bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Innflutningsgjöld á bílum í Noregi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=52483
Page 1 of 1

Author:  Djofullinn [ Thu 18. Aug 2011 00:26 ]
Post subject:  Innflutningsgjöld á bílum í Noregi

Hefur einhver kynnt sér hvernig innflutningsgjöldin eru í Noregi á bílum og getur frætt mig um það? :)

Author:  JOGA [ Thu 18. Aug 2011 08:59 ]
Post subject:  Re: Innflutningsgjöld á bílum í Noregi

Hér ætti að vera allt sem þú þarft að vita:

http://www.toll.no/templates_TAD/Topic.aspx?id=219614&epslanguage=en

Ef ég dreg þetta saman fyrir þig þá væri þetta ca: "Fokk dýrt"

Author:  HAMAR [ Thu 18. Aug 2011 12:54 ]
Post subject:  Re: Innflutningsgjöld á bílum í Noregi

Eina norðurlandið sem einhver séns er að flytja bílinn sinn til er Svíþjóð.

Author:  Jónas Helgi [ Thu 18. Aug 2011 13:27 ]
Post subject:  Re: Innflutningsgjöld á bílum í Noregi

Þegar ég bjó í Noregi var ég að spá í að flytja minn inn.

Það má gera það tímabundið eða í 6 mánuði og fá svo 2x 3 mánaða lengingu á fyrsta árinu sem maður er þar.

En þegar ég var að pæla í þessu var ég búinn að vera búsettur þar í rúmt ár þannig að ég hefði þurft að borga öll gjöld og tolla strax.

Þá var reiknað þyngd ökutækis + hestafla fjölda + vélastærð og árgerð. Minnir að það hafi ekki verið neitt annað.
En kostnaðurinn við að flytja hann inn var næstum jafn mikill og ef ég myndi kaupa mér allveg eins BMW 325i 2004 úti eða um 200.000Kr.- NOK :)

Sem er náttúrulega útí hött !

Author:  sh4rk [ Thu 18. Aug 2011 18:48 ]
Post subject:  Re: Innflutningsgjöld á bílum í Noregi

úff þetta er bara allt of dýrt 142757kr norskar ef ég tæki E32 740i út til Noregs

Author:  Jónas Helgi [ Thu 18. Aug 2011 18:55 ]
Post subject:  Re: Innflutningsgjöld á bílum í Noregi

sh4rk wrote:
úff þetta er bara allt of dýrt 142757kr norskar ef ég tæki E32 740i út til Noregs


Nákvæmlega, færð 2-3 E32 740i (árg 92-94) á því verði í Noregi :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/