bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smáviðgerðir á non-BMW
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53236
Page 1 of 1

Author:  thisman [ Tue 04. Oct 2011 13:38 ]
Post subject:  Smáviðgerðir á non-BMW

Hvert hafa menn verið að fara með non-BMW í smádútl án þess að þurfa að panta tíma með mánaðar fyrirvara? Kærastan fékk þennan "fína" græna miða þar sem handbremsan grípur illa á annað hjólið. Hef sjálfur lítið notað annað en umboð/Eðalbíla síðustu ár þannig ég er ekki alveg inni í þessu.

Author:  thisman [ Tue 04. Oct 2011 13:44 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Já þetta ku vera Honda Jazz ef það skiptir einhverju..

Author:  Jónas [ Tue 04. Oct 2011 14:57 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Þessir fá +1 frá mér

http://bilahlutir.com/

Author:  Aron Andrew [ Tue 04. Oct 2011 22:53 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Bernhard eru góðir í Jazz :wink:

Author:  IngóJP [ Wed 05. Oct 2011 01:17 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Bílaviðgerðir Viðarhöfða 6 517 4524

Hafa reynst mér vel ódýr og góð þjónusta

Author:  gardara [ Wed 05. Oct 2011 03:27 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Það ætti nú ekki að vera erfitt að strekkja aðeins á handbremsunni sjálfur :shock:

Author:  birkire [ Wed 05. Oct 2011 03:31 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

gardara wrote:
Það ætti nú ekki að vera erfitt að strekkja aðeins á handbremsunni sjálfur :shock:


Eg veit ekki hvort það sé algilt að Jazz sé á diskum að aftan en þeir sem eru með diska eru með handbremsubúnaðinn
í afturdælunni sjálfri, bara leiðinlegt system þegar það bilar.

Author:  Sezar [ Wed 05. Oct 2011 09:37 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Talaðu við Axel Jóhann hérna á spjallinu.
Mæli með kauða :thup:

Author:  Aron Andrew [ Wed 05. Oct 2011 10:44 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Líklegast er að klossarnir séu bara fastir, þeas ef hann er með klossa að aftan. Dælurnar hafa lítið verið að klikka...

Author:  Axel Jóhann [ Wed 05. Oct 2011 12:13 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Skal kíkja á þetta, 695-7205 :thup:

Author:  thisman [ Wed 12. Oct 2011 09:52 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

Þakka stórgóð viðbrögð! Var búinn að steingleyma þessu satt best að segja - held að frúin hafi reddað þessu sjálf. :oops:

Author:  HAMAR [ Wed 12. Oct 2011 11:11 ]
Post subject:  Re: Smáviðgerðir á non-BMW

thisman wrote:
Þakka stórgóð viðbrögð! Var búinn að steingleyma þessu satt best að segja - held að frúin hafi reddað þessu sjálf. :oops:


Það er greinilegt hver er karlmaðurinn á heimilinu :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/