bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 07:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 30. Apr 2011 22:50 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 31. Mar 2004 13:58
Posts: 514
Location: Reykjavík / Sjórinn
Sælir...
Við erum með Avensis '99 sem var að byrja í gær með leiðinda rafmagnsvesen. Það lýsir sér þannig að hann gefur enga spennu á neitt rafmagnsdót með því að svissa á hann nema þegar þegar sviss er kominn í þá stöðu sem hann er á meðan bíllinn er í gangi þá er það eina sem kviknar hleðsluljós og airbag ljósið. Hann gefur enga spennu á sigarettukveikjara, ljós, samlæsingar eða neitt. En þegar ég starta þá startar hann, fer í gang og rafmagn kemur á allt og allt virkar eðlilega ( nema ég tók eftir því að truflun frá alternotor kemur í útvarpið ... smá suð sem eykst með snúning). Svo reyndar meðan ég keyrði hann heim sló hann út öllu í eina sek, hélst samt í gangi á meðan en svo kom allt inn aftur. :confused:

Ég tel mig nú vita um öll öryggi í bílnum og búinn að skoða þau öll og ekkert þeirra er farið.

...mér reyndar dettur í hug svissbotn en veit samt ekki búinn að komast í að skoða það.

Er einhverjum sem dettur eitthvað í hug hvað gæti verið að? Eða hvað ég ætti að byrja skoða?

kv. Geir.

_________________
Guðmundur Geir Einarsson
Porsche 944S2 -> LS1
BMW 330xd Touring
Nissan Micra 2,0GTi
Hyundai Terracan
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 01. May 2011 02:19 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Thu 10. Jul 2008 23:27
Posts: 574
ég held að það sé brotin í honum hásingin.





mjólkurkexið frá frón

_________________
E30 340i
E46 320
E46 330 imola A ELV


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 01. May 2011 13:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Jun 2003 16:58
Posts: 1965
þetta er alveg dæmigerð útleiðsla sýnist mér have fun þetta er skitadjopp ef þú ætlar að leita að þessu sjálfur :thup:

_________________
BMW 528Ia


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 01. May 2011 21:27 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 17. Mar 2006 18:46
Posts: 473
Location: Selfoss City
Fara með hann í Hringrás

_________________
BMW 325I Coupe E-92 '07 [Aftur :D] http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=21809
Skoda Superb 2.0 TDI '16
Skoda Superb 2.0 TDI '11 [Seldur]
VW Passat 2.0 TDI '06 [Seldur]
BMW 325I Coupe E-92 '07 [Seldur] http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=21809
BMW 520I E-60 '04 [Seldur]
Lexus IS200 '02 [Seldur]


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 02. May 2011 05:37 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 22. Jan 2008 21:09
Posts: 990
mér dettur í huga útleiðsla eða sviss botn annars þekkir maður ekkert til þessa bíla :)

_________________
VW Golf VR6 - í Notkun!
Subaru leone 1800 1986 - Seldur
Mazda 323f -seldur
Volvo 240&740 - Seldir
maxel wrote:
Nenniru að rífa enter takkan úr lyklaborðinu þínu.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 03. May 2011 02:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Jun 2003 16:58
Posts: 1965
KFC wrote:
Fara með hann í Hringrás



haha :lol: reyndar datt mér annað í hug, þú getur svissað af honum og farið í húddið og losað um einn pólinn á geyminum og ef það neistar þegar þú setur hann aftur á þá ertu með útleiðslu í gangi..(einhver + liggur í - eða eitthvað) og þá er það einhvað sem þú getur skoðað, ásamt því að taka eitt öryggi úr í einu og sjá hvort eitthvað breytist, skáni, versni eða eitthvað sem þér finnst vert að skoða og rekja þá vírana úr því í eitthvað og sjá hvort það sé einhvað að...annars hef ég ekki hugmynd. Maður vonar eiginlega að lenda ekki í þessi því þetta er alveg hræðilega leiðinleg bilun til að lenda í.

afsakið, svolítið mikið af einhvað og eitthvað um hitt og þetta en það er bara þannig með þessar útleiðslanir að það er ekkert eitt sem er að - það er bara fullt af atriðum (stöðum) sem koma til greina þó að það sé aðeins kannski einn staður í öllu rafkerfinu sem er skemmdur og veldur öllu þessu rugli.

p.s þetta væri ekki vandamál ef allir bílar væru bara með 350 og barka hraðamælir og einföldustu gerð af snúningsmælum.. tækni í bílum er smíðuð til að hrynja og það er það eina sem hún er góð í! ef allt virkaði í 100ár þá væri lítið selt af varahlutum nema bara "einu" sinni, ekki mikill gróði þar. :thup:

_________________
BMW 528Ia


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 16 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group