bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá vesen á Yaris
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=53088
Page 1 of 1

Author:  Jónas [ Mon 26. Sep 2011 08:28 ]
Post subject:  Smá vesen á Yaris

Ætlaði að fara að leggja af stað í morgun í vinnuna en þá vildi bíllinn ekki fara með mig.

Kveikti, startaði og hann rauk í gang eins og alltaf en svo drap hann strax á sér. Reyndi þá að starta honum aftur en vélin tók ekki við sér, það er startarinn snýst grimmt en vélin tekur 0 við sér, þ.e. snýst ekki né reynir að starta, eina sem ég heyri er hvin í startaranum :thdown:

Kannast einhver við svipað?

Author:  Jón Ragnar [ Mon 26. Sep 2011 08:52 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Toyota!! :lol:

Author:  Rafnars [ Mon 26. Sep 2011 10:38 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Startarinn dottinn úr sambandi?
Þ.e. skotist fram að starta en ekki farið til baka og snýr engu?

Mótor startar en stöðvast svo (gefur til kynna að eitthvað stöðvi hann, fái hann neista, loft, bensín og sé ekki olíulaus er í lagi með mótor en eitthvað heldur honum kyrrum. Td. startarinn)

Startarinn snýst en snýr engu (gefur til kynna að eitthvað frá snúningsmótor startara að mótor sé farið í sundur/losnað frá)

Svona það sem mér dettur í hug er að rífa startarann úr og skoða.
Leyfum svo bifvélavirkjunum að koma með nákvæmari skýringar :)

Author:  Jónas [ Mon 26. Sep 2011 11:05 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Startarinn hvín en snýr s.s. engu (þ.e. startarinn snýst en ekki mótor)

Author:  Rafnars [ Mon 26. Sep 2011 11:12 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Datt í hug að startarinn væri að snúa sjálfum sér en ekki tannhjólinu sem á að snúa mótornum (semsagt ekki öllum sjálfum sér).
Langbest að rífa bara startarann frá og skoða :)

Author:  Axel Jóhann [ Mon 26. Sep 2011 12:10 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Bendix gæjinn er líklega ónýtur, prófaðu að banka í startarann, , ég get skipt um hann fyrir þig ef þú villt :)

Author:  Jónas [ Mon 26. Sep 2011 12:23 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Ef Bendix gæjinn er farinn, er hægt að skipta um hann eða þarf að finna annan startara?

Author:  birkire [ Mon 26. Sep 2011 12:42 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Ef einhver á hluti í þetta er hægt að skipta um hann.. PG þjónustan og Rafstilling eru þeir sem eiga varahluti í svona.

Author:  agustingig [ Mon 26. Sep 2011 13:19 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Hann er seniilega að snúast en ekki skjótast út þá,, :mrgreen:

Author:  Rafnars [ Mon 26. Sep 2011 16:56 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

agustingig wrote:
Hann er seniilega að snúast en ekki skjótast út þá,, :mrgreen:


Hvers vegna stöðvaðist þá mótorinn? :)

Author:  burger [ Mon 26. Sep 2011 17:22 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

prufaðu að banka í startarann ...

annars ekki hugmynd afhverju mótorinn drap á sér :lol:

Author:  Jónas [ Mon 26. Sep 2011 17:55 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Ég laug aðeins, vélin virðist taka aðeins við sér en það er mjög dauft..

Ætla að tékk hvort ég nái að ýta þessu drasli í gang á eftir! Er það ekki rétt skilið hjá mér að ef ég næ að ýta í gang þá er það líklega startarinn, en ef ég næ ekki að ýta honum í gang þá tengist þetta kveikjukerfinu?

Author:  Axel Jóhann [ Mon 26. Sep 2011 18:15 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Lykilinn gæti verið búinn að missa samband við vélartölvuna

Author:  Jónas [ Mon 26. Sep 2011 18:35 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Jæja, þetta virðist tengjast veðrinu að einhverju leiti... Ýtti druslunni í gang og það var ekkert mál, keyrði aðeins um og stoppaði, prófaði svo að starta bílnum og hann hrökk í gang eins og ekkert væri..

Það hefur væntanlega myndast raki einhversstaðar?

Author:  JonFreyr [ Mon 26. Sep 2011 20:34 ]
Post subject:  Re: Smá vesen á Yaris

Til dæmis í startaranum, sem má oft leysa með "soft technical knock".

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/