bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=52608 |
Page 1 of 4 |
Author: | Spiderman [ Fri 26. Aug 2011 10:36 ] |
Post subject: | Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Fyrir tveimur vikum síðan lét ég gamlan draum rætast og verslaði mér óldskúl Porsche. Fyrir valinu varð Porsche 924 árg. 1982. Bíllinn sem ég keypti var fluttur hingað til lands á vordögum árið 1987 af Porsche umboðinu á Austurströnd en það var eigu Jóns heitins Halldórssonar rallýhetju. Ástæður þess að bíllinn var fluttur inn var tvíþættar; Í fyrsta lagi voru tollabreytingar í farvetninu sem hækkuðu verð á svona bílum gríðarlega og hins vegar hafði Jón heitinn náð góðum samningum við Porsche verksmiðjurnar í Vestur-Þýskalandi. Svo góðum að Jón tryggði sér fjármagn frá efnuðum íslenskum bifreiðaáhugamönnum og pantaði 6 stk. af Porsche 924 (þar af 2 lítið ekna sýningarbíla árg. 1985) auk eldri 924 bíla sem höfðu fengið yfirhalningu í Stuttgart. Auk 924 bílanna, tók Jón inn 928, 930, 944 og basic 911 bíl. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað þá var bíllinn dökkbrúnn þegar hann var fluttur inn, ekinn ca. 50 þús km og boðinn til sölu af Porsche umboðinu á kr. 650.000,- staðgreitt. Bíllinn skipti ört um eigendur á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og áttu margir mætir menn bíllinn, þar á meðal Rúrik Haraldsson stórleikari. Árið 2002 eignaðist Halldór Jóhannsson (Porsche Iceland) bílinn og þá var hann að ég held orðinn dökkblár. Halldór notaði bílinn sem daily driver þar til árið 2008 en þá lenti bíllinn í umferðaróhappi. Í framhaldinu var bíllinn réttur og svo seldur fornbílasafnara fyrr í sumar. Sá notaði sumarfríið sitt í að dunda í bílnum og sprauta hann. Liturinn sem varð fyrir valinu er ansi sérstakur eða Plymouth Prowler orange með dass af glimmer. Þar sem eigandinn var einhverra hluta vegna ekki fullkomlega sáttur með litinn þá ákvað hann að selja mér bílinn og einbeita sér að uppgerð á tveimur öðrum bílum. Bíllinn er 5 gíra og búinn 2 lítra vél sem skilar 125 hp. Undir bílnum eru svartmálaðar 15 tommu spiderweb felgur en það var dýrari týpan á þessum tíma. Innréttingin í bílnum er nokkuð góð og nánast óslitin. Bíllinn fer fljótlega af götunni og er planið að endurnýja nokkra hluti í vetur sem og framkvæma smávægilegar útlitsbreytingar. Myndir segja meira en þúsund orð en heiðurinn að þessum myndum á Arnar Freyr Böðvarsson (ArnarFB) ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Misdo [ Fri 26. Aug 2011 11:07 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
FAllegur og mjög vel með farinn ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Fri 26. Aug 2011 11:08 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
afar Eydís ![]() |
Author: | JOGA [ Fri 26. Aug 2011 11:16 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Skemmtileg söguleg samantekt. ![]() Bíllinn er flottur og liturinn ágætur. Hlakka til að sjá framhaldið. |
Author: | gunnar [ Fri 26. Aug 2011 11:31 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Til hamingju með bílinn. Spes litur á þessum bíl en ég hef trú á því að hann geti orðið mjög flottur með léttvægum breytingum. Ég held það myndi gera kraftaverk fyrir þennan bíl að mála felgurnar á honum aftur í orginal lit. Þetta orange + svartar felgur er ekki alveg að virka að mínu mati, þarf auðvitað ekki að eftirspegla mat þitt. |
Author: | Kristjan [ Fri 26. Aug 2011 13:07 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Skemmtileg samantekt. |
Author: | Kristjan PGT [ Fri 26. Aug 2011 13:59 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Bíllinn lítur virkilega vel út! Forvitnileg græja ![]() |
Author: | F2 [ Fri 26. Aug 2011 17:54 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
gunnar wrote: Til hamingju með bílinn. Spes litur á þessum bíl en ég hef trú á því að hann geti orðið mjög flottur með léttvægum breytingum. Ég held það myndi gera kraftaverk fyrir þennan bíl að mála felgurnar á honum aftur í orginal lit. Þetta orange + svartar felgur er ekki alveg að virka að mínu mati, þarf auðvitað ekki að eftirspegla mat þitt. Þessar felgur eru lang flottastar með pólerað andlit og svart inná milli! En þetta er góður bíll og saknað úr skúrnum *fór að gramsa í gömlum myndum og fann þessa ![]() ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Fri 26. Aug 2011 20:44 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Porsche ![]() Spes litur á honum, minnir svolítið á Mözdu RX-7 bílinn. Virkilega flottur að innan og thumbs up á söguna. Það er eitt sem stingur mig aðeins, það er röndin fyrir neðan sílsana, eru þeir orginal málaðir? Hef á tilfinningu á að þeir kæmu mun betur út með botnmálningu, en þú átt svo sannarlega eftir að vera hooked á þessu merki ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Fri 26. Aug 2011 20:46 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Spiderman wrote: ... Auk 924 bílanna, tók Jón inn 928, 930, 944 og basic 911 bíl... Hmm skv. mínum bókum er 930 911? voru þetta tveir 911? |
Author: | Giz [ Fri 26. Aug 2011 21:06 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Þetta er svo geggjað ![]() Held það þurfi nú reyndar ekkert að hafa áhyggjur að Hr. Spiderman verði húkkd á merkinu, sá skaði er löngu skeður. ![]() |
Author: | Sezar [ Fri 26. Aug 2011 21:25 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Thrullerinn wrote: Porsche ![]() Spes litur á honum, minnir svolítið á Mözdu RX-7 bílinn. Virkilega flottur að innan og thumbs up á söguna. Það er eitt sem stingur mig aðeins, það er röndin fyrir neðan sílsana, eru þeir orginal málaðir? Hef á tilfinningu á að þeir kæmu mun betur út með botnmálningu, en þú átt svo sannarlega eftir að vera hooked á þessu merki ![]() Rak einmitt strax augun í þetta. En til lukku |
Author: | jens [ Fri 26. Aug 2011 23:17 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Til lukku með þennan ![]() Mætti þér í Hafnarfirði í gær og myndirnar gera litnum alls ekki nógu góð skil, mjög flottur svona live. |
Author: | bebecar [ Sun 28. Aug 2011 19:05 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
![]() Hlakka til að sjá hann hjá þér. Væri gaman að sjá mynd af innréttingunni í lit líka. Annars sammála öðrum hér, botnmálning undir, laga felgur og svo bara keyra. |
Author: | Emil Örn [ Sun 28. Aug 2011 19:45 ] |
Post subject: | Re: Fröken Eydís (Porsche 924 árg. 1982) |
Fallegur bíll og góðar myndir! Skemmtileg lesning. ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |