bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

jeppa hjöruliður
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=52859
Page 1 of 1

Author:  Einarsss [ Sat 10. Sep 2011 12:52 ]
Post subject:  jeppa hjöruliður

Sælir, er með cherokee 1996 árg, algjörlega orginal sýnist mér.

Er með smá vandamál, þegar ég beygi til vinstri þá heyrist brak í bílnum og mér heyrist það koma vinstra meginn frá. Einnig vill ég bæta við að þegar tekin er kröpp vinstri beygja á bílstæði t.d þá finnur maður fyrir tregðu, eins og hjöruliðurinn stoppi örstutt þar sem hann er í fullri beygju.

Svo var ég að lesa á netinu að ef það brakar þegar vinstri beygja er tekin, að þá er það hægri hjöruliðurinn sem er málið og öfugt. Er eitthvað til í þessu?


Haldiði að það sé nóg að taka þetta úr og smyrja upp og nota áfram eða bara skipta um öxul að framan með nýjum hjörulið (ath kann ekkert á 4wd-jeppa viðgerðir) Hvað ætti maður að nota til að smyrja þetta?

Author:  SævarM [ Sat 10. Sep 2011 13:05 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

ættir að geta fengið hjöruliðs kross í þetta bara í stál og stönsum eða fálkanum og bara skipt um hann, það þýðir ekkert að reyna að smyrja þetta og nota það svo.

Author:  sopur [ Sat 10. Sep 2011 13:32 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

Hvað gerist ef þú tekur lokurnar af?
gæti líka verið frammdrifið, brotið frammdrif getur myndað tregðu í beygjum.

Author:  Einarsss [ Sat 10. Sep 2011 13:44 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

SævarM wrote:
ættir að geta fengið hjöruliðs kross í þetta bara í stál og stönsum eða fálkanum og bara skipt um hann, það þýðir ekkert að reyna að smyrja þetta og nota það svo.


Hvað segiru með þessa kenningu um að ef að það brakar vinstra meginn að þá sé þetta hægra meginn?

sopur wrote:
Hvað gerist ef þú tekur lokurnar af?
gæti líka verið frammdrifið, brotið frammdrif getur myndað tregðu í beygjum.


Ætti það þá ekki að vera í hina áttina líka? Hef prófað að spóla á þessu í möl og það virðist allt vera í standi.

Author:  JonHrafn [ Sat 10. Sep 2011 18:04 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

Tjakkaðu hann upp að framan og ruggaðu dekkinu, finnur hvoru megin smellurinn er. Lenti síðast í þessu með dana60hásingu, þá brakaði í vinstri beygjum = Hægri krossinn.

Ferð síðan bara með öxulinn og lætur stál&stansa skipta um krossinn.

Author:  SævarM [ Sat 10. Sep 2011 18:29 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

Þessi regla er alls ekki algild en virkar samt sem áður mjög oft, og það er oft alls ekki nóg að tjakka upp og beygja og snúa nema hann sé þeim mun verr farinn því það þarf mjög oft átak svo að smellurinn komi.

Eina sem hægt er að gera er að reyna að hlusta þetta vel með að láta einhvern keyra í hringi og labba með bílnum sitthvoru meginn og reyna að heyra það þannig, eða það er það sem ég geri oftast.

Og það er ekkert mál að skipta um krossinn sjálfan enn ef þú hefur aldrei rifið hásingu borgar sig að skoða diy á netinu eða fá einhvern með þér í lið við það. þetta er allt annað en bmw það er nokkuð víst.

Enn ef þetta kemur bara í beygjum þá er þetta ekki drifið þar sem ég efast um að þetta sé mismunadrifið sem er brotið í orginal bíl nema þú hafir verið mikið að reyna að taka burnout í 4wd :D

Author:  -Siggi- [ Sat 10. Sep 2011 18:34 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

Það er engin regla með það hvorumegin það er ef brakið heyrist meira þegar beygt er í aðra áttina.
Sumir svona Cherokee bílar eru með kúlulið og öxulhosu.
Það er bara selt með öllum öxlinum,allavega hjá H.Jónsson.

Já og það eru engar lokur.

Author:  SævarM [ Sat 10. Sep 2011 18:52 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

Eru það ekki nýrri bílarnir sem eru komnir með kúlu liðina eða er það bara misminni í mér...

Annars er þetta örugglega þá til notað ef menn vilja spara sér einhverjar krónur þannig.

Author:  Einarsss [ Sat 10. Sep 2011 19:33 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

Ég ætla tjekka hvað það kostar að fá bara öxla með öllu dótinu í þetta eftir helgi, tjekkaði á einhverju diy video á youtube og alls ekki mikið mál að skipta um þetta í heilu lagi. Amk hægt að fá báðum meginn að framan fyrir um 120-200$ á ebay.

Author:  JonHrafn [ Sat 10. Sep 2011 20:33 ]
Post subject:  Re: jeppa hjöruliður

Held að það sé allur gangur á hvort þessar jeep dana 30 framhásingar séu með hjörulið eða kúlulið. Félagi minn er t.d. með 93árg með kúlulið. Hafði ekki séð það fyrr á þetta gömlum bílum.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/