bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Andlát VW Golf
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=5085
Page 1 of 1

Author:  Kristjan [ Sat 20. Mar 2004 21:58 ]
Post subject:  Andlát VW Golf

Ég var að keyra upp þingvallastræti á Akureyri fyrir um klukkustund þegar gamall maður fer yfir á stöðvunarskyldu keyrir í veg fyrir mig.

Ég er ómeiddur en greyið Golfinn er mikið tjónaður að framan, gamli kallinn var á Volvo S40 og fór farþegahurðinn á honum í vaff og gömul kona fékk hana í sig. Vonandi er hún lítið meidd.


RIP KI 253 we had some good times together

Jarðarförin auglýst síðar, blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.

Author:  Schulii [ Sat 20. Mar 2004 22:00 ]
Post subject: 

leiðindamál.. vonandi eru allir ómeiddir!!

Author:  Haffi [ Sun 21. Mar 2004 03:33 ]
Post subject: 

obb obb ... vona að allir komi heilir úr þessu!

Author:  Jss [ Sun 21. Mar 2004 15:58 ]
Post subject: 

Hrikalegt að heyra. :cry:

Vonandi að allir séu ómeiddir, það er fyrir mestu.

Author:  Svezel [ Sun 21. Mar 2004 18:45 ]
Post subject: 

Samhryggist með bílinn og vona að allir séu ómeiddir.

....en þú hefur þó núna góða ástæðu til að kaupa VR6 :roll:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/