct 2011 17:23 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

http://www.hobartwelders.com/elearning/

Ég á svo einhversstaðar kennsluvideo sem ég náði í á torrent, get fundið
það þegar ég verð kominn aftur á klakann eftir helgi.

Author:  gardara [ Fri 14. Oct 2011 17:27 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Hvernig er þessi græja? Eitthvað sem maður á að vera að spá í?

https://bland.is/messageboard/messagebo ... #m25937554

Author:  Axel Jóhann [ Fri 14. Oct 2011 17:44 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

þettae rfínt

Author:  BirkirB [ Fri 14. Oct 2011 17:45 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Örugglega geggjað að eiga svona í skúrnum!

btw mæli með þessari bók sem Birkir talar um...mjög sniðug

Author:  sh4rk [ Fri 14. Oct 2011 21:53 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

Ef þú færð þér spólu vél þeas Mig Mag vél þá er best að vera með 0.6 mm vír því það þarf ekki mikinn hita til að kveikja í honum og þarf af leiðandi síður að þú bræðir ig í gegnum blikkið í bílnum eða pústinu

Author:  Joibs [ Sat 15. Oct 2011 00:41 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

tinni77 wrote:
Vita basic hluti, svo sem stilla vírhraða og spennu/straum, annars er suða bara æfing...

Myndi kaupa stóra plötu af 0.8-1 mm efni, klippa niður og sjóða tvær og tvær plötur saman í æfingu :thup:

er akkurat búinn að verað læra á mig suðu núna og við birjuðum á 1mm efni en fórum síðan í 0.8mm þar sem það er þigtin á flestum boddy hlutum þannig mæli frekar með 0,8

en helsta sem þú þarft að læra er að stilla amperinn (sem stírir því hversu mikið efnið hitnar) þannig að efnið nái sem mestri bindingu og bráðni nóguð vel saman

hraði á hreifinguni þannig það koma ekki göt eða suðan verði ójöfn

og passa sig vel á hversu þikk suðan er og að hún sé ekki alltof há
t.d. ef suðan væri lóðrétt ætti hún frekar að ligja svona " l) " á efninu heldur en svona " Þ " ef þú fattar mig :lol:

Author:  burger [ Sat 15. Oct 2011 03:26 ]
Post subject:  Re: Suðuvinna

mjög flott vél sem er þarna til sölu :thup: nýleg (minni en þær gömlu)

mig/mag er langsniðagst !og easy að læra hana vel :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/