bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Dökkar Rúður https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=52506 |
Page 1 of 1 |
Author: | El Capo [ Fri 19. Aug 2011 17:05 ] |
Post subject: | Dökkar Rúður |
Er búinn að vera að leita að einhverjum vefsíðum sem selja alvöru dökkar rúður í E39 án nokkurar lukku. Er einhver hérna sem veit um eitthvað til að benda mér í áttina að? Er það ekki örugglega "Smoked Windows" enska heitið yfir þetta? |
Author: | oskar9 [ Fri 19. Aug 2011 17:23 ] |
Post subject: | Re: Dökkar Rúður |
ef þetta er til þá kostar þetta HEEEELLING, það er fyrirtæki í UK sem gerir tinted rúður í svona Supercars og hypercars og verðið er allveg útúr kortinu, þyrftir líklega að tala við eitthvað svoleiðs fyrirtæki um að láta gera dökkar rúður spes fyrir þig, en kemur til með að kosta $$$$$ |
Author: | Joibs [ Fri 19. Aug 2011 20:21 ] |
Post subject: | Re: Dökkar Rúður |
myndi leita frekar af tinted windows ![]() |
Author: | El Capo [ Sat 20. Aug 2011 12:24 ] |
Post subject: | Re: Dökkar Rúður |
Þá kemur bara upp filmaðar rúður og það er ekki það sem ég er að leita að. |
Author: | gardara [ Sat 20. Aug 2011 13:12 ] |
Post subject: | Re: Dökkar Rúður |
Eru reglurnar ekki þær sömu með svona dökkar rúður og filmaðar rúður? Þar að segja, mega ekki vera í framrúðum? |
Author: | ValliFudd [ Sat 20. Aug 2011 13:30 ] |
Post subject: | Re: Dökkar Rúður |
gardara wrote: Eru reglurnar ekki þær sömu með svona dökkar rúður og filmaðar rúður? Þar að segja, mega ekki vera í framrúðum? Minnir nú að lögin tali eingöngu um filmur/límmiða fyrir framan sætisbak bílstjóra. Var búinn að leita þetta uppi í umferðarlögum fyrir nokkrum árum, nenni því ómögulega aftur ![]() |
Author: | thisman [ Sat 20. Aug 2011 14:21 ] |
Post subject: | Re: Dökkar Rúður |
Ég skoðaði þetta fram og til baka í fyrr sumar þegar löggan stoppaði mig út af ljósum filmum í framrúðum - niðurstaðan var sú að þetta er ólöglegt þó svo að maður væri með litaðar rúður. Kemur allt fram hér: http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swd ... 2-2004.pdf Það sem kemur í veg fyrir að litaðar rúður sleppi er eftirfarandi: "Ljósgegnumstreymi framrúðu og fremstu hliðarrúða skal innan eðlilegs sjónsviðs vera a.m.k.70%." Ljósustu filmurnar sem er verið að setja í eru 50% og filman er dekkri eftir því sem talan lækkar (hægt að fá þetta niður í 5-7% sem er þá "limousine" sem sést ekkert inn um). Þannig þú gætir í besta falli fengið rúðu sem er 70% en það myndi líklega ekki varla sjást að hún væri lituð. Venjuleg bílrúða í nýlegum bíl er nú þegar aðeins skyggð þannig þú værir kannski að fara úr 85% í 70% - varla þess virði nema með afar litlum tilkostnaði. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |