bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Headcam / mini cam
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=51067
Page 1 of 2

Author:  Thrullerinn [ Thu 12. May 2011 09:47 ]
Post subject:  Headcam / mini cam

Hefur einhver reynslu af svona græjum. Langar í svona til að strappa á hjálm eða einhversstaðar á hjól..

Þarf ekki að taka upp í mega gæðum, þó svo að það sé kostur :)

Author:  SteiniDJ [ Thu 12. May 2011 10:00 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Bendi á GoPro. Stefni á að kaupa svona í sumar, er virkilega hrifinn af þessu tæki. Þola mikið, eru vatnsheldar, góð gæði (HD) og hægt að festa þær á allt.

Author:  drolezi [ Thu 12. May 2011 10:08 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Er að flytja inn GoPro HD Hero með motorsportspakka (inniheldur sogkopp á bíl og límfestingar á hjálma og önnur yfirborð). Fæst á 47þ kr. stykkið.

Dæmi um myndband frá mér sem er að miklu leyti tekið á þá vél:
http://www.youtube.com/watch?v=lynhxE1gH9E

Dæmi um myndband með hjálmfestingu.
http://www.youtube.com/watch?v=D4iU-EOJYK8

Hún tekur upp í 1080p en einnig 720p og þá á 60 römmum á sekúndu.
Vélin er vatnsheld niður á 60 metra og á ég t.d. ófáar upptökur af mér og vinunum að leika okkur í sundlaugum landsins.


Review hjá engadget:
http://www.engadget.com/2009/11/16/gopro-HD-hero-review-and-helmet-cam-face-off/

Author:  SteiniDJ [ Thu 12. May 2011 10:14 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Nokkur myndbönd:

Hákarl eltir vitleysing á kajak (hann sá hákarlinn, fór og sótti vélina og aftur út á sjó).
E60 M5 Exhaust view
Helmet cam á drulluhjóli
Hér dettur hún af bíl á ferð
Búið að festa hana á sverð
Timelapse fítusinn sýndur
Hér er ein sem fer út í "geim"
Hér er hún fest við "AR Drone" RC þyrlu

Það er hægt að nota þessa vél í allt. Drolzei, hvernig hefur hún reynst þér annars? Ég er búinn að lesa mikið af hinu góða um hana, en lítið af því vonda.

Author:  Jón Ragnar [ Thu 12. May 2011 10:18 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Dauðlangar í svona myndavél

rosaleg myndgæði :thup:

Author:  Dr. E31 [ Thu 12. May 2011 10:55 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Garmin.is er með eitthvað svona.

http://www.rsimport.is/?cat=25

Author:  Thrullerinn [ Thu 12. May 2011 12:35 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

drolezi wrote:
Er að flytja inn GoPro HD Hero með motorsportspakka (inniheldur sogkopp á bíl og límfestingar á hjálma og önnur yfirborð). Fæst á 47þ kr. stykkið.

Dæmi um myndband frá mér sem er að miklu leyti tekið á þá vél:
http://www.youtube.com/watch?v=lynhxE1gH9E

Dæmi um myndband með hjálmfestingu.
http://www.youtube.com/watch?v=D4iU-EOJYK8

Hún tekur upp í 1080p en einnig 720p og þá á 60 römmum á sekúndu.
Vélin er vatnsheld niður á 60 metra og á ég t.d. ófáar upptökur af mér og vinunum að leika okkur í sundlaugum landsins.


Review hjá engadget:
http://www.engadget.com/2009/11/16/gopro-HD-hero-review-and-helmet-cam-face-off/


Krafturinn klikkar ekki þegar kemur að gadget ráðum :lol:

Flott landmannalaugavídjóið, skoða hin síðar.

Author:  gdawg [ Thu 12. May 2011 12:41 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

GoPro er gríðarlega vinsæl í klúbba mótorsporti, sérstaklega í bílum með þak, þó ég hafi reyndar séð svona á single seaters líka.
Þessir gæjar (http://www.dogcamsport.co.uk ) eru með býsna mikið úrval og mikla reynslu í þessum bransa.

Author:  HjorturG [ Thu 12. May 2011 12:47 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Á svona GoPro, notaði hana mikið með helmet mount þegar ég var á Ítalíu á bretti, algjör snilld þessi vél. Mæli með henni, síðan þá höfum við keypt alla accessoriana, öll mountin, LCD skjáinn, auka batterípakkann, erum hooked á þessu :) Algjör snilld. :thup:

Author:  gardara [ Thu 12. May 2011 13:32 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Hvernig eru hljóðgæðin í þessu GoPro dóti? Nær þetta að taka upp læti án þess að það sé bara brak? Nær þetta pústhljóði osfrv. raunverulega?

Author:  Einsii [ Thu 12. May 2011 13:54 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

gardara wrote:
Hvernig eru hljóðgæðin í þessu GoPro dóti? Nær þetta að taka upp læti án þess að það sé bara brak? Nær þetta pústhljóði osfrv. raunverulega?

Það eru víst mjög góð hljóðgæði seigir mótorhjólavinur minn mér.
Vindhljóð sem geta oft verið rosalega há á 200km/klst eru i lagi, það er ekki fyrren menn hjóla enn hraðar sem það fer að bjaga.

Annars er pottþétt hægt að fynna klippu á youtube þar sem hægt er að hlusta á læti.

Author:  SteiniDJ [ Thu 12. May 2011 15:14 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

gardara wrote:
Hvernig eru hljóðgæðin í þessu GoPro dóti? Nær þetta að taka upp læti án þess að það sé bara brak? Nær þetta pústhljóði osfrv. raunverulega?


Ég er búinn að vera að pæla mikið í hljóðinu. Vindhljóð dempast víst talsvert þegar vélin er "lokuð". Þú getur opnað fyrir linsuna og þá bætast hljóðgæði talsvert, en þar til baka færðu vindhljóð í staðinn. Annars heyrist þokkalega í þessu hvort sem hún er opin eða ekki - svo er hægt að kaupa ext. mic ef þú vilt betri gæði og geturðu þá jafnvel fengið þér einn lítinn sem dempar vindhljóð.

Hér er M5 að keyra
Og hér er hjól

Ekkert svo slæmt!

Author:  kalli* [ Thu 12. May 2011 15:15 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Ef þið skoðið listann í póstinum hjá Steina sjáiði að þetta er þarna

Edit: Hægt að skrifa líka ''GoPro exhaust'' á youtube, kemur fullt upp.

Author:  smamar [ Thu 12. May 2011 15:51 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Er með GoPro 1080 algjör snilld!!! er með þennan Motorsport pakka og hef profað að henda þessu utan a bilinn og virkar flott

flott gæði og flott sound

Author:  zazou [ Thu 12. May 2011 22:01 ]
Post subject:  Re: Headcam / mini cam

Er með eina svona: Veho Muvi DV
Ódýr og beisikk.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/