bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Skemmtileg mynd í sögulegu samhengi. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5289 |
Page 1 of 1 |
Author: | bebecar [ Wed 31. Mar 2004 10:25 ] |
Post subject: | Skemmtileg mynd í sögulegu samhengi. |
![]() Á myndinni má sjá tvö BMW lögreglumótorhjól, tvo Porsche 917 sem eru í aðalhlutverki í bíómyndinni Le Mans með Steve McQueen. Takið svo eftir því að myndatökubíllinn er engin smá græja, Ford GT40 sem nú er einmitt komin aftur fram á sjónarsviðið og samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum er búið að panta einn slíkann bíl hingað til Íslands ![]() Hér er svo bíllinn sem Steve sjálfur ók í myndinni. Það merkilega var að þetta var ekki "tilbúningur" eins og oftast í bíómyndum heldur var þetta ALVÖRU 917 kappakstursbíll og að sjálfsögðu og töffarinn sjálfur. ![]() Svo ætla ég nú að hætta að þreyta ykkur á þessu Porsche bulli á BMW síðunni. En fyrsta myndin fannst mér skemmtileg þar sem öll tækin á myndinni voru stórmerkileg, ekki síst mótorhjólin en þetta er eitt þeirra mótorhjóla sem mig langar mikið í ![]() |
Author: | gunnar [ Wed 31. Mar 2004 11:45 ] |
Post subject: | |
Helvíti er hann fallegur. Eru ekki til örfáir svona í heiminum í dag ? |
Author: | bebecar [ Wed 31. Mar 2004 11:46 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Helvíti er hann fallegur. Eru ekki til örfáir svona í heiminum í dag ?
917? Ég hef ekki hugmynd. Það var allavega einn til sölu á 3.5 milljónir dollara.... |
Author: | Svezel [ Wed 31. Mar 2004 11:47 ] |
Post subject: | |
Steve McQueen var og er töffari nr. 1 það er alveg á hreinu. Var það ekki í Le Mans sem leikstjórinn reyndi að taka upp sem mest af aksturatriðunum meðan Steve var ekki á svæðinu því Steve var alltaf svo æstur í akstursatriðunum að fólk var skíthrætt um að hann myndi slasa sig? |
Author: | bebecar [ Wed 31. Mar 2004 11:48 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: Steve McQueen var og er töffari nr. 1 það er alveg á hreinu.
Var það ekki í Le Mans sem leikstjórinn reyndi að taka upp sem mest af aksturatriðunum meðan Steve var ekki á svæðinu því Steve var alltaf svo æstur í akstursatriðunum að fólk var skíthrætt um að hann myndi slasa sig? jújú - hann vildi bara keyra ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |