bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 21:10

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 11:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Sælir!

Þetta er í skoðun hjá mér. Er í sambandi við byrgja í USA sem vill gefa okkur gott verð á þessu.

Di-Noc er vinyl frá 3M sem hægt er að nota á allskonar yfirborð af öllum gerðum. Menn hafa verið að nota þetta á innréttingar, ísskápa, bíla (spoilera, lip, spegla eða bara alltsaman). Hægt er að fá 7 mismunandi liti, en við stefnum á að kaupa einn sem er svartur (þetta venjulega CF look).

Til þess að vinna með þetta efni er best að nota hitabyssu eða hárblásara. Þetta mýkir efnið og verður talsvert léttara að vinna með það. Hef sjálfur notað það á lítinn lista í bílnum mínum og þetta var ótrúlega einfallt og fljótlegt. Niðurstöðurnar voru nokkuð góðar:

Image

Image

Hér er myndband sem sýnir hversu vel þetta efni þolir klaufaleg vinnubrögð
Hér er þetta sett á ísskáp

Margir vilja deila um það hvort það þurfi að nota auka lím, en svo er víst ekki. Þetta verður að sjálfsögðu mikið þéttara ef lím er notað, en þá verður seinlegt og erfitt að taka þetta af. Það er lím á þessu sem ætti að duga í flest allt.

Image

Hér datt einhverjum í hug að vefja F40 í CF... :(

En já, verð!

Ég hef mest verið að skoða 1.2x1.2m og verður stefnan á að versla þessa stærð. Hún ætti að nægja til þess að CF-væða innréttingu á stærri BMW. Ef menn vilja fara í aðrar stærðir, þá er ég að skoða það as we speak. Byrginn hefur áhuga á að þjónusta okkur vel og gefa okkur gott verð, en skv. þeim upplýsingum sem við höfum núna þá lítur þetta svona út:

Verð: $69.99
S/H: $49.99
S/H fyrir auka hlut: $9.99

Ef 5 taka þátt, þá verður þetta komið til landsins á $440 USD (fyrir gjöld). Ef við gefum okkur það að það sé 10% tollur á þessu og 25.5% VSK, þá endar þetta í: $607,3 USD = 71.356 krónur eða 14.271 krónur á haus. Samtals værum við að spara um 5200 kr fyrir hverja rúllu, en þetta kann að breytast þegar í ljós kemur hvað gjöld á þessu eru raunverulega (ETA: í dag eða á morgun) og hvaða díl byrginn er tilbúinn til að gefa okkur. Síðan koma örugglega einhver aukagjöld hjá póstinum, en það ætti ekki að hafa of mikil áhrif á þetta.

Ef menn hafa áhuga á að taka þátt í þessu, þá söfnum við saman upplýsingum um hvað þeir vilja og greiða þeir fyrirfram rétt áður en þetta er pantað. Mikilvægt er að allir sem segjast ætla að taka þátt geri það, því að hætta við á síðustu stundu hækkar verðið hjá öllum hinum (og þyrfti ég því sennilegast að punga út fyrir því).

Hvað segið þið um þetta?

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 12:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
1. bimmer
2.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 14:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Komið Þórður! Jafnvel ef þetta fer þannig að við verðum bara tveir í þessu þá erum við samt að koma út í fínasta sparnaði.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 16:33 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
er verið að tala um heilar rúllur eða bara metereða meira?
og er þetta bara cf?

annars mæli ég með því að vera 2 að þessu, er að plasta plöstin á nöðruni hanns lilla bro og var að reinað gera þetta einn, alltof mikið af krumpum því að ég gat ekki haldið draslinu kjurru, haldið blásaranum, og slétt úr þessu með korti á sama tíma :lol:
fékk 2 metra af svona silvur metalick efni hjá enso á 4500kr, en þessi spaði sem ég fékk hjá þeim er einganveginn að gera sig, kortið virkar best :thup:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 17:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Joibs wrote:
er verið að tala um heilar rúllur eða bara metereða meira?
og er þetta bara cf?

annars mæli ég með því að vera 2 að þessu, er að plasta plöstin á nöðruni hanns lilla bro og var að reinað gera þetta einn, alltof mikið af krumpum því að ég gat ekki haldið draslinu kjurru, haldið blásaranum, og slétt úr þessu með korti á sama tíma :lol:
fékk 2 metra af svona silvur metalick efni hjá enso á 4500kr, en þessi spaði sem ég fékk hjá þeim er einganveginn að gera sig, kortið virkar best :thup:


Well, þessi gerir þetta nú bara einn og mundar byssuna sjálfur. Þetta er sennilegast ekki það sem Enso selur, en ég get þó ekki fullyrt það. Þegar við gerðum þetta þá var einn í þessu, en það var ekkert að því að fá hjálp við þetta - verður eflaust bara betra.

Hér er annað myndband.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 20:06 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
af eithverri ástæðu crachar firefox alltaf hjá mér þegar ég reini að opna þessa youtube linka :?
en ekki miskilja mig, það er barnaleikur að gera þetta á "sléttu svæði, en um leið og það er orðið jafn létt og bogið eins og plasthlífin á framdekkinu á þessu mótorhjóli þá verða að vera 2 einn til að halda strekkingu á plastinu og halda plasthlífini og hinn með hitabissuna og kortið :thup:

en þú svaraðir ekki spurninguni minni, væri hugsanlega til í að joina þetta grupebuy :mrgreen:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 20:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Joibs wrote:
af eithverri ástæðu crachar firefox alltaf hjá mér þegar ég reini að opna þessa youtube linka :?
en ekki miskilja mig, það er barnaleikur að gera þetta á "sléttu svæði, en um leið og það er orðið jafn létt og bogið eins og plasthlífin á framdekkinu á þessu mótorhjóli þá verða að vera 2 einn til að halda strekkingu á plastinu og halda plasthlífini og hinn með hitabissuna og kortið :thup:

en þú svaraðir ekki spurninguni minni, væri hugsanlega til í að joina þetta grupebuy :mrgreen:


Downloadaðu Chrome og skoðaðu þessi myndbönd. ;)

En eins og ég sagði þá er verið að skoða 1.2mx1.2m af svörtu CF. Di-noc er til í fleiri útgáfum (t.d. viðarlúkk) en þessi byrgi er ekki með það.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 20:50 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. May 2005 10:57
Posts: 364
en hversu mikið mál er að fjarlægja þetta og skemmir þetta nokkuð lakk eða?
spennandi stuff

_________________
2002 Pontiac Trans Am
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 20:53 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
já meinar, ertu með eithverja síðu sem er með þessar tegundir sem þú ert að tala um?
bara svona uppá að vita hvað sé meira í boði :mrgreen:

þetta á ekki að eiðilegja lakkið, en það er mælt með því að kaupa eithvað sér efni sem leisir limið betur upp, en á öruglega eftir að skilja eftir límklessur sem eru hundleiðinlegar, en ekkert mál að ná þeim af með réttu efnunum :thup:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 21:36 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Joibs wrote:
já meinar, ertu með eithverja síðu sem er með þessar tegundir sem þú ert að tala um?
bara svona uppá að vita hvað sé meira í boði :mrgreen:

þetta á ekki að eiðilegja lakkið, en það er mælt með því að kaupa eithvað sér efni sem leisir limið betur upp, en á öruglega eftir að skilja eftir límklessur sem eru hundleiðinlegar, en ekkert mál að ná þeim af með réttu efnunum :thup:


Stendur örugglega eitthvað á 3m.com. ;)

Og smamar, þetta getur farið í flandur ef þú notar annað lím en það sem er aftan á efninu. Ættir að vera nokkuð safe ef þú hitar efnið áður en þú tekur það af aftur. Í versta falli einhverjir límafgangar sem nuddast af.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 23:02 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. Jan 2004 00:53
Posts: 179
Location: Á leiðinni á hæli.....
Strákar ef þið eruð að spá í svona Carbon filmu á bíl þá ættuð þið að fara í Aukaraf Dalbrekku 16. Þeir eru að flytja inn svona filmu og mér sýnist það miðað við verðin sem er talað um hérna í þræðinum að það borgi sig ekki fyrir ykkur að flytja þetta inn sjálfir miðað við verðið sem þeir eru að bjóða. Þeir eru með bíl inni hjá sér sem er búið að carbon klæða toppinn á og fleira. ANSI flott verð ég að segja.

Þeir selja efnið í metravís svo að þið getið spreytt ykkur sjálfir ef þið viljið.

_________________
Úlli

Impreza turbo 2stk seldar
Audi A4 1.8 Turbo seldur
MMC Lancer EVO 8 MY04 2stk seldir
BMW M5 MY90 seldur
Toyota Corolla SI MY93 seld
Volvo S40 T4


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 23:16 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
veistu hvort þeir séu með annað en bara þetta carbon efni?
eithverja liti eða önnur munstur?
en allavena þá þakka ég fyrrir ábendinguna :thup:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 23:16 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
gtturbo wrote:
Strákar ef þið eruð að spá í svona Carbon filmu á bíl þá ættuð þið að fara í Aukaraf Dalbrekku 16. Þeir eru að flytja inn svona filmu og mér sýnist það miðað við verðin sem er talað um hérna í þræðinum að það borgi sig ekki fyrir ykkur að flytja þetta inn sjálfir miðað við verðið sem þeir eru að bjóða. Þeir eru með bíl inni hjá sér sem er búið að carbon klæða toppinn á og fleira. ANSI flott verð ég að segja.

Þeir selja efnið í metravís svo að þið getið spreytt ykkur sjálfir ef þið viljið.


Hmm, vissi ekki af þeim og ætla að skoða þá. Er það Di-noc líka? Það eru til margar gerðir af svona filmu og di-noc er bara ein af þeim.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 13. Jul 2011 23:25 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 21. Jan 2004 00:53
Posts: 179
Location: Á leiðinni á hæli.....
SteiniDJ wrote:
gtturbo wrote:
Strákar ef þið eruð að spá í svona Carbon filmu á bíl þá ættuð þið að fara í Aukaraf Dalbrekku 16. Þeir eru að flytja inn svona filmu og mér sýnist það miðað við verðin sem er talað um hérna í þræðinum að það borgi sig ekki fyrir ykkur að flytja þetta inn sjálfir miðað við verðið sem þeir eru að bjóða. Þeir eru með bíl inni hjá sér sem er búið að carbon klæða toppinn á og fleira. ANSI flott verð ég að segja.

Þeir selja efnið í metravís svo að þið getið spreytt ykkur sjálfir ef þið viljið.


Hmm, vissi ekki af þeim og ætla að skoða þá. Er það Di-noc líka? Það eru til margar gerðir af svona filmu og di-noc er bara ein af þeim.


Þeir eru með filmu sem er með "bubble free" munstri (litlir þríhyrningar á bakhlið) til að einfalda ásetningu og miðað við það sem ég hef séð frá þeim þá er þetta rosalega þægilegt efni að vinna með.

Þeir eru bara með eina gerð af þessu núna en geta víst pantað aðra liti en þá samt aðeins í heilum rúllum.

_________________
Úlli

Impreza turbo 2stk seldar
Audi A4 1.8 Turbo seldur
MMC Lancer EVO 8 MY04 2stk seldir
BMW M5 MY90 seldur
Toyota Corolla SI MY93 seld
Volvo S40 T4


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 14. Jul 2011 09:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
gtturbo wrote:
SteiniDJ wrote:
gtturbo wrote:
Strákar ef þið eruð að spá í svona Carbon filmu á bíl þá ættuð þið að fara í Aukaraf Dalbrekku 16. Þeir eru að flytja inn svona filmu og mér sýnist það miðað við verðin sem er talað um hérna í þræðinum að það borgi sig ekki fyrir ykkur að flytja þetta inn sjálfir miðað við verðið sem þeir eru að bjóða. Þeir eru með bíl inni hjá sér sem er búið að carbon klæða toppinn á og fleira. ANSI flott verð ég að segja.

Þeir selja efnið í metravís svo að þið getið spreytt ykkur sjálfir ef þið viljið.


Hmm, vissi ekki af þeim og ætla að skoða þá. Er það Di-noc líka? Það eru til margar gerðir af svona filmu og di-noc er bara ein af þeim.


Þeir eru með filmu sem er með "bubble free" munstri (litlir þríhyrningar á bakhlið) til að einfalda ásetningu og miðað við það sem ég hef séð frá þeim þá er þetta rosalega þægilegt efni að vinna með.

Þeir eru bara með eina gerð af þessu núna en geta víst pantað aðra liti en þá samt aðeins í heilum rúllum.


Ætla að kanna hvort þetta sé Di-Noc efni. Hef unnið með það og þótti það einstaklega gott og þægilegt í notkun. Ef þeir eru með það og ódýrara en það sem við fáum, þá verð ég kátur.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group