bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Dæld eftir verkstæði...hvað svo?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=51503
Page 1 of 1

Author:  jeppakall [ Tue 07. Jun 2011 22:47 ]
Post subject:  Dæld eftir verkstæði...hvað svo?

Sælir,

Fór með bílinn í framrúðuskipti á ónefndu verkstæði sem sérhæfir sig í þessu og fékk svaðalega

dæld á frambrettið beint fyrir neðan framrúðuna, þannig að það fer ekkert á milli mála hver er

sökudólgurinn. Verkstæðið segist ekkert gera fyrir mig og óbeint segja mér að hoppa upp í

rassgatið á mér! Hvað gerir maður í svona? Það hlýtur eitthvað vera hægt að gera!

kv, einn pirraður!

Author:  sh4rk [ Tue 07. Jun 2011 22:51 ]
Post subject:  Re: Dæld eftir verkstæði...hvað svo?

FÍB gætir talað við þá

Author:  ppp [ Tue 07. Jun 2011 23:09 ]
Post subject:  Re: Dæld eftir verkstæði...hvað svo?

Talar við þá og segir þeim að þú ætlir að nafngreina þá hérna, og gefur þeim link á þráðinn svo þeir geti svarað fyrir sig?

Author:  JonFreyr [ Wed 08. Jun 2011 09:27 ]
Post subject:  Re: Dæld eftir verkstæði...hvað svo?

Ansi góð hugmynd :)

Annars veit ég ekki hvort svona verkstæði séu þvinguð til að kaupa tryggingar sem dekka bifreið viðskiptavinar, þekki ekki hvernig það apparat virkar en ég veit þó að flest verkstæði eru tryggð fyrir tjóni sem verður á bifreið viðskiptavinar á meðan viðgerð eða viðhaldi stendur.
Það sem hins vegar stendur upp úr svona viðskiptum er það tjón sem verkstæðiseigandinn veldur sínu fyrirtæki með að starta afskaplega slæmri umræðu um akkúrat sitt lifibrauð. Hef aldrei getað gúdderað þá "nísku" að snuða kúnnann því að kúnninn kemur þá aldrei tilbaka og heldur ekki hans vinir, kunningjar eða fjölskylda.

Kv. Besserwisserinn

Author:  Mazi! [ Wed 08. Jun 2011 21:04 ]
Post subject:  Re: Dæld eftir verkstæði...hvað svo?

Þetta er bara lélegt :?

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/