Grétar G. wrote:
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Kópavogi stendur
í kaflanum um skyldur kemur framm í 10. grein
"Hundeiganda eða umráðamanni hunds er skylt að sjá til þess að hundur hans...raski ekki ró manna með stöðugu eða ítrekuðu gelti eða ýlfri. Eftirlitsaðili getur krafist þess að eigandi
hunds sæki hlýðninámskeið með hund sinn ef ástæða þykir til".
Síðan ef það dugar ekki, þá vísa ég í 14 grein. í kaflanum um valdsvið og þvingunarúrræði
"Sé um alvarlegt eða ítrekað brot á samþykkt þessari að ræða eða sinni hundeigandi eða umráðamaður
hunds ekki fyrirmælum eftirlitsaðila um úrbætur eða breytingu á hegðan hunds getur heilbrigðisnefnd
afturkallað skráninguna, bannað viðkomandi eiganda að vera með hund á eftirlitssvæðinu, gert
hundeiganda eða umráðamanni að koma hundi fyrir á öðrum stað, viðurkenndum af eftirlitsaðila eða látið
fjarlægja hundinn".
Að lokum vísa ég í 16. grein kaflans sem fjallar um viðurlög
"Brot gegn samþykkt þessari varða sektum. Með brot út af samþykktinni skal farið að hætti laga um
meðferð opinberra mála og að öðru leyti í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, með síðari breytingum".
Prentaðu þetta út og henntu þessu innum bréfalúguna til að byrja með