bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Arcade Man cave in the making https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53151 |
Page 1 of 5 |
Author: | Thrullerinn [ Wed 28. Sep 2011 23:31 ] |
Post subject: | Arcade Man cave in the making |
Kannski að deila þessu sérstaka áhugamáli, síðustu árin hef ég verið safna vintage spilakössum, safnið samanstendur af 30 kössum, 15 pinball og 15 arcade kössum. Bílskúrinn er gjörsamlega troðinn þessa stundina, helling af dóti og 7 pinball kassar. Það verður allavega nóg að gera í vetur. Má eiginlega segja að þetta sé algjört draumaáhugamál, blanda af járni, mekkaníki, rásum, transistorum, timbri, málningu, ryki og ryði. Það er búið að vera mikið bras að leita kassana uppi, auglýsa á auglýsingavefjunum ásamt fréttablaðinu, síðan er að koma þeim í hús. Þá byrjar fjörið að sjá hvað er að og hvaða varahluti vantar. Það er ekkert grín að finna suma hluti, en nánast allir slithlutir eru auðfundnir. Kassarnir eru tiltölulega basic, á sínum tíma lærði ég rafeindavirkjun, kláraði sveinsprófið en vann svo aldrei að viti í faginu nema að klára samninginn. Þannig þetta er fínasta heads up í því dóti. Tíminn sem fer í hvern kassa er frá þrem dögum upp í 1-2 mánuði, bara svona dunda sum kvöld. Það er mjög sterkt í þessu ameríska dóti, sumir kassana hafa hreinlega verið í tætlum. Hingað til hef ég eingöngu verið að vinna í pinball kössunum, eftir áramót er planið að vinna í arcade kössunum. Sumir fara reyndar eflaust á haugana. Hér er grein sem birtist í mogganum síðustu helgi, veit ekki alveg með fyrirsögnina en hitt er fínt ![]() Annars er hugmyndin að leigja þá út næstu árin til að hafa upp í einhvern kostnað.. ef þú kæri lesandi[smá plögg hérna] veist um starfsmannaaðstöðu eða hentuga staðsetningu þá endilega láta mig vita. Hér er yfirlit fyrir alla kassana.. ![]() ![]() ![]() |
Author: | Alpina [ Wed 28. Sep 2011 23:33 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Holy shiiiiiiiiiiit ![]() |
Author: | gardara [ Wed 28. Sep 2011 23:36 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Holy moly, þetta er geggjað ![]() |
Author: | jens [ Wed 28. Sep 2011 23:38 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
![]() |
Author: | rockstone [ Wed 28. Sep 2011 23:44 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
![]() |
Author: | Vlad [ Thu 29. Sep 2011 00:45 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Segðu mér að Star Wars spilakassinn muni ekki enda á haugunum ![]() |
Author: | íbbi_ [ Thu 29. Sep 2011 01:41 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
dáist af dugnaðinum ![]() |
Author: | hjolli [ Thu 29. Sep 2011 03:29 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
whaaaaaaaaaaaaaat...... þetta er geðveikt!!! |
Author: | fart [ Thu 29. Sep 2011 07:14 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Þröstur þú ert EINSTAKUR! ![]() En mig grunar að restored svona kassi geti ferið á háu verði á www.ebay.com ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 29. Sep 2011 08:08 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Þröstur! Þú ert snillingur! ![]() |
Author: | fart [ Thu 29. Sep 2011 08:11 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Verð aðeins US $3,595.00 Sá fyrsti sem ég sá ![]() Verðmeta safnið ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 29. Sep 2011 08:30 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Dibs á NBA Jam kassann! |
Author: | jeppakall [ Thu 29. Sep 2011 08:40 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Djöfulsins meistari ertu! |
Author: | Zed III [ Thu 29. Sep 2011 08:51 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
![]() Flottur. ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Thu 29. Sep 2011 08:53 ] |
Post subject: | Re: Vetrardundið |
Pinball kassar: Star Wars x 2 (annar eins og nýr) Freddie (mjög góður) Guns And Roses (eins og nýr) Bride of PinBot (eins og nýr) Dirty Harry (mjög góður) Space jam (er með hann í vinnunni, mikið spilaður) Teenage mutant ninja(er a vinna í þessum) Addams Family (bíður uppgerðar) einn vinsælasti kassi veraldar Indiana Jones (bíður uppgerðar) GetAway (bíður uppgerðar, virðist vera í mjög góðu standi) FunHouse(flottur kassi sem bíður uppgerðar) Big Deal (kassi frá 1977, þvílík maskína sem ég er skíthræddur við) TAXI (flottur kassi en hefur verið mikið spilaður) Corvette (nánast ónotaður kassi, eins og nýr) Arcade kassarnir, hef ekki kveikt á neinum og veit ekki alveg hvaða leikir eru í þeim. Hugmyndin er að gera svona dót úr einhverjum. http://forum.arcadecontrols.com/index.php?topic=79183.0 http://www.leeauge.com/sites/leeauge.com/MsPacman/ En það eru NBA JAM þarna, annar orginal en hinn búinn til væntanlega úr öðrum leik Virtua Racing, þennan ætla ég að hafa orginal Mortal kombat, sel þennan Kangaroo -> mame K2 Veit lítið hvaða leikir þetta eru.. Virðið á þessu er talsvert, hef algjörlega verið að einbeita mér að pinball kössunum, flestir ef þessum kössum eru í 3000-5000 dollara rangeinu. Ég er alveg búinn að eyða í þetta, loka bara augunum og ýti á enter, vonandi tekst mér að leigja einhverja út á vinnustaði. Ef þið viljið svona á vinnustaðinn ykkar þá sækja pdf skjalið hér ofar... |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |