Sælir!
Þetta er í skoðun hjá mér. Er í sambandi við byrgja í USA sem vill gefa okkur gott verð á þessu.
Di-Noc er vinyl frá 3M sem hægt er að nota á allskonar yfirborð af öllum gerðum. Menn hafa verið að nota þetta á innréttingar, ísskápa, bíla (spoilera, lip, spegla eða bara alltsaman). Hægt er að fá 7 mismunandi liti, en við stefnum á að kaupa einn sem er svartur (þetta venjulega CF look).
Til þess að vinna með þetta efni er best að nota hitabyssu eða hárblásara. Þetta mýkir efnið og verður talsvert léttara að vinna með það. Hef sjálfur notað það á lítinn lista í bílnum mínum og þetta var ótrúlega einfallt og fljótlegt. Niðurstöðurnar voru nokkuð góðar:

Hér er myndband sem sýnir hversu vel þetta efni þolir klaufaleg vinnubrögðHér er þetta sett á ísskápMargir vilja deila um það hvort það þurfi að nota auka lím, en svo er víst ekki. Þetta verður að sjálfsögðu mikið þéttara ef lím er notað, en þá verður seinlegt og erfitt að taka þetta af. Það er lím á þessu sem ætti að duga í flest allt.

Hér datt einhverjum í hug að vefja F40 í CF...

En já, verð!
Ég hef mest verið að skoða 1.2x1.2m og verður stefnan á að versla þessa stærð. Hún ætti að nægja til þess að CF-væða innréttingu á stærri BMW. Ef menn vilja fara í aðrar stærðir, þá er ég að skoða það as we speak. Byrginn hefur áhuga á að þjónusta okkur vel og gefa okkur gott verð, en skv. þeim upplýsingum sem við höfum núna þá lítur þetta svona út:
Verð: $69.99
S/H: $49.99
S/H fyrir auka hlut: $9.99
Ef 5 taka þátt, þá verður þetta komið til landsins á $440 USD (fyrir gjöld). Ef við gefum okkur það að það sé 10% tollur á þessu og 25.5% VSK, þá endar þetta í: $607,3 USD = 71.356 krónur eða
14.271 krónur á haus. Samtals værum við að spara um 5200 kr fyrir hverja rúllu, en þetta kann að breytast þegar í ljós kemur hvað gjöld á þessu eru raunverulega (ETA: í dag eða á morgun) og hvaða díl byrginn er tilbúinn til að gefa okkur. Síðan koma örugglega einhver aukagjöld hjá póstinum, en það ætti ekki að hafa of mikil áhrif á þetta.
Ef menn hafa áhuga á að taka þátt í þessu, þá söfnum við saman upplýsingum um hvað þeir vilja og greiða þeir fyrirfram rétt áður en þetta er pantað. Mikilvægt er að allir sem segjast ætla að taka þátt geri það, því að hætta við á síðustu stundu hækkar verðið hjá öllum hinum (og þyrfti ég því sennilegast að punga út fyrir því).
Hvað segið þið um þetta?