bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Rakvélar - GROUP BUY! UPDATE #5 KAUPA KAUPA!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=50476
Page 1 of 10

Author:  Jónas [ Sun 10. Apr 2011 09:35 ]
Post subject:  Rakvélar - GROUP BUY! UPDATE #5 KAUPA KAUPA!!

Update #5:
Skellið ykkur hingað: Traditional Shavings

Veljið hvaða lit á bursta, hvaða lykt af kremi og veljið svo Edwin jagger í safety razor (og þann lit sem þið viljið).

Kóðinn sem þið notið í checkout til að fá afslátt er jonas :lol:

ATH - "jonas" gildir til 10/05 !

10% afsláttarkóðinn verður virkur seinna í kvöld og hann er "bmwkraftur" (án gæsalappa) :thup: :thup:

Update #4.
Vilja menn að þetta sé allt sent í einu (til að spara klink í tollinum) eða bara láta senda þetta til hvers og eins? (töluvert minna vesen)

Update #3.
Þarf að fá staðfestingu á hversu margir eru pottþétt með, hendi PM á þá sem hafa lýst yfir áhuga. Hver og einn borgar bara á síðunni þeirra, fær discount (þurfa að vita heildartölu til að geta sett afsláttinn) og svo er allt sent til John Rogers eða einhvers sem nennir að taka á móti þessu :thup:

Aight, er kominn með tilboð frá Traditional Shavings (http://www.traditionalshaving.co.uk/) og Shaving Shack (http://www.shaving-shack.com/).

Tilboðið frá Traditional Shavings hljómar svona:
Edwin Jagger DE86 (svart, chrome, ivory)
Edwin Jagger Bursti (Ebony, Ivory eða Turtoise)
Taylors of Old Bond Street krem
10x Derby blöð
VERÐ Á PAKKA: £32.5 + Shipping (£4-5 fyrir HVERN pakka) = ~£37
Ef sem dæmi 15 manns panta þennan pakka þá er einstaklingsverð (m.v. VISA gengi) eftir toll = 9400kr
Þeir bjóða einnig 10% afslátt til BMWkrafts á öllum kaupum seinnameir.

Tilboðið frá Shaving Shack:
Parker rakvél (http://www.shaving-shack.com/double-edge-safety-razors/ - þessar sem eru á 19.99 - 21 pund)
Badger bursti
10x Derby blöð
Taylors of Old Bond Street krem
Leður hulstur fyrir rakvélina (Fylgir bara með ef keypt er Parker rakvél)
Verð Á PAKKA: £36.23 + shipping (£1.5 fyrir HVERN pakka) = £38
Þannig að lokaverð er svipað og hinn.

Menn gætu svo keypt 100 blöð hérna: 100x Derby af Ebay

Hvað vilja menn gera? Parker og Edwin ættu að vera mjög sambærilegar.

A Guide to the Gourmé Shaving Experience

Áhugi:
1. Bimmer (Staðfest - Svart/Ebony)
2. John Rogers (Staðfest - Svart/Turtoise)
3. Eyberg (Staðfest - Chrome/Ebony + sample blade pack)
4. Jss (Staðfest - Chrome/Ebony)
5. Einarsss (Staðfest - Svart/Ebony)
6. BjarkiHS (Staðfest - ivory/ivory eða svart/ebony)
7. gulli (Staðfest - Svart/Ebony)
8. Dannyp (Staðfest - Chrome/Ebony)
9. Aron Andrew (Staðfest - Svart / ebony)
10. Kull (Staðfest - Chrome/Ivory)
11. drolezi (Staðfest - Svart/Ebony)
12. noyan (Staðfest - Svart/Ebony?)
13. markusk (Staðfest - Svart/Ebony)
14. basten (Staðfest - Chrome/Ebony)
15. Mazi! (Staðfest - svört vél, Ebony bursti?)
16. zazou (Staðfest)

Author:  Einarsss [ Sun 10. Apr 2011 09:43 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

hef reyndar notað mach3.. fáránlega dýr blöðin í þetta, hvað fær maður svonar edwin jagger? og er þetta dýr græja?

Author:  Jónas [ Sun 10. Apr 2011 09:46 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Einarsss wrote:
hef reyndar notað mach3.. fáránlega dýr blöðin í þetta, hvað fær maður svonar edwin jagger? og er þetta dýr græja?


Þú getur keypt sett (rakvél + 10 blöð + bursti + raksápa/krem) fyrir c.a. 40 pund.

Upphafskostnaður er í dýrari kanntinum en rekstrarkostnaðurinn er fáránlega lítill, ársbirgðir af blöðum c.a. 1000-1500kr.

+ miklu betri rakstur :)

Svo er líka hægt að taka "straight edge razor" sem er reyndar aðeins meira advanced
Image

Author:  Einarsss [ Sun 10. Apr 2011 09:50 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

það er nú ekkert hrikalegt, miðað við að 4x mach3 blöð kosta hátt í 4k í bónus

Author:  Jónas [ Sun 10. Apr 2011 09:51 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

http://www.traditionalshaving.co.uk/

Author:  ValliFudd [ Sun 10. Apr 2011 09:54 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Mottumars er dýrasti mánuðurinn minn, þá þarf ég að kaupa svona blöð, úff.. Annars er bara miklu betra að vera með skegg eins og við erum hannaðir til að vera 8)

Author:  Jónas [ Sun 10. Apr 2011 09:55 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

ValliFudd wrote:
Mottumars er dýrasti mánuðurinn minn, þá þarf ég að kaupa svona blöð, úff.. Annars er bara miklu betra að vera með skegg eins og við erum hannaðir til að vera 8)


Ef ég læt skeggið mitt vaxa þá er eins og að einhver hafi verið að líma punghár á andlitið á mér á random stöðum (það er ef ég fer umfram "five o clock shadow").

FML

Author:  ValliFudd [ Sun 10. Apr 2011 10:08 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Úff, shit hvað ég er feginn að þetta skuli vaxa nokkuð þétt hjá mér, en það er helvíti að raka þetta og ég legg það ekki á mig oftar en 1x á ári hehe :)

Author:  Einarsss [ Sun 10. Apr 2011 10:14 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Jónas wrote:
ValliFudd wrote:
Mottumars er dýrasti mánuðurinn minn, þá þarf ég að kaupa svona blöð, úff.. Annars er bara miklu betra að vera með skegg eins og við erum hannaðir til að vera 8)


Ef ég læt skeggið mitt vaxa þá er eins og að einhver hafi verið að líma punghár á andlitið á mér á random stöðum (það er ef ég fer umfram "five o clock shadow").

FML

Image

:lol:

Author:  Jss [ Sun 10. Apr 2011 11:06 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Jónas wrote:
nota svo oftast Derby blöð (100 blöð kosta um 1500kr, sem er rúmlega 1-2 ára notkun)


Hvaðan kaupirðu blöðin á þessu verði?

Er ekki að sjá 100 blaða pakkningar á traditional shaving síðunni en fást reyndar í gegnum Amazon en þá nokkru dýrari en 1.500 kr. hingað komið.

Author:  Jónas [ Sun 10. Apr 2011 11:09 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

http://www.amazon.co.uk/Derby-Professio ... 754&sr=8-2

Author:  Mr. Jones [ Sun 10. Apr 2011 12:28 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Ég er búinn að raka mig með svona gamaldags græju í ein 7-8 ár og er búinn spara miljónir :lol: þó blöðin hafi hækkað talsvert eftir að seljendur tóku eftir því að þetta var farið að seljast aftur.

Author:  íbbi_ [ Sun 10. Apr 2011 12:57 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

ég nota nú bara einhevrja rafmagns gillet sem lýtur út eins og byssa úr futurama, skilur bara smá brodda eftir

Author:  Jss [ Sun 10. Apr 2011 13:07 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Jónas wrote:
http://www.amazon.co.uk/Derby-Professional-Single-Blades-Straight/dp/B00346TQ0C/ref=sr_1_2?ie=UTF8&qid=1302433754&sr=8-2


Takk fyrir linkinn, geri ráð fyrir að panta mér Edwin Jagger DE89 á næstu dögum og þá svona blaðapakka. Hef annars verið að nota bursta og sápu/kremstifti í nokkurn tíma og finn þvílíkan mun, mæli með þessu.

Author:  bimmer [ Sun 10. Apr 2011 13:10 ]
Post subject:  Re: Rakvélar

Hvernig væri nú að safna saman í Group Buy á þessu?!?!?!?

Page 1 of 10 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/