bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Prentarar - recommendations?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=52827
Page 1 of 1

Author:  Henbjon [ Thu 08. Sep 2011 14:39 ]
Post subject:  Prentarar - recommendations?

Sælir, ég þarf að fá mér nýjan prentara á skrifstofuna og ég ætlaði bara að athuga hvað menn hefðu góða reynslu af í nýjum prenturum.

Tek í reikninginn:
Blekkostnaður
Mac-friendly
Þráðlaus
Ekki verra ef það er scanner á honum

Með fyrirfram þökkum!

H

Author:  gardara [ Thu 08. Sep 2011 15:32 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

Lit eða svarthvítt? Blek eða duft(laser)?

Þarf hann að vera þráðlaus, er ekki nóg að hægt sé að tengja hann með etherneti við þráðlausan router/sendi?

Author:  Henbjon [ Thu 08. Sep 2011 15:44 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

Þarf að vera þráðlaus, ekki tengdan með snúru í router.

Lit og blek já.

Er ekki almennt góð reynsla af þessum HP prenturum?

Var að spá í þessum:

https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... ?id=CN517B

Author:  gardara [ Thu 08. Sep 2011 16:02 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

HP prentarar hafa verið að koma almennt mjög vel út, þekki reyndar ekki þessa tilteknu týpu.

Hylkin hafa reyndar verið að kosta sitt hjá Opnum Kerfum, en ef þú nennir að vera að standa í því þá er hægt að panta hylkin að utan á fínu verði yfirleitt. Ég pantaði mér t.d. 4 hylki í minn HP lita laser prentara og ég fékk þau öll saman á lægra verði en eitt hylki hefði kostað hjá Opnum Kerfum.

Author:  Zed III [ Fri 09. Sep 2011 09:19 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

gardara wrote:
Hylkin hafa reyndar verið að kosta sitt hjá Opnum Kerfum, en ef þú nennir að vera að standa í því þá er hægt að panta hylkin að utan á fínu verði yfirleitt. Ég pantaði mér t.d. 4 hylki í minn HP lita laser prentara og ég fékk þau öll saman á lægra verði en eitt hylki hefði kostað hjá Opnum Kerfum.


hvaðan ert þú að panta hylkin ?

Author:  SteiniDJ [ Fri 09. Sep 2011 10:13 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

Við prófuðum ódýrari aðferðina með því að versla ekki OEM blek og prentgæðin urðu talsvert slakari ásamt því að prentarinn var leiðinlegur, jafnvel eftir að nýtt OEM blek var sett í.

Næst ætla ég að versla mér laser prentara. Tóner kann að vera dýr, en endist svo skemmtilega mikið lengur en blekið.

Author:  gardara [ Fri 09. Sep 2011 12:37 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

Zed III wrote:
gardara wrote:
Hylkin hafa reyndar verið að kosta sitt hjá Opnum Kerfum, en ef þú nennir að vera að standa í því þá er hægt að panta hylkin að utan á fínu verði yfirleitt. Ég pantaði mér t.d. 4 hylki í minn HP lita laser prentara og ég fékk þau öll saman á lægra verði en eitt hylki hefði kostað hjá Opnum Kerfum.


hvaðan ert þú að panta hylkin ?


Hef pantað af ebay bæði oem hylki og non-oem. Eini munurinn sem ég fann er sá að mér fanst non-oem hylkin endast ögn skemur... Gæti þó vel trúað því að non-oem blek hylki hegði sér verr en duft hylkin

Author:  bimmer [ Fri 09. Sep 2011 12:41 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

BTW, ég á HP 8550DN A3 laserprentara sem ég er til í að koma á gott heimili
fyrir lítinn pening.

Prentar báðum megin og er með nettengi.

http://reviews.cnet.com/laser-printers/ ... 87535.html

Image

Author:  birkire [ Sat 10. Sep 2011 03:20 ]
Post subject:  Re: Prentarar - recommendations?

enginn !


tæki satans.....



allir með tölu

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/