Smá pælingar.
Ég er engan vegin að gúddera að 911 bíllinn sé 165 hestöfl. Ég er farin að prófa hann aðeins betur og gefa honum örlítið meira inn, þó ekki kominn á fulla gjöf eða fullan snúning.
Það er skemmst frá því að segja að það er eins gott að passa sig á þessu - hann nær að rjúfa grip í fyrsta og öðrum gír (á rökum veg) strax í tæpum 4000 snúningum og það þrátt fyrir að vera á 295 dekkjum að aftan. Ég hafði ekki hugrekki til að prófa sama snúning í þriðja gír enda virkar ekki hraðamælirinn (barkinn slitinn) þannig að ég veit ekkert á hvaða hraða ég er.
Þetta eru allavega fjandi stórir hestar ef þeir eru "bara" 165. Til samanburðar á E21 bíllinn að vera 143 hestöfl og gamli M5 315 hestöfl.
Svo spilar náttúrulega inní þyngd. 911 bíllinn á að vera 1120 kíló en er eitthvað léttari þar sem allt nema grindin og húddið er úr trefjagleri og auk þess er hann alveg strípaður af útbúnaði. M5 var 1690 kíló og á 255 dekkjum ef ég man rétt og með 50% af þyngd að aftan, 911 er allavega með 60% ef ekki meira. Ég man eftir því að hann fór í spól við svipaðar aðstæður en þar erum við að tala um meira afl, mjórri dekk og léttari að aftan þó heildarþyngd sé miklu meiri.
Nú er því spurning hvort einhver eigi ekki mæli sem hægt er að nota til að mæla hröðun?
Ég er að vonast til þess að hann sé bara 220 hestöfl

en svo fer ég auðvitað og læt Dyno mæla hann þegar góða veðrið er komið.
Hann er líklega að toga 235 NM við 3800-4000 snúninga.
Það má líka geta þess að RS týpan var 900 kíló á þyngd og var hún byggð úr þynnra stáli, þá er spurning hve mikið bíllinn við það að vera með bretti og skottlog úrtrefjagleri auk þess að hafa enga miðstöð

(sem stendur), engar græjur og bara ekki neitt aukalegt.
Einhverjar hugmyndir - 165, 175 eða 220 hestöfl? Hvað er líklegast?
Það þarf ekki að taka fram að ég mun auðvitað Dyno mæla gamla hvíta Bimmann í leiðinni

en ég veit hverju hann á að skila því ég hef fengið kvartmílutíma á hann og veit sirka þyngdina.