T-bone wrote:
Twincam wrote:
Emil Örn wrote:
Bíllinn þarf að vera orðinn 25 ára. Bílar framleiddir 1986 og fyrr eru orðnir fornbílar = engin bifreiðagjöld.

Tja... bílar skráðir 1986 eru orðnir fornbílar þegar þeir ná 25 árum upp á skráningardag. Sem sagt ef þú átt bíl sem var framleiddur 1986 en kom ekki á götuna fyrr en 23.11.86 t.d., þá fær maður ekki fornbílaskráningu á hann fyrr en 23.11.2011. Komst að þessu þegar ég ætlaði að láta skrá minn "87" bíl sem fornbíl. En hann kom einmitt á götuna seint á árinu 1986.
Ég lenti ekki í þessu. Minn er framleiddur í maí 86 og gat fengið fornbílatryggingu á hann strax í byrjun árs.
Helvíti kósý samt, 9 kall í tryggingar og 0 í bifreiðagjöld

Já... fornbílatrygging er ekki það sama og fornbílaskráning sjáðu til..
Bifreiðagjöld detta hins vegar út 1.jan þegar það er komið 25. skráningarár bílsins.
Ég hef fengið fornbílatryggingar á bíl sem var bara 22 ára, þeir kölluðu það bara "antík-tryggingu"