bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Spurning um gólfhitakerfi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50659
Page 1 of 1

Author:  JOGA [ Wed 20. Apr 2011 21:55 ]
Post subject:  Spurning um gólfhitakerfi

Sælir,

Er að leigja parhús sem er með einföldu gólfhitakerfi.
Sem sagt það er ekki sjálfvirkt heldur eru vatnshitastýringar úti í skúr.

Seinustu daga hefur hitinn alveg fallið niður í húsinu og þá sérstaklega á neðri hæð. Skít kalt gólfið.
Virkar ekki að hækka smá í vatnshitastýringunni.

Dælan virðist dæla, suðar að vísu smá í henni. Það er heitt vatn í leiðslum úr kerfinu en kalt til baka. Svona eins og það sé ekki flæði.

Er eitthvað hægt að stilla þetta?
Það eru stilli "tappar" á hverri leiðslu út en ég þori ekki að snerta þetta.

Vona að einhver geti komið með input. Mér er skítkalt :cry:

(P.s. eigandinn er banki og get því ekki kvartað í þeim fyrr en eftir helgi)

Author:  urban [ Wed 20. Apr 2011 22:22 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

Nú veit ég ekki alveg hvernig þetta virkar, en er ekki bara loft í leiðslunum ?

Author:  ///MR HUNG [ Wed 20. Apr 2011 22:37 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

Þú getur lofttæmt þetta með ofnalykli.

Author:  JOGA [ Wed 20. Apr 2011 22:41 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

///MR HUNG wrote:
Þú getur lofttæmt þetta með ofnalykli.


Hvar fæ ég sjóleiðis og hvernig geri ég það :oops:

Author:  Einsii [ Wed 20. Apr 2011 23:14 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

Ég myndi skoða innspítingarlokann á dælukerfinu, lokinn undir hitastillinum þar sem þú stillir hversu heitt vatnið fer inn á gólfið.
Þessir lokar eiga það til að standa á sér og þá einfaldlega hleypa þeir ekki inn heitu vatni á hringrásina og kalda vatnið rúllar bara einsog það er hring eftir hring.

Taktu hitanemann af og djöflastu aðeins í pinnanum á lokanum, sjáðu hvort þú náir ekki að koma þessu á hreifingu og þá ætti lokinn að hitna nokkuð fljótt og gólfið í kjölfarið.
Ef þú nærð ekki að koma flæðinu af stað svona er sennilega ekkert að gera nema losa lokann frá og skoða pakkinguna inni í honum, sennilega þarf að skipta honun út.

Já og með loft á kerfinu.
Efþað er loft á dælunni þá ætti að ver stór loftskrúfa beint framan á henni sem þú getur prófað að losa um.
En það hringlar oft soltið vel í þeim ef það er loft á þeim.

Author:  bimmer [ Wed 20. Apr 2011 23:17 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

Hvað segir leigusalinn?

Author:  urban [ Wed 20. Apr 2011 23:19 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

bimmer wrote:
Hvað segir leigusalinn?



lesa...
leigusalinn er banki og JOGA er kalt núna :)

Author:  jon mar [ Wed 20. Apr 2011 23:22 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

bimmer wrote:
Hvað segir leigusalinn?



DURUDURUDURUDURU BANKMAN

Author:  ömmudriver [ Thu 21. Apr 2011 00:03 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

jon mar wrote:
bimmer wrote:
Hvað segir leigusalinn?



DURUDURUDURUDURU BANKMAN



:lol: :lol:

Author:  JOGA [ Thu 21. Apr 2011 00:08 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

Einsii wrote:
Ég myndi skoða innspítingarlokann á dælukerfinu, lokinn undir hitastillinum þar sem þú stillir hversu heitt vatnið fer inn á gólfið.
Þessir lokar eiga það til að standa á sér og þá einfaldlega hleypa þeir ekki inn heitu vatni á hringrásina og kalda vatnið rúllar bara einsog það er hring eftir hring.

Taktu hitanemann af og djöflastu aðeins í pinnanum á lokanum, sjáðu hvort þú náir ekki að koma þessu á hreifingu og þá ætti lokinn að hitna nokkuð fljótt og gólfið í kjölfarið.
Ef þú nærð ekki að koma flæðinu af stað svona er sennilega ekkert að gera nema losa lokann frá og skoða pakkinguna inni í honum, sennilega þarf að skipta honun út.

Já og með loft á kerfinu.
Efþað er loft á dælunni þá ætti að ver stór loftskrúfa beint framan á henni sem þú getur prófað að losa um.
En það hringlar oft soltið vel í þeim ef það er loft á þeim.


Hringlar ágætlega vel í henni greyinu.
Það er stykki í miðri dælu sem maður gæti ímyndað sér að sé loftskrúfa. Það samt ekki gert ráð fyrir skrúfjárni, bara flatur hringlóttur haus.
Þetta er IMPPUMPS dæla.

Svona dót á bara að virka :x

Author:  Astijons [ Thu 21. Apr 2011 12:07 ]
Post subject:  Re: Spurning um gólfhitakerfi

eru engir hitamælar á svæðinu?

ef dælan er heitari en vatnið er mjög líklegt að dælan sé farinn...
og ef dælan er farinn verður mjög líklega bara ein gólf mottan heit...

annars er lika pakkdósin í hitastillirnum fyrir allt gólfhitakerfið sem stendur á sér
og svo eru pakkdósir lika undir "hettunum" (við hverja mottu) ef þú ert ekki með mótorloka og fjarstýringar til að stýra þessu

annars situru einakrónu bara í skrufuna á dæluni opnar og býður þangað til kemur vatn

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/