gulli wrote:
ég er svo lélegur í ensku að ég skil ekkert hvað er í gangi þarna

Þetta er basicly þannig að eigendur verkstæðisins skulduðu fullt af peningum til undirheimanna og eina nóttina mættu þeir og tæmdu öll gögn um eigendur bílanna og annað og létu sig hverfa.
Síðan komu rukkarar og innheimtu það sem þeim var skuldað og í öllum ruglingnum telur hann líklegt að einhverjir hafi tekið bíla viðskiptavina upp í skuld.
Aðrir viðskiptavinir gátu sótt bílana sína en borguðu ekkert fyrir vinnuna sem var framkvæmd á þeim og sömuleiðis þeir sem voru búnir að borga inná einhverja viðgerð/modd en vinna var annað hvort ekki kláruð eða ekki byrjuð þurftu að sækja bílana sína og fengu ekkert til baka af því sem þeir voru búnir að borga inná.
Starfsmennirnir lenda í því að verða atvinnulausir og sjá frammá að fá engin laun næstu mánaðarmót en standa samt í því að reyna að græja alla lausa enda eins vel og hægt er og þessi starfsmaður stendur sig einstaklega vel í því og setur inn þennan þráð og byðst afsökunar meðal annars.