bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Jeppadekk - hvar er best að versla?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=51340
Page 1 of 2

Author:  bimmer [ Sat 28. May 2011 17:21 ]
Post subject:  Jeppadekk - hvar er best að versla?

Nú vantar mig dekk undir landbúnaðartækið, þe. Patrolinn.

Það er 305/70 16 undir honum.

Eru menn með einhverjar tillögur um hvar maður á að versla?
Tegundir sem eru betri eða verri?

Þetta þurfa að vera heilsársdekk og 95% aksturs er í bænum.

Author:  jens [ Sat 28. May 2011 17:45 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Ég var að leita að nákvæmlega sömu stærð í janúar 2010 og þeir tveir staðir sem mér líkaði best við þjónustu og afslætti voru Arctic Trucks og Bílabúð Benna.

Endaði að kaupa hjá Arctic Trucks en það var snilldar sölumaður sem sá um mín viðskipti en man því miður ekki nafnið. ( endaði reyndar með því að hann seldi mér breytingu :) svo það er spurning hvor hafði betur)

Author:  jon mar [ Sat 28. May 2011 19:37 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Er ekki VDO með eitthvað svona?

Author:  BjarkiHS [ Sun 29. May 2011 00:49 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Er ekki málið að skoða TOYO ?

Svo eru BF Goodrich frábær í þessum stærðum

Author:  jens [ Sun 29. May 2011 01:50 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Fékk mér Dick Cepek, þau eru svolítið gróf en þannig vildi ég hafa þetta og er mjög ánægður.

http://arctictrucks.is/?pageId=1559&itemId=DIC13264

Author:  Dóri- [ Sun 29. May 2011 02:57 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Klettur
Flytur inn Good year og mickey thomson, good year er snilld undir svona fák, mikið burðarþol. BF goodrich eru nefnilega með lélegt burðarþol

Author:  bimmer [ Sun 29. May 2011 10:11 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Takk fyrir infoið drengir.

Jens: Hvernig er með veghljóð á svona grófum dekkjum?

Dóri-: Áhugavert info um burðarþol - ekki veitir af - þetta eru klettþungir bílar!!!


En allavega - tékka á þessum stöðum sem þið hafið nefnt hérna og geri samanburð.

Author:  jens [ Sun 29. May 2011 12:29 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

bimmer wrote:
Takk fyrir infoið drengir.

Jens: Hvernig er með veghljóð á svona grófum dekkjum?

Dóri-: Áhugavert info um burðarþol - ekki veitir af - þetta eru klettþungir bílar!!!


En allavega - tékka á þessum stöðum sem þið hafið nefnt hérna og geri samanburð.


Það er svolítið veghljóð sem fylgir svona grófu munstri.

Author:  bimmer [ Sun 29. May 2011 12:59 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

jens wrote:
Það er svolítið veghljóð sem fylgir svona grófu munstri.


Ok, þar sem bíllinn er mest á malbiki þá myndi maður vilja hafa það
sem minnst.

Author:  JonHrafn [ Sun 29. May 2011 22:04 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Þessi cepek eru flott aksturdekk. Erum með svona 37"x13.5"r17 með sama mynstri undir hilux, manni finnst þau allavega vera þvílíkur lúksus við hliðina á 39.5 irok :þ

Author:  demi [ Sun 29. May 2011 22:34 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Er með gamlan patta á 35" R15 míkróskornum dick cebek eins og Jens linkaði á, þau eru helvíti góð og þægileg akstursdekk.
Einnig er endingin í þeim svakaleg, félagi minn er á nýlegum patta með svona dekkjum og keyrir geyst og mikið og þau hafa enst ótrúlega vel.

Author:  BjarkiHS [ Sun 29. May 2011 22:48 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Ég var einmitt með 35" Dick Cepek FCII undir Patrolnum mínum og fannst frábært að keyra á þeim en mér fannst mér þau samt óþarflega hávær.

Author:  JonHrafn [ Sun 29. May 2011 22:49 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Drepur míkróskurður ekki niður hávaðan? Ekki verrra að mýkja þau í leiðinni.

Author:  jens [ Sun 29. May 2011 23:13 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Lét míkroskera mín strax og finnst þau æðisleg.

Author:  Svezel [ Mon 30. May 2011 16:06 ]
Post subject:  Re: Jeppadekk - hvar er best að versla?

Ég keypti Toyo Open Country undir Cherokee hjá mér í mars og gæti ekki verið sáttari, voru á góðu verði og ég keyrði á þeim AK-RVK í hálku/snjó á sumarhraða

Ég keyri lang mest á malbiki og þau eru alls ekki hávær. Veit ekki með burðinn samt, skylst að þessir pattar borði dekk ef þau eru ekki gerð fyrir þungan

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/