bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Reiðhjólanördar bmw krafts https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53155 |
Page 1 of 29 |
Author: | íbbi_ [ Thu 29. Sep 2011 09:46 ] |
Post subject: | Reiðhjólanördar bmw krafts |
það hefur sést að við erum nú nokkrir hérna, og mér datt í hug hvort það væri ekki málið að hafa þráð þar sem við getum miðlað smá info-i, eins og t.d skemmtilegum leiðum, varahlutainfo og flr mín reglulega rútína byrjar efst i breiðhollti um 7 leytið á morgnana, renni þá 4km í vinnuna(árb) svo eftir vinnu brenni ég þaðan uppí spöng og þaðan aftur í breiðholltið, samtals um 16k er á dakota dxc race fjallahjóli,og kýs persónulega fjallahjol ![]() ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 29. Sep 2011 10:51 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Geðveikt hjól, langar í nýtt hjól núna og mun kaupa næsta vor, helst racer samt ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 29. Sep 2011 12:30 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Ég á 3hjól í dag, Trek 1.5 Racer, Gary Fisher Kaitai hybrid/dual sport á semi götudekkjum og Wheeler Eagle40 fjallahjól. Er að hóla svona 20-30km á dag í/úr vinnu/skóla og svo eitthvað um helgar þegar ég er í stuði. Hjólaði Tour de Hvolsvöll í sumar (110km) sem var þræl gaman og er skráður í Vätterundan (300km) á næsta ári. Eg myndi fá mér smellu pedala og skó ef þú ert ekki búinn að því, það er svo miklu skemmtilegra að hjóla í alvöru hjólaskóm með læsingum. edit: Já og flott hjól, XT skiptar, vökvabremsur og smá carbon. BARA í lagi |
Author: | gjonsson [ Thu 29. Sep 2011 13:28 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Ég ætla að vera með... Á fjögur hjól í dag eins og staðan er í dag. Specialized Roubaix (2010) Carbon Fiber racer. Trek 6500 (2007) ætla að losa mig við þetta og fá mér full suspension fyrir næsta sumar. Trek 800 (1992) breytti því í single speed hjól og nota það sem hversdagshjól. Trek 930 (1999) búið að fara í gegnum miklar breytingar og er núna touring hjól. Hjóla mest mér til skemmtunar. Hjólaði t.d. Reykjavík - Egilsstaði fyrr í haust. Svo hef ég verið að hjóla eitthvað í grennd við borgina bæði á racer og fjallahjóli. Mætti samt gera meira af þessu. |
Author: | gunnar [ Thu 29. Sep 2011 14:49 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Hvernig hjólum mæla menn samt með fyrir þá sem eru slæmir í baki? Þarf ekki að vera frekar hátt stýri á slíkum hjólum og maður nái að vera sæmilega beinn í baki? |
Author: | gardara [ Thu 29. Sep 2011 14:57 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
gunnar wrote: Hvernig hjólum mæla menn samt með fyrir þá sem eru slæmir í baki? Þarf ekki að vera frekar hátt stýri á slíkum hjólum og maður nái að vera sæmilega beinn í baki? |
Author: | Einarsss [ Thu 29. Sep 2011 15:04 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
![]() |
Author: | gunnar [ Thu 29. Sep 2011 15:07 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Já spurning hvort Garðar hafi neglt þetta? |
Author: | íbbi_ [ Thu 29. Sep 2011 15:35 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Svezel wrote: Eg myndi fá mér smellu pedala og skó ef þú ert ekki búinn að því, það er svo miklu skemmtilegra að hjóla í alvöru hjólaskóm með læsingum. edit: Já og flott hjól, XT skiptar, vökvabremsur og smá carbon. BARA í lagi takk fyrir það! það komu shimano smellupedalar á hjólinu orginal en ég henti þessum á þangað til ég fæ mér skó, næst á dagskrá er eitthvað hlýtt fyrir veturinn er alveg hrikalega ánægður með hjólið, það er alveg fáránlega gaman að hjóla á því og virkilega vel búið, skiptarnir skipta alveg þvílíkt hratt og það kemur ekkert hik þegar maður skiptir upp/niður þegar maður er t.d að hjóla upp brekku, það er svo deore höbbar, diore 5xx bremsur, recon race loftdempari, stillanlegur á alla vegu og með motion control þ.e.a.s hann læsir sér sjálfur þegar maður t.d situr og er á malbiki, en dempar svo þegar það kemur e-h áhveðið álag, heyrist alltaf í honum eins og blow off ventli þegar maður þrumar framm af gangstétt t.d stellið er úr kinesis superligth, triple butted og með carbon "seatstay" ![]() já mér er farið að langa dáldið að prufa keppni, hef jafnvel hug á því næsta sumar, þá verð ég vonandi í formi fyrir það |
Author: | Aron Andrew [ Thu 29. Sep 2011 17:27 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Ég er á Trek 4300 fjallahjóli, er reyndar búinn að vera svoldið latur við að hjóla uppá síðkastið, en hjólaði alltaf úr Grafarholtinu og í vinnuna, ca 10 km, og svo auðvitað heim aftur, og oft með 30-40 km útúrdúrum. Tók þátt í Bláa lóns þrautinni og Vesturgötunni í sumar, Vesturgatan var alveg 10x skemmtilegri en Bláa lónið! Langar í nýtt hjól fyrir næsta sumar samt, mitt er aðeins orðið lúið, búinn að eiga það síðan 2003 ![]() Eina myndin sem ég á af hjólinu held ég ![]() |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 29. Sep 2011 18:23 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Vangefið lið maður. ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 29. Sep 2011 19:14 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
gunnar wrote: Hvernig hjólum mæla menn samt með fyrir þá sem eru slæmir í baki? Þarf ekki að vera frekar hátt stýri á slíkum hjólum og maður nái að vera sæmilega beinn í baki? Konan mín er með örorku í baki og það hentar henni betur að hjóla á t.d. gary fisher hjólinu mínu en á hjólinu sínu sem er með frekar háu stýri. Svo fyrir utan það hvað það er ömurlega leiðilegt að hjóla á hjóli með hátt stýri, það er bara þungt og fúlt. Annars er Hjólasprettur í Hafnarfirði að flytja og þeir ætla að hafa 30% afslátt af öllu á laugardaginn ef einhvern vantar eitthvað hjóladót. |
Author: | íbbi_ [ Thu 29. Sep 2011 20:25 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
ertu á réttri stærð af hjóli gunnar? ég var á 17" hjóli og á að vera á 19" og þrátt fyrir að maður geti alveg hækkað hnakkin bara, þá var samt staðan á hjólinu alltaf óþægileg, stýrið byrjaði akkurat þar sem puttarnir á mér enduðu ef ég var alveg neutral, á trek hjólinu mínu er stillanlegur stammi, og hækkaði hann aðeins og þá sat ég alveg beinn, sætisstaðan á jamis hjólinu er bara hörð, hnakkurinn er alveg solid og stamminn 120mm og stýrið beint, þannig að maður er í mjög hardcore stöðu alltaf, ætlaði að breyta því en eftir að "vandist" þessu þá ætla ég að sleppa því. |
Author: | zazou [ Thu 29. Sep 2011 20:45 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Hefurðu prófað hybrid hjól eða racera Íbbi? Fjallahjól eru BARA þung og klunnaleg vs æðislegum hreyfingum í td racerum (hröðun og nibleness). ps. af hverju þarf maður diskabremsur? Bestu svörin sem ég hef fengið að þá sé það fyrir down-hill eða að þær skemma ekki gjörðina. |
Author: | Alpina [ Thu 29. Sep 2011 20:53 ] |
Post subject: | Re: Reiðhjólanördar bmw krafts |
Aron Andrew wrote: Ég er á Trek 4300 fjallahjóli, er reyndar búinn að vera svoldið latur við að hjóla uppá síðkastið, en hjólaði alltaf úr Grafarholtinu og í vinnuna, ca 10 km, og svo auðvitað heim aftur, og oft með 30-40 km útúrdúrum. Tók þátt í Bláa lóns þrautinni og Vesturgötunni í sumar, Vesturgatan var alveg 10x skemmtilegri en Bláa lónið! Langar í nýtt hjól fyrir næsta sumar samt, mitt er aðeins orðið lúið, búinn að eiga það síðan 2003 ![]() Eina myndin sem ég á af hjólinu held ég ![]() Ég er ekki að nenna þessu ..... geri bara svona instead ![]() ![]() (( Er ekki að gera lítið úr hjóla getunni ) |
Page 1 of 29 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |