Samt er aðal munurinn á FF4 og FF3,6 útlitslega séð, að tabs eru komnir efst til þess að spara pláss, sem er vissulega stæling af Chrome, en samt það eina sem breyttist í layoutinu og getur minnt á Chrome. Ég bara trúi því ekki að Chrome fanboys eru að halda því fram að FF4 er að stæla Chrome browserinn eins og hann leggur sig út af þessu.
Þú hlýtur þá að geta nefnt hvað annað er stæling af Chrome?
Fyrir utan að bæði IE9 og FF4 gjörsamlega jarða Chrome í HTML5 afspilun. (Gerið samanburð á
www.beautyoftheweb.com)
Chrome er samt hraðasti browserinn, að undanskyldu HTML5 en persónulega finnst mér hann ekki meira en það. Það eru tvær aðal ástæður yfir því að ég held mig við FireFox frekar en Chrome eftir að hafa reynt að venja mig á Chrome í 3 vikur og það er hvernig Chrome höndlar downloads, mér finnst það alveg óþolandi en það er bara persónubundið. Og síðan eru engin AdBlock addon í Chrome sem virka eins vel og AdBlock Plus fyrir FireFox, þrátt fyrir að AdBlock Plus er til fyrir Chrome líka. Notaði það þar en það virkaði ekki eins vél og þá aðallega ekki í YouTube myndböndum.
Ég held líka að allir browserar eru með svipaðar áherslur í dag; að taka eins lítið pláss og mögulegt er fyrir browserinn sjálfan og skilja meira pláss eftir fyrir vefsíðurnar og að vera hraðskreiðir. Chrome hefur verið fremstur í báðum flokkunum hingað til.