bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50636 |
Page 1 of 1 |
Author: | zazou [ Mon 18. Apr 2011 22:26 ] |
Post subject: | Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Ég er að velta því fyrir mér hvað gott sé að gefa vinafólki mínu sem er að fara að láta pússa sig saman aðra helgi. Þetta fólk á allt etc þannig að það þýðir ekki að gefa þeim í búið og frekar ópersónulegt að gefa þeim 'fermingagjöf', þeas seðlar í umslagi. Því er ég helst að skoða gjafabréf hjá Iceland Air. En þegar kemur að viðskiptum við flugfélög þá þarf maður alltaf að hugsa sig vel um þar eð þessi bransi er hvað snjallastur við að kannski ekki svína beint á manni en koma með bull eins og að það sé ekki hægt að nota gjafakort til að borga flugvallaskatta, olíugjald eða hvað þeim dettur í hug að kalla þetta. ![]() (Fyrir mína parta er þetta bara flugfar, af hverju á kúnninn að þurfa að pæla í einhverju niðurbroti sem kemur honum ekkert við, svona rétt eins og með tekjuskatt og útsvar - hey, þetta er bara skattur!) Hafið þið reynslu af svona viðskiptum? Eða enn betur, einhverjar aðrar hugmyndir til að gefa svona fólki? |
Author: | Kristjan PGT [ Tue 19. Apr 2011 03:02 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Kannski ekki beint tengt þessu en ágætt að koma þessu á framfæri. Var í svipuðu veseni með vin minn sem var á leiðinni út. Fannst hálf asnalegt að gefa honum pening í umslagi og þar sem hann var að fara til tveggja landa með stuttu millibili hentaði það ekki alveg. Ég ákvað því að kaupa svona "bankakort" hjá Arion banka þar sem inneign er lögð inn á kort og það sett í fallegt umslag. Mér var MARGlofað því að hann gæti skipt þessu í hvaða gjaldeyrir sem er. Þegar á hólminn var komið gat hann EKKI tekið peningin út af kortinu í formi gjaldeyris. Bara vinsamleg ábending ![]() |
Author: | zazou [ Tue 19. Apr 2011 06:17 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Þetta á 100% við Kristján. Sýnir einmitt analinn við að gefa svona 'gjafabréf'. Menn eru læstir inni og er í besta falli með jafn góðan hlut í höndunum eins og pening en gjarnan er þetta síðra og menn læstir inni. Td af hverju gildir gjafabréf í Kringlunni ekki í Ríkinu? Af hverju gildir gjafabréf hjá Flugleiðum í 2 ár? (Er það þá ógilt og verðlaust? ![]() Umbunin er engin nema fallega prentaður glanspappír. |
Author: | Spiderman [ Tue 19. Apr 2011 15:03 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Ég þekki ekki þessi gjafabréfamál. En ég átti vildarpunkta og hugðist nota þá í flugfar til Stokkhólms fyrir ári síðan og það var án djóks ódýrara að kaupa miðann á netinu en að nota vildarpunktana með öllum þeim kostnaði sem því fylgdi. |
Author: | Stefan325i [ Tue 19. Apr 2011 17:17 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Ég gifti mig um dagninn og við fengum við t,d gjafarbréf með gistingu og 5 rétta dinner á Hótel Búðum, og fannst okkur það alveg geggjað, mæli með einhverju svoleiðis. http://www.hotelbudir.is/TheHotel/GiftCertificates/ |
Author: | JonFreyr [ Tue 19. Apr 2011 18:41 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Eftirminnileg og skemmtileg gjöf sem hættir aldrei að gleðja ![]() http://www.solarbotics.com/products/60005/ |
Author: | SteiniDJ [ Tue 19. Apr 2011 18:53 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
zazou wrote: Þetta á 100% við Kristján. Sýnir einmitt analinn við að gefa svona 'gjafabréf'. Menn eru læstir inni og er í besta falli með jafn góðan hlut í höndunum eins og pening en gjarnan er þetta síðra og menn læstir inni. Td af hverju gildir gjafabréf í Kringlunni ekki í Ríkinu? Af hverju gildir gjafabréf hjá Flugleiðum í 2 ár? (Er það þá ógilt og verðlaust? ![]() Umbunin er engin nema fallega prentaður glanspappír. Mín ágiskun, ófyrirsjáanlegur bransi, verðhækkanir og annað slíkt. |
Author: | gstuning [ Tue 19. Apr 2011 19:27 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Samt þá er ekki eins og það sé fullt í allar ferðir. |
Author: | SteiniDJ [ Tue 19. Apr 2011 19:30 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Nei nei, en segjum sem svo að þú verslir gjafabréf á morgun á 65.000 kall og dugir það þér fyrir flugmiða á alla áfangastaði Icelandair, enda auglýst sem slíkt. Þú ætlar að nota það 10 árum seinna og þá getur verið að mið-austurlönd séu einfaldlega horfin útaf ... veðurfarsbreytingum ... og það haft gífurleg áhrif á olíuverð út um allan heim og flugverðið tífaldast. Þá væri svolítið leim fyrir þá að leyfa þér að nota þetta í þannig aðstæðum! Okay, ógeðslega extreme dæmi en þetta kom minni ágiskun til skila. ![]() |
Author: | zazou [ Tue 19. Apr 2011 19:33 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Og þeir hafa getað ráðstafað peningnum fyrir gjafakortinu að eigin vild frá degi eitt... Maður er alltaf að verða frábitnari svona kortum og því allar hugmyndir vel þegnar. Steini: eða þá að heimur ei versnandi færi. Einhver uppgötvun sem gerði ferðalög mun ódýrari, allir í gúddí fílíng og gott partí í olíulöndunum, it can swing both ways. |
Author: | Svessi [ Thu 21. Apr 2011 03:57 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Þið verðið að fyrirgefa en afhverju erum við ennþá svona fyrt. Afhverju er svona hallærislegt að gefa bara plain cash. Sjálfur þoli ég ekki þegar ég fæ gjafakort í verslun sem ég versla ekkert í. Og eins og dæmin hér fyrir framan sýna. Það eru settir allskonar skilmálar á gjafakortin, sem mér finnst í raun fáránlegt. Eða þegar gjafakort renna út eftir ákveðinn tíma, hvað á það eiginlega að þýða. Einnig finnst mér asnalegt afhverju maður "græðir" ekkert á því að kaupa gjafakort. Mér þætti það nú allt í lagi ef keypt væri gjafakort yfir einhverri ákveðinni upphæð að það væri þá einhver smá afsláttur eða "gjöf" eða álíka. Er ekki kominn tími til að stíga útúr 2007 hugsunarhættinum, það er líka víst komið 2011. Ég er ekki að skjóta á neitt eða reyna móðga, bara svona langaði að koma þessu að. |
Author: | Kristjan PGT [ Thu 21. Apr 2011 05:54 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
Vel mælt. Alveg fáranlegt að ekki séu veitt einhverskonar sérkjör fyrir það að binda fjármagn við eitt fyrirtæki. P.s. ef það er alltaf verið að gefa þér gjafabréf í sömu fataversluninni.... TAKE THE HINT ![]() |
Author: | zazou [ Thu 21. Apr 2011 08:36 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
![]() Þegar öllu er á botnin hvolfts er verið að gera fyrirtækinu greiða, eina sem við fáum í staðin er fallegur glanspappír en eftir það ertu bara farþegi. Upp að vissu marki skil ég tregðu fyrirtækja til að veita afslátt gegn því að kaupa gjafakort, þá mundu menn bara almennt fyrst kaupa þau og versla svo ef þeir ætluðu pottþétt að versla. En þau mótrök eru veikari heldur en sú staðreynd að menn eru 'læstir inni' og því mætti leysa svona með einhverjum value added gjöfum. |
Author: | Alpina [ Thu 21. Apr 2011 08:54 ] |
Post subject: | Re: Gjafabréf Flugleiða (eða betri hugmynd) |
![]() ![]() Datt þetta bara í hug ef þú vildir vera topp 1 gjafaskorari ............ ![]() ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |