bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Sektarupphæð fyrir filmur?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=51940
Page 1 of 2

Author:  thisman [ Sat 09. Jul 2011 03:54 ]
Post subject:  Sektarupphæð fyrir filmur?

Einhver hérna sem er með á hreinu hvað sektin fyrir að vera með filmur í hliðarrúðum að framan er há? Var stoppaður í kvöld út af filmunum (sem eru nú samt af ljósustu gerð) en gefinn séns á að fjarlægja þær frekar en að fá boðun í skoðun. Engu að síður búið að merkja bílinn í kerfið hjá þeim þannig þegar ég verð stoppaður næst þá munu þeir ekki verða jafn kátir.

Er svona aðeins að melta kostnaðinn við sekt + skoðun vs. peninginn sem ég lagði í þetta fyrir svo sárgrætilega stuttu síðan. Auðvitað gæti ég verið heppinn og rúllað í einhverja mánuði en þeir gætu í sjálfu sér allt eins stoppað mig á morgun. Skil alveg þeirra sjónarmið, eru sinna vinnunni, en ég hélt samt að þeir væru hættir að pæla í þessu. Klárlega mín mistök.

Author:  Manace [ Sat 09. Jul 2011 15:22 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

Veit ekki hvað sektin er há, en þetta er hinsvegar hundleiðinlegt hvernig þeir nenna að eltast við menn með filmur af ljósustu gerð, þar sem að við jú sjáum þá og þeir sjá okkur.
Ég lenti í þessu nákvæmlega sama og var gefin kostur á að fjarlægja þær, sem ég hef enn ekki gert og það eru 4 mánuðir síðar. 7, 9, 13! Ég er líka með ljósustu.

Þeir ættu að mínu mati að vera duglegari við að taka ökumenn sem eru með það dökkar rúður að ekki sést í þá, ekki að vera eltast við eitthvað svona.
Þetta er það ljóst að þeir þora örugglega ekki að taka mig aftur vegna þess að þeir geta ekki verið vissir um hvort þær séu farnar eða ekki. :lol:

En ég man það svona rétt í þessu að löggimann hótaði mér held ég 7-9000 króna sekt og boðun í skoðun í kaupbæti.

EDIT: Veit einhver hvort að þeir geta sett inn einhverja tilkynningu eins og á skoðunarfyrirtækin?
Vegna þess að ég fékk fulla skoðun á bílinn í fyrra, en endurskoðun núna einmitt út af filmunum sem sami maður tók ekki eftir árið áður.

Author:  gardara [ Sat 09. Jul 2011 19:00 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

Manace wrote:
Þeir ættu að mínu mati að vera duglegari við að taka ökumenn sem eru með það dökkar rúður að ekki sést í þá, ekki að vera eltast við eitthvað svona.


Afhverju að vera að eltast við filmur í framrúðum yfir höfuð? Framrúðan er nú þegar filmuð, svo að afsökunin um að erfitt sé að ná mönnum úr klesstum bílum vegna filmu í framrúðu er ekki gild.

Fyrir hvað er annars hægt að sekta menn? Hef ekki heyrt af neinum sem hefur fengið sekt fyrir filmur í framrúðum.. En hef heyrt af þónokkrum sem hafa verið boðaðir í skoðun fyrir það.

Author:  thisman [ Sat 09. Jul 2011 20:37 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

Ekki hugmynd - áætlaði bara að þeir smelltu einhverri sekt á þetta í leiðinni. Til dæmis eitthvað undir liðnum "Gerð og búnaði ökutækis áfátt". En það getur alveg verið að þeir sleppi því alfarið og láti boðun í skoðun nægja.

Author:  SteiniDJ [ Sat 09. Jul 2011 20:42 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

Ég hef lengi viljað sjá þau lög sem banna skyggðar filmur í bílum. Þekki nokkra fyrrverandi löggukalla og svörin virðast koma úr öllum áttum hvað þetta varðar. "Þetta er útaf hraðamyndavélum!", "Það er erfitt að brjóta rúðuna!", "Það er asnalegt og tilgangslaust!" o.s.frv...

Author:  auðun [ Sat 09. Jul 2011 22:51 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

ég fékk sekt fyrir þetta og sektin var hlægileg. einhver 5 til 10 kall. en verra var samt að ég þurfti að fara meðbílinn í skoðun og það kostaði mig miklu meira svo í heildina litið var þetta ekkert ódýrt

Author:  Zed III [ Sat 09. Jul 2011 23:37 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

SteiniDJ wrote:
Ég hef lengi viljað sjá þau lög sem banna skyggðar filmur í bílum.


Tada (reyndar reglugerð, ekki lög) :

http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/629/US.317+Uppl%C3%BDsingar+um+filmur+og+litarefni+%C3%A1+r%C3%BA%C3%B0um+bifrei%C3%B0a.pdf

og svo greinargerðin sem þetta er tekið úr:

http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/1207/Regluger%C3%B0%20um%20ger%C3%B0%20og%20b%C3%BAna%C3%B0%20%C3%B6kut%C3%A6kja%20nr.822-2004.pdf

skv þessu er ekki um að ræða bönnun vegna öryggis við að brjóta rúðu þar sem litarefni eru líka bönnuð, ekki bara filmur.

Author:  SteiniDJ [ Sun 10. Jul 2011 11:48 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

Zed III wrote:
SteiniDJ wrote:
Ég hef lengi viljað sjá þau lög sem banna skyggðar filmur í bílum.


Tada (reyndar reglugerð, ekki lög) :

http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/629/US.317+Uppl%C3%BDsingar+um+filmur+og+litarefni+%C3%A1+r%C3%BA%C3%B0um+bifrei%C3%B0a.pdf

og svo greinargerðin sem þetta er tekið úr:

http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/1207/Regluger%C3%B0%20um%20ger%C3%B0%20og%20b%C3%BAna%C3%B0%20%C3%B6kut%C3%A6kja%20nr.822-2004.pdf

skv þessu er ekki um að ræða bönnun vegna öryggis við að brjóta rúðu þar sem litarefni eru líka bönnuð, ekki bara filmur.


Takk Zed. Við þetta vöknuðu þó bara fleiri spurningar.

Ég er nú ekki mikill filmumaður, en mér finnst þetta alveg einstaklega sérkennilegt. Væri hægt að komast að því í gegnum Innanríkisráðuneytið hvaða ástæður eru fyrir þessari reglugerð og hvað kemur í veg fyrir að hægt sé að breyta þessu?

Author:  Zed III [ Sun 10. Jul 2011 13:33 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

SteiniDJ wrote:
Væri hægt að komast að því í gegnum Innanríkisráðuneytið hvaða ástæður eru fyrir þessari reglugerð

Nú er ég ekki viss en það væri örugglega vísað í öryggissjónarmið án þess að skýra það frekar.
SteiniDJ wrote:
Hvað kemur í veg fyrir að hægt sé að breyta þessu?

Bara skortur á vilja, eins og með flest annað.

Author:  crashed [ Sun 10. Jul 2011 16:13 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

samkvæmt þeim uplisingum sem ég fékk þegar ég var að vinna í þessu eftir að ég var stopaður að þá er þetta eldgamlar reglur frá því að kömlu fylmurnar voru sem rispuðust allar og voru með helling af loftbólum alltaf hreynt og þegar sólarljósið skeyn (eða mætu bílum í mirkri) að þá sá ökkumaður bílsins ekki útúr honum

Author:  Manace [ Sun 10. Jul 2011 20:11 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

gardara wrote:
Manace wrote:
Þeir ættu að mínu mati að vera duglegari við að taka ökumenn sem eru með það dökkar rúður að ekki sést í þá, ekki að vera eltast við eitthvað svona.


Afhverju að vera að eltast við filmur í framrúðum yfir höfuð? Framrúðan er nú þegar filmuð, svo að afsökunin um að erfitt sé að ná mönnum úr klesstum bílum vegna filmu í framrúðu er ekki gild.

Fyrir hvað er annars hægt að sekta menn? Hef ekki heyrt af neinum sem hefur fengið sekt fyrir filmur í framrúðum.. En hef heyrt af þónokkrum sem hafa verið boðaðir í skoðun fyrir það.


Það sem ég átti við með þessu er að lögreglan hefur stutt sig við það að vilja sjá ökumanninn undir stýri.
Þú sérð ekkert inn í bíl með dekkstu filmur.

Author:  SteiniDJ [ Sun 10. Jul 2011 20:42 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

Bendi mönnum á þessa grein. Afhverju ekki setja % mörk á framrúður? Hálf asnalegt og engin rök sem liggja fyrir því að banna ljósar filmur sem hindra ekki.

Author:  urban [ Sun 10. Jul 2011 22:42 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

Manace wrote:
gardara wrote:
Manace wrote:
Þeir ættu að mínu mati að vera duglegari við að taka ökumenn sem eru með það dökkar rúður að ekki sést í þá, ekki að vera eltast við eitthvað svona.


Afhverju að vera að eltast við filmur í framrúðum yfir höfuð? Framrúðan er nú þegar filmuð, svo að afsökunin um að erfitt sé að ná mönnum úr klesstum bílum vegna filmu í framrúðu er ekki gild.

Fyrir hvað er annars hægt að sekta menn? Hef ekki heyrt af neinum sem hefur fengið sekt fyrir filmur í framrúðum.. En hef heyrt af þónokkrum sem hafa verið boðaðir í skoðun fyrir það.


Það sem ég átti við með þessu er að lögreglan hefur stutt sig við það að vilja sjá ökumanninn undir stýri.
Þú sérð ekkert inn í bíl með dekkstu filmur.


á þá ekki að banna mótorhjólamönnum að vera með lokaðan hjálm ?
þetta eru bara svo heimskuleg rök nefnilega.
það kemur lögreglunni bara ekkert við hvernig þú lýtur út, og það er einmitt ekkert sem að bannar þér að vera með hjálm í bílnum.

Author:  ppp [ Mon 11. Jul 2011 06:43 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

urban wrote:
á þá ekki að banna mótorhjólamönnum að vera með lokaðan hjálm ?
þetta eru bara svo heimskuleg rök nefnilega.
það kemur lögreglunni bara ekkert við hvernig þú lýtur út, og það er einmitt ekkert sem að bannar þér að vera með hjálm í bílnum.

Það getur verið þægilegt að vita hvort að aðrir ökumenn sem t.d. bíða á biðskyldu sjá þig eða ekki. Og þegar ég segi "getur verið þægilegt" þá meina ég að það væri flat-out óþægilegt ef maður gæti ekki séð það.

Það er hægt að sjá í hvaða átt mótorhjólahjálmur er að horfa hvort sem hann er skyggður eður ey.

Author:  SteiniDJ [ Mon 11. Jul 2011 10:39 ]
Post subject:  Re: Sektarupphæð fyrir filmur?

ppp wrote:
urban wrote:
á þá ekki að banna mótorhjólamönnum að vera með lokaðan hjálm ?
þetta eru bara svo heimskuleg rök nefnilega.
það kemur lögreglunni bara ekkert við hvernig þú lýtur út, og það er einmitt ekkert sem að bannar þér að vera með hjálm í bílnum.

Það getur verið þægilegt að vita hvort að aðrir ökumenn sem t.d. bíða á biðskyldu sjá þig eða ekki. Og þegar ég segi "getur verið þægilegt" þá meina ég að það væri flat-out óþægilegt ef maður gæti ekki séð það.

Það er hægt að sjá í hvaða átt mótorhjólahjálmur er að horfa hvort sem hann er skyggður eður ey.


Þetta eru eiginlega einu rökin sem ég hef heyrt sem eitthvað er varið í. Þrátt fyrir það finnst mér þau ekki nægja til þess að banna allar filmur og ætti að vera smá svigrúm hérna.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/