bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 21:12

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sun 09. Oct 2011 00:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Heilir og sælir ,, spjallverjar , nær og fjær

langaði að segja smá sögu af einhverjum merkilegasta Mercedes Benz bíl stríðsáranna ,, og jafnvel fyrr og síðar,

Bifreiðin er Mercedes Benz AKTION P 408377

Árið 1942 27. mai var Reynard Heydrich veginn úr launsátri á leið til skrifstofu sinnar í Prag með skelfilegum afleiðingum fyrir Tékknesku þjóðina . Í kjölfar þessarar atburðar fyrirskipaði Adolf Hitler Daimler verksmiðjunum að búa til 20 stk. af lokuðum MB 540K nefndir AKTION P (panzer) fyrir æðstu og ráðamestu menn þjóðarinnar.. 35 mm brynvörn 30 mm gler osfrv, i lok stríðsins gufuðu þessar bifreiðar upp,, eða var hent sem NAZI drasl osfrv,, í dag nær sex áratugum síðar, eru eldri og sjaldgæfir bílar frá þessum árum , tug milljón króna virði , ef ekki meir. Ef menn hafa séð Schindlers List myndina eftir Steven Spielberg má sjá svona bifreið bregða fyrir , í ekkert merkilegu ástandi,, en um miðjan 20. áratuginn var þessi bifreið metin á ekki undir 20.000.000$,,,, sem er þokkalegur slatti af klinki!!!

50 árum síðar,, 1992 var maður , er nefndur er Peter the Swede staddur í Lettlandi, þessi náungi var annálaður fyrir traustvekjandi framkomu og lífsreyndur mjög, braskari og allt muligt mann,svo ekki sé meira sagt, hann endaði einn dag á því að detta í það með heimamönnum og sofnaði svo í sófanum að lokinni veislu. þessi ótrúlegi heimshornaflakkari fann þennann OFUR sjaldgæfa bíl, og átti þátt í að 3 Amerikanar duttu í lukkupottinn svo ekki sé meira sagt, bíllinn var í 2 húsum og 4 hlöðum svo sagt sé rétt og satt frá.

Um sumarið 1992 , voru menn að komast að því að eftir fall Sovétríkjanna , þá voru til leiðir að ná í sjaldgæf farartæki á góðum verðum, en varlega þyrfti að fara vegna þess að mafían var orðin gríðarlega öflug og myndi ekki leyfa einhver reyfarakaup , án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð, COLLECTORS CAR markaðurinn hríðféll 1990 og voru menn í óða önn að sækjast eftir nýjum miðum. Þrír kanar ,, Dick Fritz (( fyrrum FERRARI dealer og mega bílabraskari)) Mr. Brewster sem var vel efnaður fjárhagslega og Rich Reuter fóru til Moskvu að hitta 2 Ameríkana sem voru í braski á þessum slóðum og reyndust svo síðar meir vera algerir hálfvitar, voru búnir að segjast áður að þeir væru með MB 540K MB roadster og Horsch,, en
ferðin reyndist vera hálf endasleppt vegna þess að bílarnir voru SELDIR þegar þeir mættu á svæðið,, en þeir keyptu þó 3 mótorhjól .. Harley úr stríðinu,, Matchless og Indian,, 2500 $ sem þeir gáfu fyrir þetta, en mesti tíminn fór í að skoða endemis stríðsdrasl osfrv.. sem var einskis virði,, náðu þó að kynnast allskonar kontakt aðilum sem átti síðar meir eftir að verða gjöfult, Endalausar sögur voru á þá leið að ,, sko systir mín þekkir konu sem á bróðir ,, hann á vin og frændi hans á afa sem á mjög sjaldgæfann bla bla bla ,,,, tómt bull frá a-z.
Ákváðu þeir að fara til Skt.Pétursborgar einn daginn, en á hótelinu beið eftir þeim maður sem sagðist heita Stash, og gæti selt þeim 540K ,, roadster og Horsch ,,,,,,,, haaaa sögðu þeir,
þetta hljómar kunnuglega,, fóru á svæðið og skoðuðu og kom í ljós að þetta voru NÁKVÆMLEGA þeir bílar er þeir ætluðu að kaupa , en eigandinn var svo stoltur af bílunum að ekki kom til greina að selja,, þetta var bara SHOW and no GO,, þeir voru 3 daga í viðbót ,, allt í allt 10 daga og öfluðu sér frekari tengsla og héldu svo heim til USA.
Er heim kom voru menn frekar fúlir en voru þó á því að nú hlyti að bíta á færið á næstunni.
Fritz var alveg harður á því að það væru fullt af bílum sem BIÐU eftir þeim.
Í Júlí hringir síminn hjá Fritz og kona frá Hemmings Motor News ( en þeir höfðu sett in auglýsingu og óskað eftir gömlum Benzum) tjáir honum að náungi frá Litháen hafi hringt og sagst vera með Mercedes Benz 540K,,,, ok hvernig 540K spurði Fritz,, hann er skotheldur sagði hann segir konan,,,, shiiitt hjartað í Fritz tók kipp ,, var virkilega möguleiki á að annar Brynvarinn 540K væri til
Tappinn frá Litháen reyndist vera Peter the Swede ,, eftir eitthvað þras og mas er menn fóru að spyrja ALVÖRU spurninga fengu þeir nr 408377 uppgefið ,, þeir voru skíthræddir að hann væri að lesa einhverja AQ grein og spurðu hann út í allskonar tæknileg atriði sem hann ætti ekki fyrir nokkurn mun að hafa glóru af vitneskju um.. Hey you come over and i show it to you .
menn trúðu varla eiginn eyrum og dönsuðu stríðdans í takt við gargandi gleðióp, þetta var of gott til að vera satt.
Fjórum vikum eftir fyrsta túrinn .. the three amigos voru BACK in the USSR.
Er þeir lentu kíktu þeir á frægann STALIN bíl og fengu túlk til að vera samningsmann fyrir þeirra hönd,, Fritz spurði .. how much,, svarið var 2.000.000$ Fritz svaraði að slíkt væri út í hött
kom þá gagntilboð frá Rússanum upp á 250.000$..... sæælll þetta er alvöru samningsmaður sagði Fritz þá.
((ath ekki kemur fram hvort að þessi bifreið hafi verið keypt eður ei))

Eftir langt ferðalag frá Moskvu með lest í 16 tíma .. án vatns og matar hitta þeir Peter the Swede,, við annann mann Milan að nafni og óku svo eitthvað út í buskann,, á leiðinni var Peter spurður hvort hann hefði séð bílinn,, nei en Milan sá bílinn fyrir 12 eða 13 árum síðar,, félagarnir urðu sem þrumu lostnir og hreinlega agndofa yfir þessari ísköldu frétt, Þeir komu loks að bæjar ræksni með byggingum í vægast sagt skuggalega döpru ásigkomulagi, og var bent af húsfeyjunni á kofaræksni sem átti að vera í hlöðulíki en var meira rústir en hlaða, menn voru ekki á því að þetta gæti átt sér stað svona endemis þvæla ,, alla leið frá USA og hafðir að fíflum,, menn rýndu í gegnum fúnar fjalir en sáu ekkert og fýlan svoleiðis lak af þeim, en Peter the Swede klifraði yfir haug af drasli og var eitthvað að grúska þarna í rökkrinu .. og kallaði HO HO HO,,,,, hér er bíll ,, þeir þusti inn klifruðu yfir drasl og dót og sáu úr fjarska að þetta var allavega boddý sem gæti átt við 540K ,,og hann var úr áli er þeir fóru að skoða betur ,, menn voru gjörsamlega að missa sig og á videotape sem ku vera til er varla hægt að heyra menn segja rétt frá sökum mikillar geðshræringar,, Bíllinn var í afleitu ástandi .. engin innrétting.. vélarlaus osfrv,, en það sem skipti mestu máli var MATCING nr sem var til í heimildarskrám frá Daimler Benz
BINGO540K fjórir.. núll,, átta,,þrír ,, sjö,,sjö,,,,,, 408377 JÚHÚÚÚ........ þetta var einn af þessum Mega sjaldgæfu 20 brynvörðu 540K sem búnir voru til og hér stóðu þeir fyrir framan einn sjaldgæfasta og merkilegasta MB í heiminum,, ((BARA í LAGI)) en það sem gerir þennann bíl merkilegann er að hann er búinn til 1939 fyrir Kanslara embættið ,, Martin Borman sagði í dagbók sinni að Eva Braun hefði tekið ,, courier car ,, frá embættinu til sprengjubyrgisins nokkrum dögum áður en hún átti að hafa framið sjálfsvíg,sagan um þann bíl er á huldu, en sterkar líkur eru að þetta gæti verið sú bifreið
Er menn voru búnir að jafna sig á þessum merkisfundi var ákveðið að hafa uppi á eigandanum er nefndur er Z,, sá fýr bjó í klukkutíma fjarlægð,, og var bifvélavirki sem ,, átti að vera í 9 tegundum af vinnu til að geta framfleytt sér og sínum,, Milan er sendur til að spjalla við gæjann en kom að vörmu spori til baka og sagði að bíllinn væri ekki falur ,, þótt allt fé heimsins væri í boði ...... BASTA (( Síðar kom í ljós að Z var skíthræddur um að KGB eða mafían kæmist á snoðir um bílinn)) Menn voru vægast sagt í áfalli yfir þessari neitun og hugsuðu með sér að hugsanlega vissi Z meira um bílinn og hvers virði hann væri ,, en þeir héldu. Menn yfirgáfu sveitina og héldu til Moskvu ,, og höfðu samband viku seinna en Z vildi alls ekki selja. Fritz var í öngum sínum og sagði að hann hafði fundið nál í heystakk en hún væri svo ekki föl eftir allt saman ,, þvílík vonbrigði. Pökkuðu menn svo saman og flugu heim til USA,, reglulega ,,eða með viku millibili var hringt í Z en hann ófáanlegur til að selja,, í millitíðinnisagði Peter the Swede að þeir gætu flut bíla til BALTIC,, þeir sendu Dodge caracan,, JEEP og 85 model af Mercedes 230E combi sem fékkst ekki skráður í USA ((líklega EU bíll)),, þeir hömruðu á Peter með Z en hann var eins og fyrr ,, Auto nav pārdošanā.
Í September hringir Peter the Swede og tilkynnir þeim að Z sé líklega að guggna, þeir fljúga um hæl til Lettlands, og hitta Z, þeir vissu að hann ætti dóttir ,, sem þeir héldu að væri 9 ára og hugsuðu sér að Barbie dót og ferð til Disney-Land myndi leysa málið ,, nei nei pían var sextán ára ,ljón vel gefin ,, og allskonar meldingar voru gefnar en enn og aftur sagði Z ,, njet:

Þeir gáfust upp,, og flugu heim .
í ljós kom að mærin að tarna,, dóttir Z var hörku námshestur ,, og hvernig framtíð sæi hún fyrir sér í þessu guðs volaða landi!!
Hmmm hvernig væri að bjóða henni Námsdvöl í USA,, pabbinn fær Station benzann og pening ,, málið dautt. Þetta leystist að lokum með heljarinnar krókaleiðum , og þá var málið hvernig takast ætti að koma fjárans bílnum úr landi?? Þetta varð að vera 100% löglegt ,, að Z væri eigandinn stimplað frá honum ,, Tollskjöl frá Lettlandi ,,osfrv gera bílinn klárann til að hægt væri að skrá bílinn í USA. Þeir komust í samband við mann nefndann Laszlo,, er var Flugumferðarstjóri á nálægum flugvelli,, hann gat græjað ALLT sem menn vildu .. þekkti opinberann Tollvörð sem gat stimplað ALLT fyrir þóknun osfrv.. OK en flugvélar geturðu reddað þeim,, ekki málið ,,,,,,,, en þær mega ekki fara út úr landinu, þetta var ekki góð frétt en Laszlo kom með tilgátu um að þeir leigðu sér tvær flugvélar frá Helsinki og hann myndi opna flugvöllinn fyrir þá .. og þetta væri eflaust besta leiðin, sem svo reyndist. Mark túlkurinn þeirra hringdi til Finlands og leigði tvær vélar ,, en aðalmálið var að þær voru ekkert sérlega stórar, menn voru orðnir drullu stressaðir yfir að ALLIR í Lettlandi vissu um hina RÍKU þrjá kana sem voru að læðupúkast um allt og falast eftir skrítnum bílum, Áætlunin var að nota eina helgina til að safna öllum hlutum úr bílnum saman á einn stað og kl.14.30 á mánudeginum leggja af stað með góssið á leigðum trukk ,, lesta vélarnar sem myndu bíða á flugvellinum er var í 3 tíma fjarlægð, og fljúga í burtu í skjóli myrkurs. Á sunnudeginum Fritz fór með hraðferju til Helsinki og borgaði feitu summuna fyrir leiguna á vélunum ,, og kom með áætlunarflugi mánudagsmorgunn til baka.
Á leiðinni út á flugvöll sprakk á bílnum og öll hugsanleg töf varð að veruleika svo Murphys law voru í essinu sínu, Þeir hittu Laszlo á flugvellinum og finnsku flugmennina sem töluðu ensku .. YOIUR R LEIT,, we have a problem Fritz hugsaði með sér hvað gat virkilega ekki komið upp á svo þeir kæmust ALLS ekki af stað,, jú við erum bara með flugheimild í Rússnesku lofthelginni til 23.30,, laszlo og Tollvörðurinn stimpluðu alla pappíra og menn fóru í gang með að hlaða góssinu um borð .. kl 23.15 var allt klárt og á videotape sést hvar Brewster opnar bjórflösku réttir Finnska flugstjóranum flöskuna sem tekur gúlsopa og segir: this tastes really good
vélin fór í loftið og þeir lentu heilu og höldnu í Helsinki.. daginn eftir borguðu þeir 7000$ til Finnish Air sem fraktaði góssið og þá þrjá til JFK í New York með 747 breiðþotu.

ENDIR..............


EFTIRMÁLI,, þessi grein birtist í heild sinni í októberhefti Car and Driver 1996,, og var notuð með leyfir ritsjórnarinnar í bókina sem greinin er þýdd úr.

ATH .. grein þessi er þýdd og endursögð af mér sjálfum í styttri útfærslu úr bókinni HEMI in the Barn eftir Tom Cotter.. hann er einnig höfundur Cobra in the Barn

http://www.amazon.com/Hemi-Barn-Stories ... 0760327211
http://www.cobrainthebarn.com/
og gaf hann mér góðfúslegt leyfi til að endursegja ALLAR sögurnar úr bókinni ef ég vildi fyrir hina Íslenzku vini mína, eins og hann orðaði það (( hehe)) gegn því skilyrði að ég tæki enga greiðslu fyrir.

PS,, eftirmáli II eins og sjá má í þessum link þá er að sjá að þessi bíll sé algerlega hulin ráðgáta.. og ef þið kíkið á neðri fyrirspurnina ..þeas þá fyrri 1#,, þá sjáið þið hvað ég á við
http://www.prewarcar.com/magazine/quiz- ... 02840.html

Góðar stundir

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Oct 2011 10:40 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 29. Dec 2008 10:17
Posts: 270
Location: Garðabær
Gaman að þessu :thup:

_________________
Benedikt Hans Rúnarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Oct 2011 12:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 27. Apr 2009 17:50
Posts: 2829
Location: Elskum þessar mellur
Skemmtileg lesning. :thup:

_________________
Image

Ágúst ingi S:823-7971

1992 E36 325i :S


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 10. Oct 2011 12:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Hafði mig loks í að lesa þetta.

Rosalega skemmtileg frásögn hjá þér Sveinbjörn,

Meira svona ef vilji og tími er til :thup:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 15. Oct 2011 18:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Myndir af svona bíl ...

Image

Schindlers List bíllinn

Image

Image


30mm GLER
Image

Image

Image

Image

Image

Image

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 5 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group