Veit ekki hvað sektin er há, en þetta er hinsvegar hundleiðinlegt hvernig þeir nenna að eltast við menn með filmur af ljósustu gerð, þar sem að við jú sjáum þá og þeir sjá okkur.
Ég lenti í þessu nákvæmlega sama og var gefin kostur á að fjarlægja þær, sem ég hef enn ekki gert og það eru 4 mánuðir síðar. 7, 9, 13! Ég er líka með ljósustu.
Þeir ættu að mínu mati að vera duglegari við að taka ökumenn sem eru með það dökkar rúður að ekki sést í þá, ekki að vera eltast við eitthvað svona.
Þetta er það ljóst að þeir þora örugglega ekki að taka mig aftur vegna þess að þeir geta ekki verið vissir um hvort þær séu farnar eða ekki.
En ég man það svona rétt í þessu að löggimann hótaði mér held ég 7-9000 króna sekt og boðun í skoðun í kaupbæti.
EDIT: Veit einhver hvort að þeir geta sett inn einhverja tilkynningu eins og á skoðunarfyrirtækin?
Vegna þess að ég fékk fulla skoðun á bílinn í fyrra, en endurskoðun núna einmitt út af filmunum sem sami maður tók ekki eftir árið áður.