bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bílnum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=51506
Page 1 of 3

Author:  Kataosp [ Wed 08. Jun 2011 00:25 ]
Post subject:  endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bílnum

Ég er með efni sem er tær snilld og á eftir að gjör breyta loka áferðinni á bílnum. Ég er með myndir sem sýna muninn á upplituðum listum og plasti og urðu þeir eins og nýir. Einnig er ég búin að taka hurðaspjöld og mælaborð í BMW og varð það eins og nýtt. Efnið heitir Leður- og viðarfeiti, og gerir kraftaverk á leðurinnréttingar og allt þvíumlíkt. Efnið er alveg náttúrulegt, og unnið úr hunangsfeiti. Þetta er ekta fyrir þá sem vilja hafa bílana tandurhreina fyrir bíladaga :D

Hér eru örfáar myndir sem sýna muninn á listum fyrir neðan framrúðu og á soggrein og hlífum á mótor.

Ég er með þetta efni til sölu. Það er ekki hægt að fá þetta í verslunum.

Til að fá fleiri upplýsingar hafið samband hér, í PM eða síma 849-6870, Katrín.

Myndir segja meira en þúsund orð:



Image
Image
Image
Image
Image

Author:  rockstone [ Wed 08. Jun 2011 00:27 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

hver er ending á þessu?

Author:  Kataosp [ Wed 08. Jun 2011 00:33 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

rockstone wrote:
hver er ending á þessu?


Þetta virkar svipað og bón. Þetta ver og endurnýjar upprunalegan lit. Endist náttúrulega ekki að eilífu. Það þarf að viðhalda þessu eins og öðru. Ég get ekki gefið upp nákvæma endingu. Það er bara misjafnt eftir hlutnum sem er borið á. Það er búið að prófa að bera þetta á grill og á ristarnar fyrir neðan framrúðuna á E30. Hann er búinn að standa úti í viku til tvær síðan þá. Ennþá flott húð á þessu og liturinn eins og nýr.

Author:  bErio [ Wed 08. Jun 2011 00:53 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

Er hægt að sjá þetta á leðri?

Author:  Kataosp [ Wed 08. Jun 2011 01:10 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

bErio wrote:
Er hægt að sjá þetta á leðri?


Ég get sýnt þér þetta á bílnum þínum þess vegna.

Ég get einnig sýnt þér, eða hverjum sem er, fleira hreingerningardót fyrir bíla. T.d. hanska til að þrífa teppi í bílum og tau áklæði með eingöngu vatni.


Vertu bara í sambandi ef þú hefur áhuga.

Hérna eru fyrir og eftir myndir af teppinu í bílnum hjá mér eftir þvott með eingöngu vatni:

Image
Image

Author:  burger [ Wed 08. Jun 2011 01:29 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

og hvað kostar þetta undraefni hjá þér ?

Author:  Kataosp [ Wed 08. Jun 2011 01:40 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

burger wrote:
og hvað kostar þetta undraefni hjá þér ?



Dollan kostar 3.600.- og endist alveg slatta.

Kostar ekkert að fá kynningu á þessu.

Author:  jens [ Wed 08. Jun 2011 09:28 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

Langar að vita hvort þetta myndi henta í að mýkja upp leður, hef verið að leita að efni til að nudda í leðrið í bílnum mínum. Sætin eru 24 ára gömul og leðrið farið að harna og springa, hefur þú prófað þetta í þannig áðstæðum.

Annað sem mig langar að vita, hver og hvar er þetta framleitt ?

Author:  Berteh [ Wed 08. Jun 2011 09:50 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

http://enjo.is/#/int/products/enjo-prod ... l/overview

Author:  jens [ Wed 08. Jun 2011 12:25 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

Ekkert talað um að nota þetta á sæti, verða kannski bara hál.

Author:  gardara [ Wed 08. Jun 2011 12:41 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

bErio wrote:
Er hægt að sjá þetta á leðri?




Þér fer aftur.
Mig grunar að þú hefir ætlað að orða þetta svona:


bErio wrote:
Er hægt að sjá myndir af þér?

Author:  T-bone [ Wed 08. Jun 2011 14:02 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

jens. Þetta er ætlað a leðursofa, þannig að þetta myndi gera gott fyrir sætin hja þer. Þetta dregur fram upprunalegan lit og aferð. Þetta myndi pottþett mykja sætin hja þer. Konan fer uppa skaga liklegast a laugardaginn. Hentu numerinu þinu a mig eða hana i pm og hun verður i bandi við þig. Hun getur profað að bera þetta a sma blett þar sem það sest ekki til að sja virknina.

Author:  ValliB [ Wed 08. Jun 2011 19:16 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

Hef sett áburð sem settur er á reiðhnakka á leðrið í bílnum hjá mér.

Verður rugl mjúkt af því amk ef fólk vill reyna að bjarga sætum frá spungum og drasli í hitanum og sólinni.

Author:  kelirina [ Wed 08. Jun 2011 20:47 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

Ég mæli með að fara upp í Hvítlist og fá þar leðuráburð ef ætlunin er að fá mjúk og góð leðursæti.

Author:  T-bone [ Thu 09. Jun 2011 03:18 ]
Post subject:  Re: endurnýjaðu liti og áferð á listum, leðri og öðru í bíln

kelirina wrote:
Ég mæli með að fara upp í Hvítlist og fá þar leðuráburð ef ætlunin er að fá mjúk og góð leðursæti.



það er ekkert betra en þetta. Leðrið verður mega gott af þessu, og þetta virkar a vinil, plast og þviumlikt.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/