bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=52379 |
Page 1 of 2 |
Author: | Henbjon [ Thu 11. Aug 2011 01:22 ] |
Post subject: | Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Sælir spjallverjar. Ég keypti tölvu á dögunum sem ég borgaði fyrir og allt í góðu með það. Viku seinna fæ ég símtal þess efnis um að ég hafi fengið tölvu með betri örgjörva en sú sem ég pantaði. Nú gefa þeir mér option um að skila þessari og fá þá tölvu sem ég átti upprunalega að fá eða borga það sem þessi örgjörvauppfærsla hefði kostað(30 þús). Mistökin eru klárlega ekki mín megin. Hvernig er þetta með svona mál? Hef ég rétt á að halda tölvunni án þess að borga mismuninn? Þetta er óþægilegt þar sem ég hef sett upp tölvuna og gert allt sem þarf að gera og því pirrandi að þurfa gera allt upp á nýtt við aðra tölvu. |
Author: | bimmer [ Thu 11. Aug 2011 01:36 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Segðu þeim að þér finnist ekkert mál að þeir skipti út tölvunni en þá aðeins ef þeir sjái um að flytja uppsetninguna yfir þannig að allt sem þú sért búinn að setja upp virki 100%. Held að þeir nenni ekki að eltast við þetta. |
Author: | Orri Þorkell [ Thu 11. Aug 2011 02:12 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
þú átt ekki að borga neitt, talaðu við neitendasamtökin ef þeir halda áfram að böggast í þér, http://www.dv.is/consumer/2011/2/2/theirra-mistok/ |
Author: | Orri Þorkell [ Thu 11. Aug 2011 02:15 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
var þetta nokkuð tölvutek? |
Author: | SteiniDJ [ Thu 11. Aug 2011 02:16 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Algjörlega þeirra mistök og ættu þeir að gefa þér þennan 30.000 mismun í staðinn fyrir að ónáða þig frekar með þetta. Þú ert eflaust búinn að gera eitt og annað við tölvuna þína; setja inn forrit, leiki, myndir og altl á þeim nótum. Það er ekkert skemmtiverk að ganga frá öllu því aftur. |
Author: | fart [ Thu 11. Aug 2011 07:49 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Ég er ósammála því að þetta sé alfarið þeirra sök. það er eitt að ranglega verðmerkja vöru, eins to t.d. tölvumús, þar sem að verðmunurinn er ekki greinilegur, en annað væri t.d. að ranglega verðmerkja bíl þar sem að milljónir myndi vanta uppá verðið. En þegar maður kaupir eina vöru, en fær aðra vöru senda, á fyrirtækið rétt á því að skipta vörunni út fyrir rétta vöru, en að sjálfsögðu kaupandanum að kostnaðar og óþægindalausu í þessu tilviki þar sem aðeins er um að ræða örgjörva, og því ekki víst að kaupandinn hefði fattað það. Annað ef að þú hefðir t.d. keypt þér MacBook, en fengið dýrustu týpu af MacBook Pro senda (sem væri augljóst í augum flestra). Hinsvegar held ég að Þórður sé alveg með lausnina, þú segir ekkert mál, svo lengi sem ég fæ setupið mitt 100% yfir á nýju vélina, þeir sækja og senda. Grunar að þeir láti málið niður falla. |
Author: | SteiniDJ [ Thu 11. Aug 2011 09:13 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Mistökin eru þeirra; er þetta ekki þ.a.l. þeirra sök? Sama hvernig horft er á þetta þá mun þetta valda viðskiptavininum óþægindum sem hefðu aldrei þurft að eiga sér stað. Persónulega finnst mér að fyrirtækið ætti að bíta í það súra epli að þurfa sjá eftir þessum 30.000 kall og reyna að standa sig betur næst. Þetta er eins og ef við í IKEA myndum senda viðskiptavini dýrari útgáfu af bókaskáp fyrir slysni, en rukka fyrir ódýrari. Það síðasta sem gert yrði væri að hafa samband við viðkomandi og biðja hann um að skila vörunni (og sennilegast rífa hana í sundur) eða greiða mismuninn. Það er góð leið til þess að missa viðskiptavin og svo myndum við einnig sitja uppi með notaða vöru, ekki ólíkt því sem myndi gerast í þessu dæmi. Ekki að ég geti eitthvað commentað á meðferð hjá OP á tölvunni, hvort það sé hreinlæti eða hvernig vélin er höndluð, en þá er hún ekki lengur ný og væri rangt að þeim að selja hana sem slíka. /mindless rant. Kominn í mikla svefnskuld, ætla að fara borga hana núna. |
Author: | fart [ Thu 11. Aug 2011 09:42 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Þetta eru þeirra mistök og ekki kaupandans, það er óumdeilt, enda fer kaupandi lappans varla sjálfur inn á lager. Það breytir því ekki að þeir hafa lagalegan rétt til að fá vöruna aftur (myndi ég halda), en svo er það auðvitað spurning hvort að það borgi sig fyrir þá fjárhagslega fyrir þá, því að auðvitað verða þeir að gera þetta sómasamlega og óþægindalítið fyrir kaupandann eins og kostur er á, enda tölvur dálítið spes vara. Ég myndi halda að þetta væri debateable mál ef að nótan fyrir tölvunni myndi sýna dýrari örgjörvann en verð miðað við þann ódýrari, þá er alveg líklegt að kaupandinn geti borið fyrir sig að hann hafi verið alveg grunlaus um mistökin og að verðmunurinn sé ekki teljandi. |
Author: | Henbjon [ Thu 11. Aug 2011 11:19 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Ég fór í búðina til að ná í tölvuna, fékk hana ekki senda heim. En ég hafði ekki hugmynd um þennan örgjörva, enda er ég ekki mikið að gramsa í spec-um á tölvu sem ég hélt ég vissi flest um. |
Author: | Zed III [ Thu 11. Aug 2011 12:57 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
segir þú þeim ekki að þú sért búinn að rispa hana fullt, skreyta með límmiðum eða gefa hana í afmælisgjöf ? |
Author: | ValliFudd [ Thu 11. Aug 2011 13:16 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Zed III wrote: segir þú þeim ekki að þú sért búinn að rispa hana fullt, skreyta með límmiðum eða gefa hana í afmælisgjöf ? Sendu þeim þessa mynd og spurðu hvort þeir splæsi í nýja límmiða fyrir nýju tölvuna ![]() ![]() |
Author: | fart [ Thu 11. Aug 2011 15:09 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Eða að lappinn sé stútfullur af porni og lyklaborðið nett sticky. ![]() |
Author: | HAMAR [ Thu 11. Aug 2011 16:48 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
![]() |
Author: | ///MR HUNG [ Thu 11. Aug 2011 17:18 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Ég mundi nú bara segja þeim að hringja ekki aftur. Get enganveginn séð hvernig þeir geti gert rassgat í þessu þar sem þetta er þeirra klúður og svo er nú merkilegt að þeir skulu bara yfir höfuð nenna að standa í svona bulli! |
Author: | Axel Jóhann [ Thu 11. Aug 2011 17:23 ] |
Post subject: | Re: Keypti tölvu, fékk ranga(betri), nú fæ ég rukkun. |
Alfarið þeirra feill. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |