bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Óska eftir bíl að láni á morgun.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=52967
Page 1 of 1

Author:  Kristjan [ Fri 16. Sep 2011 19:49 ]
Post subject:  Óska eftir bíl að láni á morgun.

Sælir, ég þarf nauðsynlega að fá lánaðan snyrtilegan bíl (helst BMW) frá 10:00 í fyrramálið til 15:00 á morgun.

Ég er tilbúinn að greiða 10.000 krónur fyrir viðvikið. Svo mun ég einnig setja bensín á bílinn sem samsvarar notkuninni.

Ég mun fara mjög vel með bílinn. Ekkert þjösn.

Hafið samband í síma 8239666, hér í pm eða kristjan att icelandunlimited punktur is

Ég er að fara keyra hann til keflavíkur og tilbaka.

Author:  Kristjan [ Fri 16. Sep 2011 20:26 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

Sæmi to the rescue!

Author:  Viggóhelgi [ Sat 17. Sep 2011 11:23 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

Ansi fínt að fá bíl að láni fyrir 10 kall!
Sæmi er góður drengur

Author:  srr [ Sat 17. Sep 2011 11:36 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

Jebb,,,,

Sæmi lánaði mér meira segja brúðarbílinn minn,,,,,

Sæmi er mjög góður drengur.

Takk aftur Sæmi 8) 8)

Image

Author:  Stefan325i [ Sat 17. Sep 2011 11:58 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

Bíllinn minn billaði einu sinni í rvk og ég hringdi í Sæma sem bjargaði mér, dróg bílinn minn af Laugaveginum heim til sín og lánaði mér svo ótrúlega fínan E28 518i heim í keflavík, mátti bara skila honum þegar ég kæmi að gera við 325i sem ég gerði 2 dögum seinna. Alveg ótrúlega góður drengur.

Author:  saemi [ Sat 17. Sep 2011 17:34 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

:oops:

Maður bara klökknar...

Author:  ValliFudd [ Sat 17. Sep 2011 21:00 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

Nú stoppar síminn hans Sæma ekki, allir halda að þeir geti bara fengið ókeypis bíla þegar þeim hentar :lol:

En ég tek nú undir þetta, hann er góður drengur :thup:

Author:  Astijons [ Sun 18. Sep 2011 12:10 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

vantar fleirri sæma... PRONTO
heimurinn er að fara í alvarlega vitlausa átt með traust og góðvilja...


þú sérð krakka missa af strætó og manni dettur ekki í hug að skutla þeim því þú getur bara lent i fangelsi...

ég sá reyk einu sinni ákvað að hringja ekki í 112 því ef þetta væri ekki neitt þá kostar útkallið grillján og ein.

mörg dæmi um slasað fólk útá landi sem enginn stoppar fyrir...

og mörg fleirri dæmi...

Author:  Geirinn [ Sun 18. Sep 2011 19:22 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

Hvar er Like-takkinn...

Author:  íbbi_ [ Sun 18. Sep 2011 20:53 ]
Post subject:  Re: Óska eftir bíl að láni á morgun.

Astijons wrote:
vantar fleirri sæma... PRONTO
heimurinn er að fara í alvarlega vitlausa átt með traust og góðvilja...


þú sérð krakka missa af strætó og manni dettur ekki í hug að skutla þeim því þú getur bara lent i fangelsi...

ég sá reyk einu sinni ákvað að hringja ekki í 112 því ef þetta væri ekki neitt þá kostar útkallið grillján og ein.

mörg dæmi um slasað fólk útá landi sem enginn stoppar fyrir...

og mörg fleirri dæmi...


þetta er svo satt..

bombaði niður einn ljósastaur þegar ég var 18 ára og bíllinn endaði í maski á öfugur á veginum, var smá stund að átta mig og sat því í dáldinn tíma inn í bílnum, og það keyrðu svona 10 bílar framhjá þótt þeir þyrfti að stoppa nánast og keyra út í kant til að komast framhjá mér

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/